Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd Garðabæjar
15. fundur
06.12.2018 kl. 12:00 kom skipulagsnefnd Garðabæjar saman til fundar í turnherbergi 3. hæð á bæjarskrifstofunum við Garðatorg.
Fundinn sátu: Sigurður Guðmundsson formaður, Lúðvík Örn Steinarsson aðalmaður, Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir aðalmaður, Stella Stefánsdóttir aðalmaður, Baldur Ólafur Svavarsson aðalmaður, Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi, Anna María Guðmundsdóttir þjónustufulltrúi, Guðbjörg Brá Gísladóttir verkefnastjóri.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1811125 - Urriðaholt, Austurhluti 2
Lögð fram skipulags-og matslýsing á deiliskipulagi nýs uppbyggingarsvæðis í Urriðaholti, Austurhluta II og endurskoðunar á deiliskipulagi Viðskiptastrætis. Hrafnhildur Brynjólfsdóttir skipulagsráðgjafi hjá Alta ehf gerði grein fyrir lýsingunni.
Markmið deiliskipulagstillgöunnar verður að deiliskipulagt verði íbúðarbyggð með 180-200 íbúðum í minna og stærra fjölbýli. Gert verður ráð fyrir því að skógræktarsvæði það sem er í suðausturhlíð Urriðaholts haldi sér. Í vestari hluta svæðisins verður gert ráð fyrir atvinnustarfsemi norðan við Urriðaholtsstræti. Miðað verður við um 23-25.000 fermetra atvinhhuhúsnæðis.
Deiliskipulagið fellur undir lög um mat á umhverfisáhrifum vegna þess að Urriðaholtsstræti er tengibraut samkvæmt aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir skipulagslýsinguna í samræmi við 1. mgr.40.gr.skipulagslaga nr. 123/2010 og matslýsinguna í samræmi við 8. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
2. 1804130 - Hnoðraholt og Vetrarmýri, dsk br v. fjölnota íþróttahúss
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts og Vetrarmýrar að lokinni kynningu sem gerir ráð fyrir byggingarreit fyrir fljölnota íþróttahúss sem er 97 x 149 metrar að ummáli og 23 m að hæð. Kynningin stóð frá 24.október til 5.desember. Engar athugasemdir hafa borist. Lagðar fram umsagnir sem borist hafa vegna tilögunnar ásamt umsögnum sem bárust vegna tilkynningar til Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum framkvæmdar. Umsagnir kalla ekki á efnislegar breytingar á tillögunni.
Skipulagsnefnd samþykkir með vísan til 3. ml. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að samþykkt tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts og Vetrarmýrar verði send til meðferðar Skipulagsstofnunar enda voru ekki gerðar neinar athugasemdir við tillöguna í athugasemdafresti auglýsingar.
3. 1709351 - Álftanes-Miðsvæði. Deiliskipulag
Lögð fram deiliskipulagsgögn vegna tillagna að deiliskipulagi Miðsvæðis Álftaness sem vísað hefur verið til auglýsingar. Hafa þau verið lagfærð lítilega og skipulagsnefnd gerir ekki athugsemd við þær lagfæringar. Hluti deiliskipulagsgagna eru umhverfisskýrsla deiliskipulagstillagna og skýrsla um veitur, vatnafar og meðhöndlun ofanvatns sem Verkís hefur unnið. Einnig umferðargreining sem unnin er af Viaplan. Öll þessi gögn munu fylgja í auglýsingu deiliskipulagstillagnanna sem eru 5 talsins, Breiðamýri, Krókur, Helguvík,Kumlamýri og Skógtjörn.
4. 1812018 - Umferðar- og samgöngumál
Guðbjörg Brá Gísladóttir aðstoðarbæjarverkfræðingur gerði grein fyrir stöðu umferðar-og samgöngumála í sveitarfélaginu.
Skipulagsnefnd leggur til að umferðaröryggisáætlun verði tekin til endurskoðunar. Áður en áætlunin verðu samþykkt skal kynna hana almenningi og kalla eftir ábendingum um hugmyndum. Guðbjörg Brá greindi frá því að í tengslum við Samgönguviku 2019 verður haldin hjólreiðaráðstefna hér í Garðabæ.
5. 1606034 - Hafnarfjarðarv/Vífilsstaðav. Endurbætur gatnamóta.
Guðbjörg Brá Gísladóttir aðsktoðarbæjarverkfræðingur kynnti tillögur að bráðabirgðaútfærslum á Hafnarfjarðarvegi og gatnamótum við Vífilsstaðaveg og Lyngás/Lækjarfit þar sem m.a. er gert ráð fyrir undirgöng fyrir gangandi vegfarendur við Hraunsholtslæk. Tillögurnar hafa það að markmiði að bæta umferðarflæði og umferðaröryggi þangað til að Hafnarfjarðarvegur verður lagður í stokk eins og aðalskipulag, rammaskipulag og Samgönguáætlun 2019-2033 gera ráð fyrir. Skipulagsnefnd telur að skynsamlegast sé að ráðast í þessar bráðabirgðarútfærslur og að lagðar verði fram tillögur að breytingu aðliggjandi deiliskipulagsáætlana sem gera ráð fyrir þessum lausnum. Skipulagsnefnd mælir með því að fljótlega verði ráðist í að vinna deiliskipulag fyrir Hafnarfjarðarveg sem sé í samræmi við skipulagsáætlanir á hærri stigum.
6. 1302243 - Aðalskipulag Garðabæjar, útgáfa
Lögð fram lokadrög að útgáfu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030. Tækni-og umhverfissvið ásamt upplýsingastjóra Garðabæjar og aðalskipulagsráðgjafa hafa unnið að útgáfunni frá því í vor. Nokkrar lítilsháttar lagfæringar og uppfærslur hafa verið gerðar á texta greinargerðarinnar. Um hönnun og umbrot hefur Atli Hilmarsson séð og verður bókin prentuð hjá Litrófi á næstu dögum. Skipulagsnefnd lýsir yfir ánægju með verkið.
7. 1812077 - Endurskoðun gildandi aðalskipulags
Samkvæmt 35.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal sveitarstjórn að loknum sveitarstjórnarkosningum meta hvort ástæða sé til þess að endurskoða gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins.
Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030 tók gildi sl. vor. Hvorki Landskipulagsstefna né Svæðisskipulag gefa tilefni til heildarendurskoðunar aðalskipulagsins og telur skipulagsnefnd því ekki ástæðu til að ráðast í þá vinnu á því kjörtímabili sem nú er hafið og lýkur árið 2022.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).