Fundargerðir

Til baka Prenta
Menningar- og safnanefnd Garðabæjar
6. fundur
30.11.2018 kl. 08:15 kom menningar- og safnanefnd Garðabæjar saman til fundar í turnherbergi 3. hæð á bæjarskrifstofunum við Garðatorg.
Fundinn sátu: Gunnar Valur Gíslason aðalmaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Bjarndís Lárusdóttir aðalmaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður, Hannes Ingi Geirsson aðalmaður, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1710153 - Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands
Farið var yfir undirbúning vegna ljósmyndasýningar sem menningar- og safnanefnd og Bókasafn Garðabæjar standa að í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Auglýst hefur verið eftir ljósmyndum bæjarbúa og annarra í Garðapóstinum, á vef Garðabæjar og bókasafnsins og fésbókarsíðum. Stefnt er að því að opna sýningu á myndum á 50 ára afmæli Bókasafns Garðabæjar 18. desember nk. Ef fjöldi innsendra mynda verður ekki nægjanlegur var rætt um möguleika á því að framlengja innsendingarfrest og hafa sýningu á Safnanótt í byrjun febrúar.
2. 1808275 - Aðventudagskrá í desember
Farið var yfir helstu menningarviðburði á aðventunni í Garðabæ sem eru haldnir á vegum bæjarins sem og annarra. Laugardaginn 1. desember verður jóladagskrá á Garðatorgi þegar ljósin verða tendruð á vinabæjarjólatrénu. Sama dag verður hinn árlegi jóla- og góðgerðardagur á Álftanesi á vegum foreldrafélags Álftanesskóla í samvinnu við bæinn og önnur félög. Sunnudaginn 2. desember verður opið hús í burstabænum Króki á Garðaholti. Bókasafn Garðabæjar verður með árlegt jólaleikrit 1. desember, jólaupplestur fyrir börn 15. desember og afmælishátið 18. desember.
Fjölmargir tónleikar eru framundan þar má nefna jólatónleika Kvennakórs Garðabæjar 4. desember, jólatónleika kórs Vídalínskirkju 5. desember, aðventu- og styrktartónleika 7. desember á vegum þýska sendiráðsins, jólatónleika Gospelkórs Jóns Vídalíns 16. desember, kertaljósatónleika kammerhópsins Camerarctica 21. desember og Þorláksmessu tónleika Jóhönnu Guðrúnar 23. desember. Á vegum Tónlistarskóla Garðabæjar verða fjölmargir jólatónleikar í skólanum og víðar. Upplýsingar um menningarviðburði á aðventunni eru að finna í viðburðadagatalinu á vef Garðabæjar auk þess sem vakin var athygli á viðburðum framundan í frétt í Garðapóstinum.
3. 1808275 - Verkefni menningar- og safnanefndar 2018-2019
Farið var yfir helstu menningarviðburði í tímaröð á næsta ári, bæði viðburði á vegum nefndarinnar sem og annarra. Þar má nefna Þriðjudagsklassík, Safnanótt og Sundlauganótt, Jazzhátið Garðabæjar, menningaruppskeruhátíð, Jónsmessugleði o.fl. Umræður voru um einstaka viðburði/verkefni. Uppfært skjal með viðburðunum verður sent til nefndarmanna.
4. 1811306 - Umsókn um styrk úr Fornminjasjóði 2019
Greint var frá auglýsingu um umsóknir úr Fornminjasjóði, frestur til að skila inn umsókn er til 10. janúar 2019. Skoðað verður hvort hægt sé að senda inn umsókn í tengslum við fyrirhugaða verkefnavinnu við endurskoðun á miðlun á fornminjunum við Hofsstaði. Upplýsingastjóra var falið að vinna málið áfram.
5. 1809228 - Tillaga um stofnun Sköpunarmiðstöðvar (Menningarhús)
Áframhaldandi umræða frá síðasta fundi.
Upplýsingastjóri greindi frá viðræðum við formann myndlistarfélagsins Grósku um starfsemi félagsins og hvernig félagið gæti höfðað til ungs fólks. Gróska hefur átt í samstarfi við Skapandi sumarstarf á undanförnum árum í tengslum við undirbúning hinnar árlegu Jónsmessugleði. Áhugi er fyrir því að fá ungt fólk til að taka þátt í starfi félagsins og skoða þarf hvaða leiðir eru færar til þess.
Einnig var greint frá starfsemi Klifsins og viðræðum við stjórnarformann og stofnanda þess. Klifið hefur m.a. sinnt fjölbreyttu námskeiðahaldi á sviði sköpunar og menningar fyrir börn og fullorðna yfir vetrartímann en einnig boðið upp á sumarnámskeið. Einnig hefur Klifið komið að ýmsum öðrum verkefnum í samstarfi við bæinn samkvæmt samstarfssamningi.
Umræður voru um starfsemi félaganna í tengslum við hugmyndir um starfsemi sem gæti rúmast innan sköpunarmiðstöðvar/menningarhúss. Upplýsingar um þetta verða teknar saman og sendar til nefndarmanna.

Formaður greindi frá áformum um að setja af stað næsta vor áframhaldandi vinnu varðandi fjölnota menningar- og fræðamiðstöð í Garðabæ. Þar mun umræða um sprotastarfsemi á sviði menningar og nýsköpunar til framtíðar halda áfram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. . 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).