Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
7. (1868). fundur
19.02.2019 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarráðs í Ráðhúsi Garðabæjar við Garðatorg.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Jóna Sæmundsdóttir varamaður, Björg Fenger varamaður, Sara Dögg Svanhildardóttir varamaður, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Eiríkur Björn Björgvinsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Hildigunnur Árnadóttir félagsráðgjafi, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1902102 - Móttaka flóttamanna - kynning.
Á fund bæjarráð mættu Linda Rós Alfreðsdóttir, frá félagsmálaráðuneytinu, Eva Rós Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Mosfellsbæ vegna móttöku flóttamanna og Nína Helgadóttir umsjónarmaður flóttamanna hjá Rauða krossinum. Gerðu þær grein fyrir samstarfsverkefni milli ríkisins, sveitarfélaga og Rauða krossins um móttöku flóttamanna. Farið var nánar yfir hlutverk og verkefni sveitarfélaga, hlutverk Rauða krossins og reynslu Mosfellsbæjar af móttöku flóttamanna.

Valborg Ösp Á Warén, varabæjarfulltrúi sat fund bæjarráðs.
2. 1812010 - Víkurgata 13 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Hótel Keili ehf., kt. 711288-1229, leyfi til að byggja einbýlishús að Víkurgötu 13.
3. 1808104 - Urriðaholtsstræti 36 -Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita HHV ehf., kt. 450916-1880, leyfi til að byggja fjölbýlishús með 10 íbúum að Urriðaholtsstræti 36.
4. 1709351 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögur að deiliskipulagi fyrir miðsvæði Álftaness - athugasemdir.
Lagðar fram athugasemdir sem bárust í athugasemdarfresti vegna auglýsingar á tillögum að nýju deiliskipulagi fyrir miðsvæði Álftaness. Alls er um að ræða 24 athugasemdir sem á milli 400 - 500 manns hafa undirritað.
5. 1606034 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að endurbótum á Hafnarfjarðarvegi.
Lögð fram.
6. 1902117 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi Hafnarfjarðarvegar.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga tillögu að deiliskipulagi hluta Hafnarfjarðarvegar.

7. 1902118 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi rammahluta aðalskipulags fyrir Hafnarfjarðarveg og Lyngás.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að hafinn verði undirbúningar að gerð rammahluta aðalskipulags fyrir svæðið Hafnarfjarðarvegur - Lyngás.
8. 1305618 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vífilsstaðavegar og Bæjarbrautar.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga tillögu að deiliskipulagi Vífilsstaðavegar og Bæjarbrautar
9. 1711133 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Ásgarðs vegna hringtorgs.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um breytingu á deiliskipulagi Ásgarðs. Tillagan skal auglýst samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.
10. 1711135 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar, (svæði III).
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um breytingu á deiliskipulagi miðbæjar (svæði III). Tillagan skal auglýst samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.
11. 1711132 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hörgatúns 2 vegna hringtorgs.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um breytingu á deiliskipulagi Hörgatúns 2. Tillagan skal auglýst samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.
12. 1711137 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Ása og Grunda.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um breytingu á deiliskipulagi Ása og Grunda. Tillagan skal auglýst samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.

13. 1711136 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hraunsholts eystra.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um breytingu á deiliskipulagi Hraunsholts eystar. Tillagan skal auglýst samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.
14. 1805161 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Arnarness vegna lóðarinnar við Haukanes 10.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar að hafna fráviki frá skipulagi vegna svala er ná út fyrir byggingarreit en samþykkja frávik frá skilmálum vegna útitrappa. Um óverulegt frávik er að ræða sem ekki varðar neina grenndarhagsmuni og þarf því ekki að koma til breytinga á deiliskipulagi sbr. heimild í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
15. 1902041 - Afgreiðsla leikskólanefndar um breytingu á reglum Þróunarsjóðs leikskóla.
Bæjarráð samþykkir tillögu leikskólanefndar um nýjan málslið við 6. gr. reglna um Þróunarsjóð leikskóla sem verður 4 ml. og hljóðar svo:

„Verkefni sem fá styrk úr Þróunarsjóði leikskóla geta verið tilnefnd til viðurkenningar eða verðlauna á Menntadegi Garðabæjar.“
16. 1902122 - Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga varðandi auglýsingu eftir framboðum í stjórn á aðalfundi 2019, dags. 11.02.19.
Lagt fram.
ottar_190211-103808-c.pdf
17. 1902141 - Bréf Náttúruhamfaratryggingar Íslands varðandi mannvirki sem skylt er að vátryggja hjá NTÍ, ódags.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að upplýsa Náttúruhamfaratryggingu Íslands um verðmæti mannvirkja sem skylt er að vátryggja hjá félaginu.
Til eigenda mannvirkja 2019.pdf
18. 1812265 - Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna kæru á breytingu á deiliskipulagi Bæjargarðs og byggingarleyfis vegna ljósamastra.
Lagður fram úrskurður ÚUA þar sem hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á samþykkt bæjarstjórnar á breytingu á deiliskipulagi Bæjargarðs og ógildingu á byggingarleyfi vegna uppsetningu ljósamastra við gervigrasvöll í Bæjargarði.
Scan_uuaolof_201902140163_001.pdf
19. 1812263 - Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna kæru á útgáfu byggingarleyfis vegna girðingar á gervigrasvelli í Bæjargarði.
Lagður fram úrskurður ÚUA þar sem fallist er á kröfu kæranda um að fella úr gildi byggingarleyfi vegna girðingar við gervigrasvöll í Bæjargarði.
Scan_uuaolof_201902050081_001.pdf
20. 1810375 - Bréf Umhverfisstofnunar varðandi tilnefningu í samráðshóp vegna fyrirhugaðrar friðlýsingar, dags. 12.02.19.
Bæjarráð samþykkir að tilnefna Guðbjörgu Brá Gísladóttur, verkfræðing, Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsstjóra og Lindu Björk Jóhannsdóttur, verkefnastjóra sem fulltrúa Garðabæjar í samráðshóp með Umhverfisstofnum vegna undirbúnings á friðlýsingu þriggja svæða í Garðabæ, þ.e. Búrfellshrauns, Búrfellsgjár, Urriðakotshrauns og stækkun fólkvangsins að Hliði.
Tilnefning í samráðshóp.pdf
21. 1707104 - Húsnæðisáætlun - Garðabær
Bæjarráð vísar tillögu að húsnæðisáætlun Garðabæjar 2018 - 2025 til afgreiðslu bæjarstjórnar.
17335-grg190219 (i).pdf
22. 1902023 - Starfsáætlanir sviða 2019.
Lagðar fram.
Starfsáætlun 2019 fjölskyldusvið.pdf
Starfsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs 2019.pdf
starfsáætlun fræðslu og menningarsvið 2019.pdf
Starfsáætlun tækni- og umhverfissviðs 2019.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).