Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
21. (1836). fundur
05.06.2018 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarráðs í Ráðhúsi Garðabæjar við Garðatorg.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Sigurður Guðmundsson aðalmaður, Guðrún Elín Herbertsdóttir varamaður, María Grétarsdóttir aðalmaður, Steinþór Einarsson áheyrnarfulltrúi, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Bergljót K Sigurbjörnsdóttir félagsmálastjóri, Katrín Friðriksdóttir forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1707051 - Lántaka samkvæmt fjárhagsáætlun 2018.
Á fund bæjarráðs mætti Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri og gerði grein fyrir tillögu um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 400.000.000, verðtryggt með 2,60% föstum vöxtum.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2. 1802019 - Brúnás 10 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Yrsu Elenoru Gylfadóttur, kt. 201268-4949, leyfi til að byggja einbýlishús að Brúnási 10.
3. 1707195 - Keldugata 3 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Vigni Frey Andersen, kt. 230371-5719, leyfi til að byggja einbýlishús að Keldugötu 3.
4. 1804106 - Melás 9 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Fasteignafélaginu Hosiló ehf., kt. 531210-1900 leyfi til að breyta einbýlishúsi í tvíbýlishús að Melási 9.
5. 1805337 - Urriðaholtsstræti 14-20 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa varðandi leiðréttingu á áður útgefnu byggingarleyfi til U 14-20 ehf., kt. 680717-1090, vegna byggingar á fjölbýlishúsi með 38 íbúðum að Urriðaholtsstræti 14-20.
6. 1710299 - Bréf Umhverfisstofnunar varðandi beiðni um framkvæmdaleyfi fyrir reiðvegi um Grunnuvatnaskarð og Grunnuvötn, dags. 25.05.18.
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar þar sem fram kemur að stofnunin veiti fyrir sitt leyti leyfi fyrir lagningu reiðstígs innan friðlands Vífilsstaðvatns

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um útgáfu á framkvæmdaleyfi fyrir reiðveg frá Kjóavöllum um Grunnuvatnaskarð að Vatnsásvegi sem er í samræmi við deiliskipulag Heiðmerkur og Sandahlíðar.

María Grétarsdóttir, situr hjá við afgreiðslu málsins.
Vifilsstadavatn_250518.pdf
7. 1801358 - Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis varðandi eftirlit og skoðun á samstarfssamningum sveitarfélaga, ítrekuð beiðni, dags. 23.05.18.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að hlutast til um að svara erindinu.
Ítrekuð beiðni um upplýsingar, dags. 23.05.18..pdf
9. 1805371 - Bréf Alþingis varðandi frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, 622. mál., dags. 30.05.18.
Lagt fram.
10. 1805398 - Bréf Leikskólans Akra varðandi verkefnið "Horft til framtíðar" og umsókn um stöðuaukningu, dags. 31.05.18.
Bæjarráð vísar bréfinu til umfjöllunar leikskólanefndar og til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.
Þróun á starfsumhverfi leikskóla - Umsókn um stöðuaukningu inn á hverja deild.pdf
Kynning - Horft til framtíðar.pdf
Horft til framtíðar umsókn.pdf
Umsókn um styrk úr þróunarsjóði leikskóla í Garðabæ 2018.pdf
Horft til framtíðar 16.02.2018.pdf
11. 1806004 - Opnun tilboða í framkvæmdir við vatnsveitulagnir neðan Bakka- og Sunnuflatar og við Hafnarfjarðarveg.
Eftirfarandi tilboð lögð fram.
Háfell ehf. kr. 33.411.800
Auðverk ehf. kr. 34.734.000
Línuborun ehf. kr. 37.899.535
SS - verktak ehf. kr. 48.850.000
Stálborg ehf kr. 70.811.000

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Háfells ehf. með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og felur bæjarverkfræðingi afgreiðslu málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings.
2424-084-MIN-001-V01 Niðurstaða tilboða í verkið.pdf
12. 1806010 - Bréf fyrirtækja á "Hálsasvæði" í Reykjavík um bættar strætósamgöngur, dags. 01.06.18.
Bæjarráð vísar bréfinu til stjórnar Strætó bs. og til nánari skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2019.
Áfram Strætó ! Hvatning um bættar strætósamgöngur.pdf
13. 1806012 - Bréf Jafnréttisstofu varðandi skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum, dags. 29.05.18.
Lagt fram.
Til sveitarstjórna.pdf
14. 1806013 - Bréf Reykjavíkurborgar varðandi verkefnalýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, Sundahöfn, dags. 29.05.18.
Bæjarráð vísar bréfinu til umfjöllunar í skipulagsnefnd.
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sundahöfn.pdf
15. 1710169 - Niðurstöður matsnefndar um fjölnota íþróttahús.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu matsnefndar um að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda ÍAV á grundvelli tilboðs félagsins, ákvæða alútboðsgagna og niðurstöðu matnefndar um það sem betur má fara í tillögu bjóðanda.

Bæjarráð samþykkir jafnframt að láta fara fram mat á áhrifum fjárfestingarinnar á fjárhag bæjarins samkvæmt 66. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
17185-2018-05-29-Matsgerð-lokaútgáfa.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:40. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).