Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfisnefnd Garðabæjar
3 (22-26). fundur
17.08.2022 kl. 08:00 kom umhverfisnefnd Garðabæjar saman til fundar í Búrfelli í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Stella Stefánsdóttir formaður, Jóna Sæmundsdóttir aðalmaður, Eiríkur Þorbjörnsson aðalmaður, Greta Ósk Óskarsdóttir aðalmaður, Eyþór Eðvarðsson aðalmaður, Guðbjörg Brá Gísladóttir deildarstjóri umhverfis og framkvæmda, Linda Björk Jóhannsdóttir garðyrkjufræðingur.

Fundargerð ritaði: Guðbjörg Brá Gísladóttir deildarstjóri umhverfis og framkvæmda.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2208316 - Umhverfishópar 2022 - greinargerð um sumarvinnu ungs fólks.
Linda Björk Jóhannsdóttir verkefnastjóri kynnti vinnu umhverfishópa.
2. 2012205 - Vatnaáætlun fyrir Ísland-drög til kynningar
Umhverfisnefnd upplýst um Vatnaráðstefnu sem haldin verður 30. ágúst nk. á Hilton Reykjavík Nordik.
3. 2208112 - Stöðuskýrsla fráveitumála 2020
Lagt fram.
4. 2208158 - Styrkbeiðni og ársskýrsla 2020
Umhverfisnefnd tekur jákvætt í að styrkja samtökin Plastlausan september um sambærilegan styrk og undanfarin ár enda mjög þarft mál.
5. 2108201 - Umsóknir um utanvegahlaup/hjól
Viðburðir í bæjarlandi eru ávalt háðir leyfi Garðabæjar. Umhverfisnefnd ítrekar að skipulagðir viðburðir kringum Vífilsstaðarvatn, sem er friðland eru ekki heimilir. Möguleiki er að heimila þá á stígnum suðvestan við vatnið í samráði við Garðabæ og að uppfylltum skilyrðum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).