Fundargerðir

Til baka Prenta
Fjölskylduráð Garðabæjar
13. fundur
12.12.2018 kl. 16:00 kom fjölskylduráð Garðabæjar saman til fundar í ráðhúsi Garðabæjar við Garðatorg.
Fundinn sátu: Almar Guðmundsson formaður, Eymundur Sveinn Einarsson varamaður, Sigþrúður Ármann aðalmaður, Bryndís Björk Ásgeirsdóttir aðalmaður, Guðfinna Eyrún Ingjaldsdóttir aðalmaður, Bergljót K Sigurbjörnsdóttir félagsmálastjóri, Hildigunnur Árnadóttir félagsráðgjafi.

Fundargerð ritaði: Bergljót Sigurbjörnsdóttir félagsmálastjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1707104 - Húsnæðisáætlun - Garðabær
Tekið er fyrir mál nr. 1707104 drög að húsnæðisáætlun Garðabæjar 2018-2025. Ráðið fjallaði að nýju um drög að húsnæðisáætlun Garðabæjar.
Í henni kemur fram að mikil húsnæðisuppbygging er framundan í Garðabæ á næstu 8 árum sem mun uppfylla þær þarfir sem verða fyrir húsnæði á næstu árum. Miðað er við að íbúum fjölgi um 3.100 á þessu tímabili.
Fjölbreytt flóra af búsetukostum mun byggjast upp í bænum á næstu árum og ljóst að uppbygging á minni íbúðum mun mæta áætlaðri þörf. Fyrir utan íbúðarhúsnæði til eignar, mun byggjast meira húsnæði innan bæjarins sem tilheyrir almennum leiguúrræðum. Þá er framundan uppbygging á félagslegum húsnæði, m.a. með uppbyggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk.

Samþykkt var að afgreiða drögin í núverandi mynd frá ráðinu til meðferðar í bæjarráði og bæjarstjórn. Fjölskylduráð mun fjalla um áætlunina aftur í janúar nk. verði breytingar gerðar á henni í meðförum bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).