Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Garðabæjar
17. (839). fundur
06.12.2018 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli.
Fundinn sátu: Gunnar Valur Gíslason forseti bæjarstjórnar. Áslaug Hulda Jónsdóttir aðalmaður. Sigurður Guðmundsson aðalmaður. Jóna Sæmundsdóttir aðalmaður. Almar Guðmundsson aðalmaður. Björg Fenger aðalmaður. Gunnar Einarsson aðalmaður. Guðfinnur Sigurvinsson varamaður. Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður. Ingvar Arnarson aðalmaður. Harpa Þorsteinsdóttir aðalmaður.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Fundurinn er hljóðritaður.

Gunnar Valur Gíslason, forseti bæjarstjórnar, setti fund og stjórnaði.

Fundargerð bæjarstjórnar frá 15. nóvember 2018 er lögð fram.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1811027F - Fundargerð bæjarráðs frá 20/11 ´18.
Afgreiðsla mála.
 
1707051 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2018 Viðaukar nr. 9 og 10.
 
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi viðauka nr. 9 og nr. 10 við fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2018, samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Viðauki nr. 9.
Sorphreinsun kr. 15.000.0000 08-210-4943
Gasgerðarstöð kr. 24.700.0000 08-210-9911

Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á varasjóði um 32.500.000 og lækkun á handbæru fé um 7.200.000.

Varasjóður kr. 32.500.000 31-916-7179
Lækkun á handbæru fé kr. -7.200.000

Viðauki nr. 10.
Í samræmi við reglur um bókhald sveitarfélaga skal skipta kostnaði vegna barnaverndar í fleiri deildir.
Heildarkostnaður við barnavernd skv. fjárhagsáætlun 2018 var kr. 30.654.855. Heildarkostnaður eftir breytingu verður áfram sá sami en skiptist sem hér segir:
Barnavernd kr. 9.000.000 02-310
Fóstrun barna utan heimilis kr. 4.200.000 02-330
Úrræði á heimili vegna barna kr. 15.654.855 02-340
Annað vegna barnaverndar kr. 1.600.000 02-350
Persónuleg ráðgjöf og tilsjón kr. 200.000 02-370

Fundargerðin sem er 15 tl. er samþykkt samhljóða.
 
2. 1811035F - Fundargerð bæjarráðs frá 27/11 ´18.
Björg Fenger, ræddi 8. tl., afgreiðsla íþrótta- og tómstundaráðs varðandi umsókn UMFÁ um styrk fyrir starfsemi blakdeildar.

Sigurður Guðmundsson, ræddi 10. tl. bréf Skipulagsstofnunar varðandi beiðni um umsögn vegna tilkynningar um matsskyldu framkvæmda við fjölnota íþróttahús.
Afgreiðsla mála.
 
1811125 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi deiliskipulag 2. áfanga austurhluta Urriðaholts.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að heimila Urriðaholti, sem landeiganda, að láta vinna á sinn kostnað, sbr. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 deiliskipulag fyrir 2. áfanga austurhluta Urriðaholts.
 
 
1810120 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um breytingu á deiliskipulagi Akrahverfis vegna lóðarinnar að Ljósakri 6.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að hafna umsókn um breytingar á deiliskipulagi Akrahverfis vegna lóðarinnar við Ljósakur 6 enda liggur fyrir að breytingin hefur grendaráhrif og fyrir liggur neikvæð afstaða íbúa við Hjálmakur.

Fundargerðin sem er 10 tl. er samþykkt samhljóða.
 
3. 1811051F - Fundargerð bæjarráðs frá 4/12 ´18.
Ingvar Arnarson, ræddi 2. tl., skýrslu um mat á áhrifum fjárfestingar í fjölnota íþróttahúsi og 13. tl., ráðningu í starf forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs.

Almar Guðmundsson, ræddi 2. tl., skýrslu um mat á áhrifum fjárfestingar í fjölnota íþróttahúsi.

Ingvar Arnarson, ræddi að nýju 2. tl., skýrslu um mat á áhrifum fjárfestingar í fjölnota íþróttahúsi.

Gunnar Einarsson, ræddi 2. tl., skýrslu um mat á áhrifum fjárfestingar í fjölnota íþróttahúsi.

Afgreiðsla mála.
 
1709351 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi deiliskipulag fyrir miðsvæði Álftaness.
 
Afgreiðsla mála.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um rammaskipulag fyrir miðsvæði Álftaness þar sem verða fimm deiliskipulagsáfangar, sbr. tölulið 6 - 9 í fundargerð.
 
 
1811131 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að nýju deiliskipulagi Breiðumýrar á Álftanesi.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga tillögu að deiliskipulagi Breiðumýrar á Álftanesi. Í tillögunni er gert ráð fyrir 270 íbúðum í 9 fjölbýlishúsakjörnum.
 
 
1811132 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að nýju deiliskipulagi Króks á Álftanesi.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga tillögu að deiliskipulagi Króks á Álftanesi. Í tillögunni er gert ráð fyrir 54 íbúðum í raðhúsum.
 
 
1811133 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að nýju deiliskipulagi Helguvíkur á Álftanesi.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga tillögu að deiliskipulagi Helguvíkur á Álftanesi. Í tillögunni er gert ráð fyrir 23 einbýlishúsum.
 
 
1811134 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að nýju skipulagi Skógtjarnar á Álftanesi.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga tillögu að deiliskipulagi Skógtjarnar á Álftanesi. Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi byggð við Búðarflöt, Lambhaga, Höfðabraut, Miðskóga, Brekkuskóga, Ásbrekku, Bæjarbrekku, Kirkjubrekku og Tjarnarbrekku verði hluti skipulagssvæðisins ásamt nýjum sérbýlishúsum sunnan við Bæjarbrekku.
 
 
1811135 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að nýju deiliskipulagi Kumlamýrar á Álftanesi.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga tillögu að deiliskipulagi Kumlamýrar á Álftanesi. Í tillögunni er gert ráð fyrir 40 íbúðum í parhúsum.

Fundargerðin sem er 13 tl. er samþykkt samhljóða.
 
4. 1811036F - Fundargerð fjölskylduráðs frá 28/11 ´18.
Almar Guðmundsson, ræddi 8. tl., könnun á stöðu leiguíbúða hjá sveitarfélögum og 9. tl., drög að húsnæðisáætlun.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 9. tl., drög að húsnæðisáætlun.

Almar Guðmundsson, ræddi að nýju 9. tl., drög að húsnæðisáætlun.

Gunnar Einarsson, ræddi 9. tl., drög að húsnæðisáætlun.

Sara Dögg Svanhildardóttir ræddi að nýju 9. tl., drög að húsnæðisáætlun.

Gunnar Einarsson, ræddi að nýju 9. tl., drög að húsnæðisáætlun.

Sara Dögg Svanhildardóttir ræddi að nýju 9. tl., drög að húsnæðisáætlun.

Gunnar Einarsson, ræddi að nýju 9. tl., drög að húsnæðisáætlun.

Jóna Sæmundsdóttir, ræddi 9. tl., drög að húsnæðisáætlun.

Almar Guðmundsson, ræddi að nýju 9. tl., drög að húsnæðisáætlun.

Guðfinnur Sigurvinsson, ræddi 9. tl., drög að húsnæðisáætlun.

Sara Dögg Svanhildardóttir ræddi að nýju 9. tl., drög að húsnæðisáætlun.

Fundargerðin lögð fram.

5. 1811029F - Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 20/11 ´18.
Björg Fenger, ræddi 1. tl. samninga við félög, 4. tl., íþróttahátíð Garðabæjar, 10. tl., Tuff námskeið fyrir börn og 11. tl., kynjafræðsla fyrir starfsmenn grunnskóla.

Harpa Þorsteinsdóttir, ræddi um fyrirlestra sem haldnir hafa verið fyrir þjálfara íþróttafélaga og 9. tl., höfuðáverkar í íþróttum.

Björg Fenger ræddi sömu mál.

Fundargerðin lögð fram.
6. 1811042F - Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 30/11 ´18.
Gunnar Valur Gíslason, ræddi 1. tl., aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands, 2. tl., aðventudagskrá í desember og 5. tl., tillögu um stofnun Sköpunarmiðstöðvar (Menningarhús)

Fundargerðin lögð fram.

7. 1811017F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 21/11 ´18.
Gunnar Einarsson, ræddi 13. tl., aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030 og gerði grein fyrir tillögum um bættar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, ræddi samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu.

Fundargerðin lögð fram.
8. 1811025F - Fundargerð skólanefndar tónlistarskóla frá 20/11 ´18.
Fundargerðin lögð fram.
9. 1810032F - Fundargerð skólanefndar grunnskóla frá 15/11 ´18.
Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 5. tl., kynningu á Álftanesskóla og 1. tl., starfsáætlanir grunnskóla 2018-2019.

Fundargerðin lögð fram.
10. 1811009F - Fundargerð umhverfisnefndar frá 16/11 ´18.
Jóna Sæmundsdóttir, ræddi 3. tl., umsóknir í framkvæmdasjóð ferðamannastaða, 4. tl., málefni Reykjanesfólkvangs, 5. tl., græna stíginn 7. tl., tillögu um að draga úr plastmengun í stofnunum bæjarins.

Ingvar Arnarson, ræddi 5. tl., græna stíginn 7. tl., tillögu um að draga úr plastmengun í stofnunum bæjarins og 8. tl., fyrirspurn frá SV varðandi fráveitumál á Álftanesi.

Jóna Sæmundsdóttir, ræddi 8. tl., fyrirspurn frá SV varðandi fráveitumál á Álftanesi.

Fundargerðin lögð fram.
11. 1801390 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar frá 5/11 og 27/11 ´18.
Fundargerðirnar lagðar fram.
12. 1811108 - Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 28/11 ´18.
Ingvar Arnarson, ræddi 2. tl., eldfjallaþjóðgarð.

Jóna Sæmundsdóttir, 2. tl., eldfjallaþjóðgarð og 3. tl., bátsferðir á Kleifarvatni.

Fundargerðin lögð fram.

13. 1801146 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 16/11 ´18.
Fundargerðin lögð fram.
14. 1801175 - Fundargerðir stjórnar SSH frá 5/11 og 26/11 ´18.
Fundargerðirnar lagðar fram.
15. 1802055 - Fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 9/11 ´18.
Fundargerðin lögð fram.
16. 1806461 - Tillaga um breytingu á gjaldskrám 2019.
Lagðar fram til afgreiðslu tillögur að setningu eftirfarandi gjaldskráa.

Gjaldskrá leikskóla gjaldskrá tómstundaheimila, gjaldskrá sorphirðu, gjaldskrá taðþróargjalda, gjaldskrá bókasafns, gjaldskrá sundlauga, gjaldskrá vatnsveitu og gjaldskrá fráveitu.

Gunnar Einarsson, gerði grein fyrir einstaka gjaldskrám sem hækka almennt um 4%. Gunnar lagði til eftirfarandi breytingartillögu á gjaldskrá leikskóla.

„Lagt er til að gjaldskrá leikskóla hækki um 3% en ekki um 4% eins og gert er ráð fyrir í tillögu er fylgdi fundarboði.“

Ingvar Arnarson, lagði fram eftirfarandi tillögu.

„Garðabæjarlistinn leggur til að gjaldskrá leikskóla haldist óbreytt frá fyrra ári.“.

Harpa Þorsteinsdóttir, ræddi gjaldskrá leikskóla.

Sigurður Guðmundsson, ræddi gjaldskrá leikskóla.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi gjaldskrá leikskóla.

Jóna Sæmundsdóttir, ræddi gjaldskrá leikskóla.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, ræddi gjaldskrá leikskóla.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi gjaldskrá leikskóla.

Björg Fenger, ræddi gjaldskrá leikskóla.

Ingvar Arnarson, ræddi gjaldskrá leikskóla.

Harpa Þorsteinsdóttir, ræddi gjaldskrá leikskóla.

Gunnar Einarsson, ræddi gjaldskrá leikskóla.

Harpa Þorsteinsdóttir, ræddi gjaldskrá leikskóla.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, ræddi gjaldskrá leikskóla.

Ingvar Arnarson, ræddi gjaldskrár og fagnaði því sérstaklega að ekki væri gerð tillaga um að hækka gjaldsskrá skólamáltíða.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi gjaldskrá leikskóla.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, ræddi gjaldskrá leikskóla.

Almar Guðmundsson, ræddi gjaldskrá leikskóla.

Tillaga Garðabæjarlistann um óbreytta gjaldskrá leikskóla er felld með átta atkvæðum (GVG,ÁHJ,SG,JS,AG,BF,GE,GS) gegn þremur (SDS,IA,HÞ).
Tilaga um að gjaldskrá leikskóla hækki um 3% í stað 4% er samþykkt með átta atkvæðum (GVG,ÁHJ,SG,JS,AG,BF,GE,GS) gegn þremur (SDS,IA,HÞ).

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá bókasafns.

Bæjarstjórn samþykkir breytingu á gjaldskrá tómstundaheimila með átta atkvæðum (GVG,ÁHJ,SG,JS,AG,BF,GE,GS) gegn þremur (SDS,IA,HÞ).

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá sundlauga.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá fráveitu.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá sorphirðu.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða á gjaldskrá vatnsveitu.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá taðþróargjalda.


17. 1806461 - Tillaga um álagningu fasteignagjalda árið 2019.
Lögð fram eftirfarandi tillaga um álagningu fasteignagjalda.

„Fasteignaskattur skal vera 0,19% af fasteignamati íbúða og íbúðarhúsa ásamt lóðarréttindum, erfðafestulanda og jarðeigna, sbr. a-lið 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.

Fasteignaskattur skal vera 1,63% af öðrum fasteignum, sem metnar eru í fasteignamati, sbr. c-lið 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.

Leigugjald á íbúðarhúsalóðum Garðabæjar skal vera 0,4% af fasteignamati lóðar og er þá ekki nýtt að fullu heimild bæjarins sem er 1,0%, samkvæmt niðurstöðu í matsgerð dómkvaddra manna.

Leigugjald á atvinnuhúsalóðum Garðabæjar skal vera 1,0% af fasteignamati lóðar, samkvæmt niðurstöðu í matsgerð dómkvaddra manna.

Vatnsgjald skal vera 0,095% af fasteignamati húsa ásamt lóðarréttindum, sbr. heimild í reglugerð um vatnsveitur.
Aukavatnsskattur skal á árinu 2019 vera 27,10 kr/tonn m.v. BVT í des 2018.
Á Álftanesi skal vatnsgjald vera samkvæmt gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur sem innheimtir vatnsgjald samkvæmt samningi.

Holræsa- og rotþróargjöld skulu vera 0,10% af fasteignamati húsa ásamt lóðarréttindum, sbr. samþykkt um fráveitu í Garðabæ nr. 282/2005.
Á Álftanesi skal rotþróargjald vera kr. kr. 29.600.

Sorphreinsigjald skal vera kr. 28.000 á hverja íbúð [sjá gjaldskrá].

Taðþróargjöld í hesthúsahverfi Andvara skulu vera kr. 303.100 á hvert hús. [sjá gjaldskrá].

Fasteignaskattur og holræsagjald sem tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að greiða skal lækka að teknu tilliti til viðmiðunartekna. Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að ákvarða viðmiðunartekjur samkæmt reglum um lækkun fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega.

Gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2019 verða 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl 15. maí, 15. júní, 15. júlí 15. ágúst. 15. september og 15. október

Ingvar Arnarsson, kvaddi sér hljóðs og lýsti yfir stuðningi við tillögu um lækkun fasteignagjalda.

Sigurður Guðmundsson, ræddi framlagða tillögu.

Tillaga um álagningu fasteignagjalda á árinu 2019 samþykkt samhljóða.
18. 1806461 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2019 (2019-2022)
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri fjallaði um frumvarp að fjárhagsáætlun og gerði grein fyrir eftirfarandi tillögum um breytingar við frumvarp að fjárhagsáætlun.

Breytingar í A - hluta
Jöfnunarsjóður - útgjaldajöfnunarframlag 85.000.000
Jöfnunarsjóður - grunnskólaframlag 19.000.000
Jöfnunarsjóður - vegna sjárþarfa fatlaðra -16.000.000
Jöfnunarsjóður - málefni fatlaðra -9.000.000
Staðgreiðsla -100.000.000
Lækkun fasteignaskatts íbúarhúsnæði 0,19% 38.000.000
Lækkun fasteignaskatts atvinnuhúsnæði 1,63% 10.000.000
Urriðaholtsskóli -30.000.000
Gasgerðarstöð framlag GB 2019 14.120.000
Skólavísir -15.000.000
Ýmislegt bæjarstjóri/fjármálastjóri -16.650.000
Hagræðingarkrafa sviðsstjórar -50.000.000
Sorpgjald (hækkun í 28.000) -20.000.000
Aukning sálfræðings 20% 2.600.000
Talmeinafræðingur 30% 3.300.000
Hækkun til dagforeldra 1.000.000
Tómstundaheimili 7.000.000
Hátíðarhöld 17. júní 1.500.000
Samningur við Gagarín 2.500.000
Skráningakerfi leikskóla , One system 2.000.000
Jafnlaunavottun tímabundið starf í 6 mán. 7.500.000
Afreksmannastyrkur 2.500.000
Styrkir til æskulýðs- og unglingastarfs 500.000
Deiliskipulag 10.000.000

Samtals rekstarafgangur A - hluta skv. frumvarpi -141.935.000
Samtals breytingar -50.130.000
Samtals rekstarafgangur A - hluta eftir breytingar -192.065.000

Breytingar á B - hluta
Vatnsgjald 0,095% 19.000.000
Holræsagjald 0,10% 43.000.000

Samtals A og B hluti -572.248.000

Gunnar lagði fram eftirfarandi bókun.

Fjárhagsáætlun Garðabæjar til næsta fjögurra ára sýnir sterka fjárhagsstöðu bæjarins og ber vott um ábyrga fjármálastjórn. Framundan er mikil uppbygging sem kallar á fjárfestingu innviða en á sama tíma er þess gætt að tryggja íbúum áfram góða þjónustu, lækka álögur gjalda og greiða niður skuldir. Á milli umræðna hefur átt sér stað samráð/samtal allra bæjarfulltrúa um áherslur og í framkomnum tillögum að breytingum má sjá hækkun fjárveitinga til skóla og æskulýðsmála. Ákveðin óvissa ríkir um þróun efnahagsmála á árinu 2019 vegna minnkandi hagvaxtar og ótryggs ástands á vinnumarkaði en semja þarf um kaup og kjör við öll stéttarfélög bæjarstarfsmanna. Til að mæta auknum launakostnaði í framhaldi af nýjum samningi er gert ráð fyrir fjárveitingu að fjárhæð 300 mkr í sérstökum varasjóði.
Við vinnslu fjárhagsáætlunar var leitað eftir ábendingum íbúa og er ástæða til að þakka bæjarbúum fyrir jákvæðar undirtektir en alls bárust um 100 ábendingar. Sérstök fjárveiting að fjárhæð 50 milljónir króna á ári er í svokallað lýðræðisverkefni sem verður ráðstafað samkvæmt ábendingum og óskum íbúa til samfélagslegra verkefna.
Með samþykkt fjárhagsáætlunar hafa náðst öll megin markmið í forsendum áætlunarinnar sem tryggir að Garðabær verður áfram fyrirmyndar sveitarfélag hvað varðar fjármál og rekstur.


Sara Dögg Svanhildardóttir, kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun Garðabæjarlistans.

"Nú liggur fyrir fjárhagsáætlun Garðabæjar. Garðabæjarlistinn lýsir yfir ákveðnum vonbrigðum með niðurstöðuna. Áætlunin í heild sinni er ekki alslæm svo það sé tekið fram. Skortur er á sýn og festu til framtíðar þegar kemur að því að fjárfesta í innviðum, í samfélagi sem tryggir til framtíðar velferð er það sem blasir einhvern veginn við.
En slíkt er gríðarlega mikilvægt til að halda velli sem stöndugt sveitarfélag þegar bæjarsjóður stendur eins vel og raun ber vitni. Að fjárfesta í innviðum til framtíðar skiptir máli og er mikilvægt til að tryggja stöðugleika samfélagsins og trausta þjónustu. Afgangur er af hinu góða en honum skal verja í innviði þegar tækifæri gefst.
Þar er einfaldlega þannig og við vitum það öll að það er alltaf hægt að gera betur hvort heldur sem er í velferð eða skólamálum. Helstu innviðum hvers samfélags, þar sem verðmætin liggja í fólkinu sjálfu ungu sem öldnu. En ekki síst æskunni. Þar sem við söknum tilraunar til þess að mæta barnafjölskyldum með t.d. systkinaafslætti. Og í því sambandi veltum við því fyrir okkur hvers vegna ekki er verið að leggja meira til skólamála og þá sérstaklega til að styðja við styrkari stöðu verk- og listgreina eða nýsköpunar. Og leggja þannig áherslu á framúrskarandi skóla til framtíðar. Það sem er framúrskarandi í dag tekur nefnilega breytingum og ef ekki er gefið í þá hefur það áhrif á frekari framþróun. Það leiðir einfaldlega af sér stöðnun. Hér erum við ekki draga þróunarsjóð grunnskóla niður þar er neisti sem þarf að halda lifandi til að halda í þann jákvæða hvata sem hann hefur á kennarann sjálfan.
Hitt er að það á að vera í stefnu bæjaryfirvalda að halda innviðum skólanna í þróun ekki stöðnun. Með því að fjárfesta. Fjárfesta í tækni, nýsköpun en til þess þarf jú tæki og tól sem skólar hafa takmarkað fjármagn til að leggja í án pólitískra ákvarðana. En eins og svo oft hefur komið fram þá er pólitík jú ekkert annað en forgangsröðun.
Athyglisvert er að um leið og farið er fram með hærri álögur sem fylgja hækkun þvert á allar gjaldskrár sem hefur áhrif á útgjöld íbúa og þá ekki síst barnafjölskyldna hefur meirihlutinn í stefnu sinni að tryggja jöfn tækifæri allra til þátttöku í tómstund og íþróttastarfi. En gjaldskárhækkun nær jú yfir til að mynda leikskólagjöld jafnt sem frístund sem og innritun í tónlistarskólann svo dæmi séu tekin.
Hækkun almennrar gjaldskrár upp á 4% endurspeglar algjört viljaleysi til þess að búa barnafjölskyldum fjárhagslegan stöðugleika og umhverfi þar sem stutt er við fjölbreytileika í íbúasamsetningu til framtíðar.
Félagslegur stöðuleiki þar sem tryggð er uppbygging félagslegs húsnæðis til framtíðar er hvergi að finna.
Garðabæjarlistinn getur engan veginn skrifað undir slíkt stefnuleysi.
Garðabær á að vera samfélag fyrir alla. Aðgerðarleysið og almennt innlegg í alla umræðu um velferð fyrir alla gefur það til kynna því miður.
Við hjá Garðabæjarlistanum föllumst ekki á þá sýn sem er að finna í fjárhagsáætluninni.
Einnig gagnrýnum við áfram ferlið sjálft við fjárhagsáætlunargerðina en frá upphafi kjörtímabilsins hafa bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans lagt fram tillögur til stuðnings við aukið samtal og samráð í þeirri vinnu að gera betur fyrir alla íbúa Garðabæjar. Alls staðar þar sem verið er að taka stórar ákvarðanir sem hafa áhrif á marga en ekki síður fjölbreyttan hóp fólks þykir farsælla að tryggja aðkomu fleiri sjónarmiða að ákvörðunarborðinu til þess einmitt að mæta sem flestum en ekki bara sumum í þjónustu.
Þess vegna munum við í Garðabæjarlistanum greiða atkvæði gegn framlagðri fjárhagsáætlun.“

Gunnar Einarsson, tók til máls að nýju.

Jóna Sæmundsdóttir, tóku til máls.

Guðfinnur Sigurvinsson, tók til máls.

Ingvar Arnarson, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.

„Þegar farið er í vinnu við fjárhagsáætlun er mikilvægt að hafa alla bæjarfulltrúa við borðið. Nú hefur samráð milli minni og meirihluta verið aukið, sem er jákvætt, en betur má ef duga skal. Við höfum lagt fram margar tillögur í haust og hafa þær fengið ágætis umræður á bæjarstjórnarfundum og í samfélaginu. En til að tillögur okkar komist til framkvæmda þarf fjármagn, en því miður stranda margar þeirra þar. Það finnst mér miður. Í vinnu við fjárhagsáætlun er mikilvægt að skoða hvað má betur fara, hvað hefur helst verið gagnrýnt. Má þar nefna há þjónustugjöld, skortur á félagslegu húsnæði, stuðningur við barnafjölskyldur o.fl. Í þessum málum getum við gert betur og eigum að gera betur. En því miður finnst mér vanta vilja hjá meirihlutanum til þess.
Það er frekar sérstakt að sjá að gjaldskrá leikskóla hækka um 3% og aðrar gjaldskrár bæjarins um 4% þegar að önnur sveitarfélög sem ætla að hækka sínar gjaldskrár hækka um 2,9%. Eigum við Garðbæingar von á að okkar gjöld hækki meira en í öðrum sveitarfélögum á næstu árum? Verður gjaldskrá ekki hækkuð 2022, rétt fyrir næstu kosningar? Hvað skýrir þessa miklu hækkun fyrir árið 2019? Er verið að bæta upp fyrir að hafa haldið aftur af gjaldskrárhækkunum rétt fyrir kosningar 2018?
Hvers vegna er Garðabær með 20 á biðlista eftir félagslegu húsnæði, þar af fimm í brýnni þörf. Við höfum alla burði til að auka við félagslegt húsnæði. Að mínu mati vantar bara vilja! Við þurfum að gera átak í þessum málum til að mæta okkar samfélagslegu skyldum sem sveitarfélag. Þó svo að ég telji hér upp atriði sem ég hefði viljað sjá betur fara eru þó ágætis hlutir í fjárhagsáætlun. Við erum stórhuga í framkvæmdum o.fl. En þar sem ekki hefur verið samþykkt að setja fjármagn í tillögur okkar í Garðabæjarlistanum og gjaldskrá hækkuð svona mikið mun ég greiða atkvæði á móti fjárhagsáætlun að þessu sinni.“

Almar Guðmundsson, tók til máls.

Sigurður Guðmundsson, tók til máls.

Sara Dögg Svanhildardóttir, tók til máls.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, tók til máls.

Gunnar Valur Gíslason, tók til máls. Gunnar Valur þakkaði bæjarfulltrúum fyrir gott samstarf og málefnalegar umræður um fjárhagsáætlun. Þá færði Gunnar Valur starfsmönnum bæjarins þakkir fyrir þeirra hlut við undirbúning að gerð fjárhagsáætlunar.

Sara Dögg Svanhildardóttir, tók til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu um breytingar á frumvarpi að fjárhagsáætlun.

Bæjarstjórn samþykkir framkvæmdayfirlit fjárhagsáætlunar með átta atkvæðum (GVG,ÁHJ,SG,JS,AG,BF,GE,GS) gegn þremur (SDS,IA,HÞ).

Bæjarstjórn samþykkir frumvarp að fjárhagsáætlun með framkomnum breytingartillögum sem fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2019-2022 með átta atkvæðum (GVG,ÁHJ,SG,JS,AG,BF,GE,GS) gegn þremur (SDS,IA,HÞ)

Niðurstöður rekstrarreiknings fyrir A og B hluta samkvæmt fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2019- 2022 eru:

2019 2020 2021 2022
Tekjur: 15.971.817 16.251.817 16.536.817 16.896.817
Gjöld: 14.582.701 14.886,266 15.163.292 15.461.311
Niðurstaða án fjármagnsliða: 1.389.116 1.365.551 1.373.525 1.435.506

Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (816.868) (709.593) (654.069) (641.405)

Rekstrarniðurstaða 572.248 655.959 719.456 794.101

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20.00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).