Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
37. (1852). fundur
16.10.2018 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarráðs í Ráðhúsi Garðabæjar við Garðatorg.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Sigurður Guðmundsson aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Bergljót K Sigurbjörnsdóttir félagsmálastjóri, Katrín Friðriksdóttir forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1804130 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts og Vetrarmýrar vegna staðsetningar fjölnota íþróttahúss.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts og Vetrarmýrar vegna staðsetningar fjölnota íþróttahúss. Tillagan skal auglýst samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.
2. 1712067 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um breytingu á deiliskipulagi Garðahverfis vegna gerð bygginga á byggingarreitum við Breiðholt.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að hafna umsókn um breytingu á deiliskipulagi Garðahverfis sem gerir ráð fyrir breytingu á skilmálum bygginga við Breiðholt.
3. 1703099 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsóknar um stækkunar á deiliskipulagsvæðis Garðahverfis við Grænagarð.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að hafna umsókn um breytingu á deiliskipulagi Garðahverfis sem gerir ráð fyrir stækkun á deiliskipulagssvæði við Grænagarð.
4. 1808061 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um byggingarleyfi fyrir smáhýsi við Nýjabæ.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að hafna umsókn um breytingu á deiliskipulagi Garðahverfis sem gerir ráð fyrir byggingarreitum fyrir smáhýsi við Nýjabæ.
5. 1810087 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi fyrirspurn um viðbyggingu við Hvannakur 7.
Lögð fram.
6. 1810110 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi óverulega breytingu á deiliskipulagi Urriðaholts vegna lóðarinnar við Urriðaholtsstræti 6-12.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi 1. áfanga viðskiptastrætis Urriðaholts vegna breytinga á lóðamörkum lóðanna við Urriðaholtsstræti 6-8 og 10-12, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 44. gr. sömu laga.
7. 1804129 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi Bæjargarðs vegna lýsingar íþróttavallar.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um breytingu á deiliskipulagi Bæjargarðs vegna uppsetningar á lýsingu fyrir íþróttavöll samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst og bárust athugasemdir og liggja fyrir svör við athugasemdum. Samþykkt tillaga skal send Skipulagsstofnun samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og þá skal niðurstaða bæjarstjórnar auglýst, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
8. 1810093 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi skíðasvæði í Bláfjöllum.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að ekki sé tilefni til athugasemda um hvort framkvæmd við uppbyggingu á skíðasvæðum í Bláfjöllum skuli háð umhverfismati en leggur áherslu á að gætt sé að hagsmunum vatnsverndar á svæðinu.
9. 1807057 - Niðurstaða dómnefndar varðandi tilboð í uppbyggingu heilsuræktaraðstöðu í Ásgarði, 05.10.18.
Lögð fram niðurstaða dómnefndar um tilboð Sporthallarinnar ehf. og Lauga ehf. Í niðurstöðu dómnefndar kemur fram að tilboð Sporthallarinnar ehf. er metið ógilt.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að leitað verði samninga við Laugar ehf. um uppbyggingu á aðstöðu fyrir heilsurækt við íþróttamiðstöðina Ásgarð.
10. 1810109 - Bréf Kvennaathvarfsins um rekstrarstyrk, dags. 02.10.18.
Bæjarráð vísar bréfinu til nánari skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.
Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2019.pdf
11. 1808111 - Opnun tilboða í göngustíg og stoðvegg við Hlíðarbyggð.
Lögð eru fram eftirfarandi tilboð.

H 45 ehf. kr. 32.141.400
Verktækni ehf. kr. 34.352.950
Ausa ehf. kr. 38.841.000
D.ING-verk ehf. kr. 32.875.500

Kostnaðaráætlun kr. 23.774.500

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda H 45 ehf. með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og felur bæjarverkfræðingi afgreiðslu málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings

Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.
Opnunarfundur vegna útboðs.pdf
12. 1810161 - Bréf UMF Stjörnunnar varðandi umhverfi Stjörnutorgs, dags. 11.10.18.
Bæjarráð vísar bréfinu til nánari skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.
Stjörnutorg og klefar.pdf
13. 1810162 - Bréf UMF Stjörnunnar varðandi vökvunarkerfi fyrir Stjörnuvöll, dags.11.10.18.
Bæjarráð vísar bréfinu til nánari skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.
vökvunarkerfi Samsungvöllur.pdf
14. 1810163 - Bréf UMF Stjörnunnar varðandi uppsetningu á auglýsingaskiltum við Ásgarð og í Engidal, dags. 11.10.18.
Bæjarráð vísar bréfinu til nánari skoðunar bæjarstjóra.
beiðni fyrir auglýsingaskilti Engidalur.pdf
beiðni fyrir auglýsingaskilti Innkeyrsla við Ásgarð.pdf
15. 1810136 - Álit Persónuverndar um vinnslu Strætó bs. á persónuupplýsingum í tengslum við ferðaþjónustu fatlaðra, dags. 05.10.18.
Lagt fram.
16. 1806461 - Tillögur umhverfisnefndar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2019.
Bæjarráð vísar tillögunum til nánari skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.
Tillögur frá Umhverfisnefnd til gerðar framkvæmdaáætlunar fyrri árið 2019.pdf
17. 1810172 - Bréf Hjalla ehf. varðandi tilfærslu á starfsdögum leikskóla, ódags.
Bæjarráð vísar bréfinu til umfjöllunar leikskólanefndar.
Bréf Hjalla, ódags..pdf
18. 1810174 - Bréf Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun, dags. 12.10.18.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda umsögn til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis til að koma að sjónarmiðum bæjarins um forgangsröðun verkefna til að tryggja úrbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu.

Bréf Alþingis um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun, dags. 12.10.18..pdf
19. 1710273 - Fjölnotasalur kynning arkitekta á húsgögnum o.fl.
Ásdís Ágústsdóttir og Hulda Sigmarsdóttir, arkitektar hjá Yrki - arkitektum kynntu tillögur um val á húsgögnum fyrir fjölnotasal.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).