Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Garðabæjar
3. (843). fundur
21.02.2019 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir aðalmaður. Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður. Sigurður Guðmundsson aðalmaður. Gunnar Valur Gíslason forseti bæjarstjórnar. Jóna Sæmundsdóttir aðalmaður. Almar Guðmundsson aðalmaður. Björg Fenger aðalmaður. Guðfinnur Sigurvinsson varamaður. Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður. Valborg Ösp Á. Warén varamaður. Harpa Þorsteinsdóttir aðalmaður.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Fundurinn er hljóðritaður.

Gunnar Valur Gíslason, forseti bæjarstjórnar, setti fund og stjórnaði.

Fundargerð bæjarstjórnar frá 7. febrúar er lögð fram.

Björg Fenger, kvaddi sér hljóðs og færði körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hamingjuóskir með glæsilega sigra í bikarkeppni KKÍ en meistaraflokkur félagsins varð bikarmeistari. Þá sigraði Stjarnan einnig í þremur yngri flokkum.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1902015F - Fundargerð bæjarráðs frá 12/2 ´19.
Enginn kvaddi sér hljóðs.

Afgreiðsla mála.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu að nýjum samstarfsamningi við Hjálparsveit skáta í Garðabæ.

Bæjarráð samþykkir með átta atkvæðum (GVG,ÁHJ,SHJ,SG,AG,JS,BF,GS) gegn þremur (SDS,HÞ,VÖÁW) að ganga til samninga við HLH ehf. um úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjárhag bæjarins. Í samningnum kemur fram að gert er ráð fyrir að drög að skýrslu liggi fyrir í byrjun júní 2019.

Sara Dögg Svanhildardóttir, kvaddi sér hljóðs og gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, kvaddi sér hljóðs og gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Fundargerðin sem er 16. tl. er samþykkt samhljóða.
2. 1902023F - Fundargerð bæjarráðs frá 19/2 ´19.
Áslaug Hulda Jónsdóttir, ræddi 1. tl., móttöku flóttamanna.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 1. tl., móttöku flóttamanna.

Sigurður Guðmundsson, ræddi 4. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögur að deiliskipulagi fyrir miðsvæði Álftaness, 5. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi Hafnarfjarðarvegar, 7. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi rammahluta aðalskipulags fyrir Lyngás og Hafnarfjarðarveg.

Almar Guðmundsson, ræddi 4. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögur að deiliskipulagi fyrir miðsvæði Álftaness og 1. tl., móttöku flóttamanna.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi að nýju 1. tl., móttöku flóttamanna, 4. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögur að deiliskipulagi fyrir miðsvæði Álftaness og 7. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi rammahluta aðalskipulags fyrir Lyngás og Hafnarfjarðarveg.

Fundargerðin sem er 22. tl. er samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla mála.

 
1902117 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi Hafnarfjarðarvegar.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga tillögu að deiliskipulagi hluta Hafnarfjarðarvegar.
 
 
1902118 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi rammahluta aðalskipulags fyrir Hafnarfjarðarveg og Lyngás.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að hafinn verði undirbúningar að gerð rammahluta aðalskipulags fyrir svæðið Hafnarfjarðarvegur ? Lyngás.
 
 
1305618 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vífilsstaðavegar og Bæjarbrautar.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga tillögu að deiliskipulagi Vífilsstaðavegar og Bæjarbrautar.
 
 
1711133 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Ásgarðs vegna hringtorgs.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um breytingu á deiliskipulagi Ásgarðs. Tillagan skal auglýst samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.
 
 
1711135 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar, (svæði III).
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um breytingu á deiliskipulagi miðbæjar (svæði III). Tillagan skal auglýst samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.
 
 
1711132 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hörgatúns 2 vegna hringtorgs.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um breytingu á deiliskipulagi Hörgatúns 2. Tillagan skal auglýst samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.
 
 
1711137 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Ása og Grunda.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um breytingu á deiliskipulagi Ása og Grunda. Tillagan skal auglýst samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.
 
 
1711136 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hraunsholts eystra.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um breytingu á deiliskipulagi Hraunsholts eystra. Tillagan skal auglýst samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.
 
 
1805161 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Arnarness vegna lóðarinnar við Haukanes 10.
 
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar að hafna fráviki frá skipulagsskilmálum vegna svala er ná út fyrir byggingarreit en samþykkja frávik frá skipulagsskilmálum vegna útitrappa. Um óverulegt frávik er að ræða sem ekki varðar neina grenndarhagsmuni og þarf því ekki að koma til breytinga á deiliskipulagi sbr. heimild í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
3. 1902012F - Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 12/2 ´19.
Björg Fenger, ræddi 1. tl., niðurstöður úr mati Dale Carnegie, 2. tl., erindi ungmennaráðs, 3. tl., styrkumsókn vegna leiðtogahæfni stúlkna "She Runs", 4. tl., skíðagöngubrautir GKG, 6-13 tl., styrki úr afrekssjóði, 14. tl., erindi Hofsstaðaskóla um styrk til forvarnaverkefna og 15. tl. fjárframlag til uppbyggingar aðstöðu og íþróttastarfs á Álftanesi.

Harpa Þorsteinsdóttir 3. tl., erindi frá ungmennaráði og 14. tl., erindi Hofsstaðaskóla um styrk til forvarnaverkefna.

Jóna Sæmundsdóttir, ræddi 1. tl., niðurstöður úr mati Dale Carnegie og 2. tl., erindi frá ungmennaráði.

Björg Fenger, ræddi að nýju 14. tl., erindi Hofsstaðaskóla um styrk til forvarnaverkefna og hlutverk ÍTG á sviði forvarnamála.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi 14. tl. erindi Hofsstaðaskóla um styrk til forvarnaverkefna.

Harpa Þorsteinsdóttir, ræddi að nýju 14. tl., erindi Hofsstaðaskóla um styrk til forvarnaverkefna og hlutverk ÍTG á sviði forvarnamála.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, ræddi 14. tl. erindi Hofsstaðaskóla um styrk til forvarnaverkefna og hlutverk ÍTG á sviði forvarnamála.

Björg Fenger, ræddi 14. tl., erindi Hofsstaðaskóla um styrk til forvarnaverkefna og hlutverk ÍTG á sviði forvarnamála.

Almar Guðmundsson, ræddi 14. tl., erindi Hofsstaðaskóla styrk til forvarnaverkefna og hlutverk ÍTG á sviði forvarnamála.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 14. tl., erindi Hofsstaðaskóla styrk til forvarnaverkefna og hlutverk ÍTG á sviði forvarnamála.

Fundargerðin lögð fram.

4. 1902007F - Fundargerð leikskólanefndar frá 14/2 ´19.
Valborg Ösp Á Warén, ræddi 4. tl., kynningu á starfsemi Kirkjubóls og almennt um starfsemi leikskólanna í bænum.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, ræddi 4. tl., kynningu á starfsemi Kirkjubóls og almennt um starfsemi leikskólanna í bænum.

Fundargerðin lögð fram.
5. 1902022F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 13/2 ´19.
Fundargerðin lögð fram.
6. 1902020F - Fundargerð skólanefndar grunnskóla frá 15/2 ´19.
Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi 1. tl., íbúakönnun og vakti athygli ánægju íbúa með störf skólanna í Garðabæ. Sigríður Hulda færði starfsmönnum skólanna þakkir fyrir þeirra góða starf í þágu barnafjölskyldna í bænum. Þá ræddi Sigríður Hulda 4. tl., heimsókn menntavísindasviðs og 5. tl., kynningu og samtal við stjórnendur Hofsstaðaskóla.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 3. tl., þróunarsjóð grunnskóla og 4. tl., heimsókn menntavísindasviðs.

Sigríður Hulda Jónsdóttir ræddi 3. tl., þróunarsjóð grunnskóla.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, ræddi 1. tl. íbúakönnun.

Fundargerðin lögð fram.
7. 1902021F - Fundargerð skólanefndar tónlistarskóla frá 15/2 ´19.
Fundargerðin lögð fram.
8. 1810014F - Fundargerð stjórnar Hönnunarsafns Íslands frá 9/10 ´18.
Sigurður Guðmundsson, ræddi málefni Hönnunarsafns Íslands og vakti athygli á listsýningu á vegum Listasafns ASÍ í íbúð að Löngulínu 2.

Fundargerðin lögð fram.
9. 1902014F - Fundargerð umhverfisnefndar frá 13/2 ´19.
Jóna Sæmundsdóttir, ræddi 3. tl., hreinsunarátak, 4. tl., friðlýsingar og samstarf við Umhverfisstofnun, 5. tl., samgönguviku 2019 og 7. tl., tillögu um að draga úr plastmengun í rekstri Garðabæjar og stofnana á vegum bæjarins.

Valborg Ösp Á Warén, ræddi 1. tl., tillögu um að Garðabær taki í notkun umhverfisvænni bifreiðar.

Guðfinnur Sigurvinsson, ræddi 7. tl., tillögu um að draga úr plastmengun í rekstri Garðabæjar og stofnana á vegum bæjarins og 4. tl., friðlýsingar og samstarf við Umhverfisstofnun.

Björg Fenger ræddi 1. tl., tillögu um að Garðabær taki í notkun umhverfisvænni bifreiðar.

Jóna Sæmundsdóttir, ræddi 1. tl., tillögu um að Garðabær taki í notkun umhverfisvænni bifreiðar og svaraði fyrirspurn.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, ræddi 1. tl., tillögu um að Garðabær taki í notkun umhverfisvænni bifreiðar.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 1. tl., tillögu um að Garðabær taki í notkun umhverfisvænni bifreiðar.

Fundargerðin lögð fram.
10. 1901407 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 1/2 ´19.
Björg Fenger, ræddi 2. tl., öryggisstefnu, 4. tl., útboð á vetnisvögnum, 5. tl., rafrænt greiðslukerfi og 7. tl., gæludýr í strætó.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 6. tl., akstursþjónustu fatlaðs fólks.

Björg Fenger, ræddi 6. tl., akstursþjónustu fatlaðs fólks og svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram.
11. 1901198 - Fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 11/2 ´19.
Jóna Sæmundsdóttir, ræddi 3. tl., niðurstöður neyslukönnunar.

Fundargerðin lögð fram.
12. 1901375 - Fundargerð stjórnar SSH frá 11/2 ´19.
Fundargerðin lögð fram.
13. 1902158 - Fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsv. frá 5/2 ´19.

Björg Fenger, ræddi 3. tl., minnisblað um stöðuna í fjöllunum og 1. tl., rekstrarniðurstöðu 2018.

Fundargerðin lögð fram.
14. 1707104 - Húsnæðisáætlun Garðabæjar 2018-2025
Almar Guðmundsson, kvaddi sér hljóðs og fylgdi úr hlaði tillögu að húsnæðisáætlun Garðabæjar fyrir árin 2018 ? 2025. Almar gerði grein fyrir helstu niðurstöðum áætlunarinnar. Almar þakkaði starfsmönnum bæjarins sem komið hafa að málinu fyrir þeirra hlut og eins ráðgjöfum sem unnið var með að gerð áætlunarinnar.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi tillögu að húsnæðisáætlun og lagði fram eftirfarandi bókun.

"Garðabæjarlistinn leggur fram bókun sem hljóðar svo: Í húsnæðisstefnu Garðabæjar sem liggur til samþykktar er að mati Garðabæjarlistans of lágt hlutfall nýrra íbúða ætlað til leigu hvort heldur sem er á almennan og félagslegan leigumarkað. Ekki síst í ljósi tillagna samráðshóps að aðgerðum til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði sem fram eru komnar. Þar er m.a. lögð fram tillaga sambærileg fyrri tillögu Garðabæjarlistans um að lögfesta skyldu sveitarfélaga til að taka þátt í uppbyggingu á almennum leiguíbúðum og að ráðstafa í skipulagi 5% af byggingarmagni á nýjum reitum/hverfum til uppbyggingar á félagslegu leiguíbúðarhúsnæði."

Áslaug Hulda Jónsdóttir, ræddi tillögu að húsnæðisáætlun.

Almar Guðmundsson, tók til máls að nýju.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða húsnæðisáætlun Garðabæjar 2018-2025.
15. 1902218 - Tillaga bæjarfulltrúa, JS og BF um innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Jóna Sæmundsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi tillögu sem hún flytur ásamt Björg Fenger.

"Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkir að hefja innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í starfsemi og stefnumótun bæjarins. Hefja skal vinnu við aðgerðaráætlun um innleiðinguna hjá Garðabæ þar sem skoðað er með hvaða hætti nú þegar er verið að vinna samkvæmt heimsmarkmiðunum og hvernig heimsmarkmiðin geta haft áhrif á og tengst inn í stefnumótun fyrir alla málaflokka bæjarins. Með innleiðingu heimsmarkmiðanna í starfi Garðabæjar er lagður grunnur að bættum árangri í starfsemi bæjarins og auknum lífsgæðum íbúa."

Greinargerð:
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru einróma samþykkt af aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna árið 2015. Með aðild sinni hafa íslensk stjórnvöld skuldbundið sig til þess að vinna að markmiðunum fram til ársins 2030, bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Verkefnastjórn um innleiðingu heimsmarkmiðanna vann stöðuskýrslu um stöðu Íslands gagnvart markmiðunum og tillögu að forgangsröðun sem voru kynntar í fyrra þar sem lögð eru til 65 áherslumarkmið Íslands. Forgangsmarkmiðin sem voru samþykkt voru tekin til umfjöllunar í helstu nefndum Garðabæjar á árinu 2018.
Í stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árin 2018-2022 er kveðið á um í grein 3.1.5 að Sambandið gætir hagsmuna sveitarfélaga við innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Það miðlar upplýsingum og er til ráðgjafar fyrir sveitarfélögin, m.a. vegna þátttöku sinnar í verkefnisstjórn um innleiðingu markmiðanna.
Samband íslenskra sveitarfélaga stóð í samstarfi við verkefnastjórn heimsmarkmiðanna að kynningarfundi 15. febrúar 2019, fyrir kjörna fulltrúa og starfsmenn sveitarfélaga, þar sem kynnt voru ýmis verkefni sveitarfélaga með tengingu við heimsmarkmiðin.
Til gamans má geta þess að nemendur í Flataskóla í Garðabæ voru fyrstir íslenskra nemenda til að fræðast um ný heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna þegar kennslustund um efnið þróuð af UNICEF var sýnd þar í september 2015. Flataskóli er einn af fyrstu réttindaskólum UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi framkomna tillögu og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Garðabæjarlistinn styður tillögu bæjarfulltrúanna Jónu Sæmundsdóttur og Bjargar Fenger um innleiðingu heimsmarkmiðanna heilshugar og dregur tillögu sína um sama mál til baka. Við teljum Garðabæ eiga að nýta tækifærið og hefja sína vegferð og taka þannig um leið stöðu með þeim sveitarfélögum sem þegar hafa hafist handa."

Björg Fenger, ræddi framkomna tillögu.

Framkomin tillaga samþykkt samhljóða.
16. 1902214 - Tillaga Garðabæjarlistans um Heimsmarkmiðin.
17. 1902213 - Tillaga Garðabæjarlistans um barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Sara Dögg Svanhildardóttir, kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi tillögu.

"Garðabæjarlistinn leggur fram tillögu þess efnis að bæjarstjórn ákveði að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið við innleiðingu Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna og hafist verði handa við að innleiða barnvænni stjórnsýslu. Þar sem markmiðið er að taka mið af þörfum barna í allri þjónustu er varða börn og þjónustunni tryggð fjármagn. Þannig gerist Garðabær barnvænt sveitarfélag sem skuldbindur sig til framkvæmdar á aðgerðaáætlun sem unnin er í innleiðingarferlinu með það að markmiði að gera Barnasáttmálann að rauðum þræði í öllu sínu starfi. Þá verði Barnasáttmálinn notaður sem gæðastjórnunarverkfæri í stefnumótun og þjónustu með tilliti til barna."

Greinargerð
Samkvæmt upplýsingum frá Garðabæ hóf Garðabær innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 2012, þar sem sett var af stað stýrihópur til að hrinda í framkvæmd innleiðingu sáttmálans. Svo virðist sem stýrihópur hafi ekki skilað af sér skýrslu um verkefnið. Og því frekar óljóst hvernig unnið var að innleiðingu sáttmálans. Fram kemur í svari frá Garðabæ að hafist hafi verði handa við að innleiða sáttmálann inn í skólasamfélagið þar sem sáttmálinn var tekinn til umfjöllunar og úrvinnslu meðal allra nemenda en innleiðingarferli hafi ekki verið viðhaldið og er því ekki lokið.
Sáttmálanum er ætlað að tryggja réttindi barna og gera þeim sjálfum grein fyrir þeim sem og skyldum sínum sem samfélagsþegnum. Frekari aðgerðir til að halda sáttmálanum lifandi eiga erindi við sveitarfélag eins og Garðabæ sem hefur lagt áherslu á góða umgjörð fyrir börn og ungmenni hvort heldur sem litið er til menntunar eða tómstunda- og íþróttaiðkunar. Innleiðing sáttmálans leiðir til þess að sveitarfélagið leggur fram skýra sýn á hvernig allir þættir, öll þjónusta er varða börn er tekin og rýnd í þágu velferðar barna. Í því felst einfaldlega mikill ávinningur. Sáttmálar eru ekki eitthvert eitt afmarkað verkefni heldur miklu heldur verkfæri til þess að viðhalda faglegu og ígrunduðu verklagi í þágu þeirra sem sáttmálinn á við hverju sinni.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, ræddi framkomna tillögu.

Framkomin tillaga samþykkt samhljóða.
18. 1902212 - Tillaga Garðabæjarlistans um aukna upplýsingatækni í grunnskólum bæjarins.
Sara Dögg Svanhildardóttir, kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi tillögu.

"Garðabæjarlistinn leggur fram tillögu þess efnis að unnið verði með markvissum hætti að því að efla enn frekar alla kennslu í upplýsingatækni með sérstaka áherslu á almenna tölvufærni og forritun. Garðabæjarlistinn leggur til að rýnt verði í miðlægar kennsluáætlanir grunnskólanna í upplýsingatækni af sérfræðingum og kennsluráðgjöfum bæjarins á sviði upplýsingatækni með það að markmiði að byggja ofan á og skapa frekari samfellu í þeim þáttum er varðar almenna tölvufærni og forritun frá yngsta stigi til loka grunnskólans."

Greinargerð
Garðabær hefur allt sem þarf til þess að geta skarað fram úr í faglegri kennslu þegar kemur að upplýsingatækni og forritun. Hraðar tæknibreytingar kalla sérstaklega á meiri þekkingu og færni komandi kynslóðar.
Því skiptir máli að skólakerfið byggi upp þessa færniþætti með markvissum hætti. Grunnskólar Garðabæjar búa nú þegar að ákveðnum grunni sem mikilvægt er að varðveita og halda áfram að styðja við til að efla kennara enn frekar til faglegri og meiri kunnáttu á sviði upplýsingatækni. Miðlæg kennsluáætlun þar sem ákveðin upplýsingatækni er römmuð inn á árganga hefur þegar verið gerð og er góður grunnur til þess að gera enn betur og mæta þannig kröfunni sem m.a. framhaldsskólarnir kalla eftir og atvinnulífið sömuleiðis. Að við tryggjum þann grunn í grunnskóla þannig að framhaldsskólarnir geti af öryggi byggt ofan á og þannig skapað rými til enn frekari þekkingar og færni einstaklinga til að takast á við dagleg störf í miðri stafrænu byltingunni.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi framkomna tillögu og lagði til að henni verði vísað til bæjarráðs.

Sara Dögg Svanhildardóttir, tók til máls að nýju.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa framkominni tillögu til bæjarráðs.
19. 1902217 - Fyrirspurn um fréttastefnu.
Sara Dögg Svanhildardóttir, kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi fyrirspurn.

Er til opinber fréttastefna sveitarfélagsins
Hver er fréttastefnan ef hún er til?
Hver leggur til fréttaefni á gardabaer.is?
Hver metur hvaða viðburðir eða verkefni sem eru á vegum bæjarins séu fréttir?

Áslaug Hulda Jónsdóttir, ræddi framkomna fyrirspurn.

Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að svara framkominni fyrirspurn.
20. 1902184 - Kosning aðalmanns í íþrótta- og tómstundaráð, varamanns í skipulagsnefnd og varamanns í leikskólanefnd.
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi breytingar á skipun fastanefnda.

Íþrótta- og tómstundaráð.

Hannes Geirsson verður aðalmaður í stað Guðjóns Péturs Lýðssonar sem flutt hefur tímabundið úr sveitarfélaginu.
Harpa Þorsteinsdóttir verður varamaður í stað Hannesar Geirssonar.

Skipulagsnefnd.

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, verður varamaður í stað Guðjóns Péturs Lýðssonar sem flutt hefur tímabundið úr sveitarfélaginu.

Leikskólanefnd.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, verður varamaður í stað Fanneyjar Hönnu Valgarðsdóttur sem flutt er úr sveitarfélaginu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).