Fundargerðir

Til baka Prenta
Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar
7. fundur
12.02.2019 kl. 17:30 kom Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar saman til fundar í íþróttamiðstöðinni Ásgarði.
Fundinn sátu: Björg Fenger aðalmaður, Þorri Geir Rúnarsson aðalmaður, Stefanía Magnúsdóttir aðalmaður, Guðrún Jónsdóttir aðalmaður, Hannes Ingi Geirsson varamaður, Kári Jónsson íþróttafulltrúi, Gunnar Richardson tómstundafulltrúi.

Fundargerð ritaði: Kári Jónsson íþróttafulltrúi.
Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Garðabæjar sat fundinn.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1901243 - Niðurstöður úr mati Dale Carnegie
Unnur Magnúsdóttir gerði grein fyrir niðurstöðum úr mati á þjálfun Dale Carnegie haustið 2018. Fram kom mikil ánægja þátttakenda í námskeiðunum sem haldin eru á haust önn, einu sinni í viku í 8 vikur, 3 til 4 klukkustundir í senn. Námskeiðin eru fyrir öll börn í Garðabæ á aldrinum 13-18 ára og fara fram í Garðaskóla. 30 einstaklingar komast á hvert námskeið og er kynjaskipting jöfn.
2. 1705295 - Erindi frá ungmennaráði
Ágúst Ingi Bragason formaður Ungmennaráðs Garðabæjar ræddi forvarnarmál og lagði áherslu á almenna fræðslu og að byrja hana nógu snemma, eða við 13 ára aldurinn. Lýsti hann ungmennaráð tilbúið til að vinna með bæjaryfirvöldum að hverskonar forvörnum.
3. 1902060 - Styrkumsókn v/leiðtogahæfni stúlkna She Runs
ÍTG samþykkir að veita kr. 100.000,- í þetta verkefni sem ætlað er að þjálfa leiðtogahæfni stúlkna og stuðla að auknu jafnrétti í íþróttum. ÍTG óskar eftir að þátttakendur muni í framhaldinu kynna verkefnið í sveitarfélaginu.
4. 1901469 - Skíðagöngubrautir GKG
ÍTG samþykkir að styrkja GKG um kr. 150.000,- til að leggja og viðhalda skíðagöngusporum á golfvallarsvæði GKG í janúar til apríl, eða svo lengi sem snjór er til staðar.
Gönguskíði, beiðni um styrk.pdf
5. 1811158 - Íþróttahátíð Garðabæjar 6.jan 2019
ÍTG samþykkti að styrkja íþróttakarl og íþróttakonu Garðabæjar um kr 100.000,- hvort.
Einnig samþykkti ÍTG fræðslustyrki til þjálfara ársins 2018 um kr. 50.000,- á hvort þeirra.
6. 1902029 - Freydís Halla Einarsdóttir - Umsókn um styrk úr afrekssjóði íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar
ÍTG samþykkir afreksstyrk til Skíðadeildar Ármanns vegna afreksáætlunar Freydísar Höllu Einarsdóttur skíðakonu að upphæð kr. 200.000,-
7. 1902005 - Irma Gunnarsdóttir - Umsókn um styrk úr afrekssjóði íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar
ÍTG samþykkir afreksstyrk til Frjálsíþróttadeildar Breiðabliks vegna afreksáætlunar Irmu Gunnarsdóttur fjölþrautarkonu að upphæð kr. 125.000,-
8. 1902004 - Hrönn Harðardóttir -Umsókn um styrk úr afrekssjóði íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar
ÍTG samþykkir afreksstyrk til Skíðadeildar Víkings vegna afreksáætlunar Hilmars Snæs Örvarssonar skíðamanns að upphæð kr. 200.000,-
9. 1901471 - Alex Freyr Gunnarsson Umsókn um styrk úr afrekssjóði íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar
ÍTG samþykkir afreksstyrk til Dansíþróttafélags Hafnarfjarðar vegna afreksáætlunar Alex Freys Gunnarssonar dansara að upphæð kr. 125.000,-
10. 1901460 - Úlfar Jónsson Umsókn um styrk úr afrekssjóði íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar
ÍTG samþykkir afreksstyrk til GKG vegna afreksáætlunar Ragnars Más Garðarssonar golfara að upphæð kr. 125.000,-
Umsókn um styrk úr afrekssjóði Íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar.pdf
Umsókn ÍTG Sigurður og Ragnar.pdf
Gaedahandbok_GKG_2.utgafa_2018.pdf
11. 1901459 - Úlfar Jónsson Umsókn um styrk úr afrekssjóði íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar
ÍTG samþykkir afreksstyrk til GKG vegna afreksáætlunar Sigurðar Arnar Garðarssonar golfara að upphæð kr. 125.000,-
12. 1901458 - Pétur Fannar Gunnarsson Umsókn um styrk úr afrekssjóði íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar
ÍTG samþykkir afreksstyrk til Dansfélags Reykjavíkur vegna afreksáætlunar Péturs Fannars Gunnarssonar dansara að upphæð kr. 160.000,-
13. 1901457 - Björgvin Júníusson Umsókn um styrk úr afrekssjóði íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar
Vísað er til afgreiðslu dagskrárliðar númer 15 í þessari fundargerð.
14. 1901366 - Fræðsluerindi/forvarnir Hofsstaðaskóli vorönn 19
ÍTG styður forvarnarverkefni sem þegar eru í gangi en frestar afgreiðslu til næsta fundar meðan unnið er að yfirliti yfir málaflokkinn. Gunnari Richardssyni var falið að taka saman yfirlit yfir erindi og verkefni varðandi forvarnarmál fyrir næsta fund ÍTG.
15. 1901349 - Ósk um aukið fjarframlag til uppbyggingar aðstöðu og íþróttastarfs.
Svar bæjarráðs við erindi UMFÁ um uppbyggingu aðstöðu og íþróttastarfs á Álftanesi kynnt.
ÍTG samþykkir að veita UMFÁ styrk að upphæð kr. 3.000.000 til reksturs meistaraflokkanna í blaki á yfirstandandi keppnistímabili. ÍTG óskar eftir að fulltrúar félagsins komi í lok yfirstandandi keppnistímabils og geri grein fyrir starfsemi blakdeildarinnar, rekstri meistaraflokkanna ásamt tilraunum og framtíðaráætlunum deildarinnar á barna- og unglingastarfi. Í framhaldinu verði rekstrarsamningurinn við UMFÁ skoðaður.
16. 1901326 - Íbúakönnun - þjónustukönnun 2018
Málið rætt í ljósi niðurstöðu málaflokka er varða ÍTG, en einnig útfrá þjónustu við íbúa almennt.
17. 1901448 - Pétur Fannar Gunnarsson - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar
ÍTG samþykkir ferðastyrk til Péturs Fannars Gunnarssonar dansara að upphæð kr. 20.000,- vegna U21 DSÍ á United Kindon Open Championship í Englandi 19. janúar 2019.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).