Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfisnefnd Garðabæjar
5. fundur
05.10.2018 kl. 08:00 kom umhverfisnefnd Garðabæjar saman til fundar í turnherbergi 3. hæð á bæjarskrifstofunum við Garðatorg.
Fundinn sátu: Jóna Sæmundsdóttir aðalmaður, Guðfinnur Sigurvinsson aðalmaður, Hrönn K. Sch. Hallgrímsdóttir aðalmaður, Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Linda Björk Jóhannsdóttir garðyrkjufræðingur, Guðbjörg Brá Gísladóttir verkefnastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðbjörg Brá Gísladóttir verkefnastjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1809192 - Skipulag - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting 2. Grundir
Skipulagsstóri kynnir breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar og deiliskipulagi Ása-Grunda
2. 1710083 - Lyngássvæði, deiliskipulag L1 og L2
Skipulagsstóri kynnir breytingu á deiliskipulagi við Lyngás
3. 1804300 - Álftanes sjóvarnir
Fyrirhugaðar framkvæmdir við sjóvarnagarða á Álftanesi kynntar
4. 1809325 - Veiðikort 2019
Umhverfisnefnd samþykkir áframhaldandi samstarf við Veiðikortið fyrir árið 2019.
5. 1806461 - Fjárhagsáætlun 2019 (2019-2022)
Umhverfisnefnd samþykkir tillögur í fjárhagsáætlun.
6. 1810092 - Fyrirspurn frá Sveinbjörgu Vilhjálmsdóttur
1. Eru einhver áform um endurbætur á fráveitu eða síun skólps á Álftanesi á næstunni? Töluverð saurgerlamengun við Skógtjörn / Miðskóga, Skógtjörn / Lambhaga, Gesthúsavör og Hrakhólma hefur komið frá við mælingar sl. 2 ár.
Hefur verið bætt úr frárennslismálum við Lambhaga 17?
2. Á síðasta kjörtímabili var sótt um fjárveitingu eða styrk til að hækka upp suðurstrandarveg við Hrakhólma. Hvernig standa málin í dag?
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).