Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
35. (1850). fundur
02.10.2018 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarráðs í Ráðhúsi Garðabæjar við Garðatorg.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigurður Guðmundsson aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Jóna Sæmundsdóttir varamaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Bergljót K Sigurbjörnsdóttir félagsmálastjóri, Katrín Friðriksdóttir forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1805204 - Dýjagata 12 (áður 14) - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Tómasi Jónassyni, kt. 070880-2969, leyfi til að byggja einbýlishús að Dýjagötu 12 (áður 14).
2. 1809281 - Tilkynning frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga, dags. 21.09.18.
Bæjarráð vísar yfirlitinu til kynningar í fastanefndum bæjarstjórnar.
Lögmælt verkefni sveitarfélaga.pdf
Tilkynning frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga, dags. 21.09.2018..pdf
3. 1809328 - Samþykkt um stjórn Garðabæjar - breytingar á 55. gr.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu um breytingu á samþykkt um stjórn Garðabæjar til fyrri umræðu í bæjarstjórn, sbr. 1. tl., 1. mgr. 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Samþykkt um stjórn Garðabæjar 55. gr. -breytingar.pdf
4. 1809345 - Tillaga til þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda, 19. mál., dags. 26.09.18.
Lögð fram.
Tillaga til þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda, 19. mál. .pdf
5. 1809352 - Bréf kærunefndar útboðsmála varðandi kæru Garðlistar ehf. á niðurstöðu útboðs vetrarþjónustu göngu- og hjólaleiða, dags. 26.09.18.
Bæjarráð felur Andra Árnasyni, lögmanni að gæta hagsmuna bæjarins í málinu.
6. 1809360 - Bréf Samveru og súpa um styrk, ódags.
Bæjarráð vísar bréfinu til nánari skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.
Umsókn um styrk.pdf
7. 1809361 - Bréf Sjálfsbjargar á höfuborgarsvæðinu um styrk, dags. 24.09.18.
Bæjarráð vísar bréfinu til nánari skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.
Umsókn um styrk.pdf
8. 1803127 - Viljayfirlýsing sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um uppbyggingu samgangna á svæðinu, dags. 21.09.18.
Lögð fram.
Viljayfirlýsing um viðræður um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu.pdf
9. 1809362 - Tilkynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi innleiðingu á NPA samningum, dags. 21.09.18.
Félagsmálastjóri gerði grein fyrir breytingum með nýjum lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir sem tóku gildi 1. október. Samkvæmt lögunum telst NPA lögbundin þjónusta við fatlað fólk sem þarf á miklum stuðningi að halda.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:30. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).