Fundargerðir

Til baka Prenta
Skólanefnd grunnskóla Garðabæjar
7. fundur
15.02.2019 kl. 08:15 kom skólanefnd grunnskóla Garðabæjar saman til fundar í Hofsstaðaskóla.
Fundinn sátu: Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir aðalmaður, Sturla D Þorsteinsson aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Þorgerður Anna Arnardóttir fulltrúi skólastjóra, Katrín Friðriksdóttir deildarstjóri skóladeildar, Hilmar Þór Sigurjónsson fulltrúi kennara.

Fundargerð ritaði: Katrín Friðriksdóttir deildarstjóri skóladeildar Garðabæjar.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1901326 - Íbúakönnun - þjónustukönnun 2018
Íbúakönnun lögð fram til kynningar. Garðabær er í fyrsta sæti hvað varðar ánægju foreldra með leik- og grunnskóla. Slík niðurstaða ber vott um framúrskarandi störf í skólum Garðabæjar.
2. 1902119 - Lagabreytingar um menntun og ráðningu kennara og stjórnenda
Lagt fram til kynningar og umræðu.
3. 1811339 - Þróunarsjóður grunnskóla 2019
Farið yfir verkferla í tengslum við úthlutun úr sjóðnum.
4. 1812020 - Heimsókn menntavísindasviðs
Sagt frá fyrirhugaðri heimsókn nema af Menntavísindasviði HÍ þann 28. febrúar næstkomandi.
5. 1902120 - Kynning og samtal við stjórnendur Hofsstaðaskóla
Skólanefnd þakkar Hofsstaðaskóla fyrir kynninguna og lýsir yfir ánægju með að kynnast skólanum og skólastarfinu með þessum hætti.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).