Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
44. (1859). fundur
04.12.2018 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarráðs í Ráðhúsi Garðabæjar við Garðatorg.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Gunnar Valur Gíslason varamaður, Jóna Sæmundsdóttir varamaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Katrín Friðriksdóttir forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1806461 - Frumvarp að fjárhagsáætlun 2019 (2019-2022)
Lögð fram tillaga um álagningu fasteignagjalda á árinu 2019 ásamt yfirliti um breytingar á öðrum gjaldskrám.

Lögð fram tillaga um breytingar á einstaka liðum við A og B - hluta frumvarps.að fjárhagsáætlun ásamt breytingu á tillögu að framkvæmdayfirliti.

Bæjarráð samþykkir að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árin 2019-2022 ásamt tillögum að breytingum og tillögu um álagningu gjalda til síðari umræðu í bæjarstjórn fimmtudaginn 6. desember nk.
2. 1710169 - Bréf RÓ ehf. ásamt skýrslu um mat á áhrifum fjárfestingar í fjölnota íþróttahúsi, dags. 29.11.18.
Lögð fram skýrsla Jón Arnar Baldurssonar, löggilts endurskoðanda um mat á áhrifum fjárfestingar í fjölnota íþróttahúsi á fjárhags sveitarfélagsins, sbr. 66. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Niðurstaða matsins er að Garðabær geti ráðist í fjárfestingu í fjölnota íþróttahúsi að fjárhæð 4.850 mkr. án þess að hún hafi veruleg neikvæð áhrif á fjárhagsstöðu og rekstur bæjarins.

Ingvar Arnarson, lagði fram eftirfarandi bókun.

„Garðabæjarlistinn telur mikilvægt að Garðabær fari vel yfir alla þætti sem tengjast framkvæmdum og fjárfestingu við fjölnota knatthúsi. Í skýrslu RÓ er talað um lóðarsölu og að sú sala eigi að standa undir stórum hluta fjárfestingarinnar. Hvergi er hægt að sjá hvaða lóðir um ræðir eða hvenær þessar lóðir eigi að fara í sölu.
Til að hægt sé að taka mark á skýrslu sem þessari þurfa allar breytur að vera til staðar. Við í Garðabæjarlistanum teljum því að það ríki veruleg óvissa um hvaða áhrif þessi framkvæmd muni hafa á fjárhag Garðabæjar og óskum eftir því að fá að sjá áætlun um fyrirhugaða lóðarsölu.“
Bréf Garðabær 29-11-18.pdf
Skýrsla Garðabær 2018.pdf
3. 1811274 - Bæjargarður - Umsókn um byggingarleyfi - Ljósamöstur
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita tækni- og umhverfissviði leyfi til uppsetningar á ljósamöstrum við gervigrasvöll í Bæjargarði.
4. 1807103 - Holtsbúð 45 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Benedikt Arasyni, kt. 040479-5899 leyfi til að endurbæta og breyta núverandi einbýlishúsi við Holtsbúð 45.
5. 1709351 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi deiliskipulag fyrir miðsvæði Álftaness.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um rammaskipulag fyrir miðsvæði Álftanes þar sem verða fimm deiliskipulagsáfangar, sbr. tölulið 6 - 9 í fundargerð.
6. 1811131 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að nýju deiliskipulagi Breiðumýrar á Álftanesi.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að auglýsa til kynningar samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga tillögu að deiliskipulagi Breiðumýrar á Álftanesi. Í tillögunni er gert ráð fyrir 270 íbúðum í 9 fjölbýlishúsakjörnum.
7. 1811132 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að nýju deiliskipulagi Króks á Álftanesi.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að auglýsa til kynningar samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga tillögu að deiliskipulagi Króks á Álftanesi. Í tillögunni er gert ráð fyrir 54 íbúðum í raðhúsum.
8. 1811133 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að nýju deiliskipulagi Helguvíkur á Álftanesi.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að auglýsa til kynningar samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga tillögu að deiliskipulagi Helguvíkur á Álftanesi. Í tillögunni er gert ráð fyrir 23 einbýlishúsum.
9. 1811134 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að nýju skipulagi Skógtjarnar á Álftanesi.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að auglýsa til kynningar samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga tillögu að deiliskipulagi Skógtjarnar á Álftanesi. Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi byggð við Búðarflöt, Lambhaga, Höfðabraut, Miðskóga, Brekkuskóga, Ásbrekku, Bæjarbrekku, Kirkjubrekku og Tjarnarbrekku verði hluti skipulagssvæðisins ásamt nýjum sérbýlishúsum sunnan við Bæjarbrekku.
10. 1811135 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að nýju deiliskipulagi Kumlamýrar á Álftanesi.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að auglýsa til kynningar samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga tillögu að deiliskipulagi Kumlamýrar á Álftanesi. Í tillögunni er gert ráð fyrir 40 íbúðum í parhúsum.
11. 1811308 - Bréf þorrablótsnefndar Lionsklúbbs Álftaness varðandi þorrablót í íþróttamiðstöðinni á Álftanesi, dags. 27.11.18.
Í bréfinu er farið fram á leyfi til að halda þorrablót Kvenfélags og Lionsklúbbs Álftaness í íþróttamiðstöðinni á Álftanesi laugardaginn 9. febrúar nk. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarstjóra.
Þorrablót Kvenfélags og Lionsklúbbs Álftaness, 9. feb. 2019..pdf
12. 1811315 - Bréf Alþingis varðandi frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðisbætur (réttur námsmanna og fatlaðs fólks), 140. mál., dags. 27.11.18.
Lagt fram.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðisbætur, 140. mál. .pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:30. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).