Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
9. (1870). fundur
05.03.2019 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarráðs í Ráðhúsi Garðabæjar við Garðatorg.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Jóna Sæmundsdóttir varamaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eiríkur Björn Björgvinsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1807176 - Urriðaholtsstræti 24 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita U24 ehf., kt. 650117-1070 leyfi til að byggja fjölbýlishús með 18 íbúðum ásamt atvinnurými á jarðhæð að Urriðaholtsstræti 24.
2. 1901123 - Garðatorg 1 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita RA 5 ehf., kt. 590404-2410 leyfi fyrir breytingu á útliti og innra skipulagi að Garðatorgi 1.
3. 1812088 - Erindisbréf fyrir öldungaráð.
Bæjarráð samþykkir erindisbréf fyrir öldungaráð og felur bæjarstjóra að hlutast til um að kalla ráðið saman til fyrsta fundar.
Drög að erindisbréfi vegna Öldungarráðs Garðabæjar
4. 1812089 - Erindisbréf fyrir samráðshóp um málefni fatlaðs fólks.
Bæjarráð samþykkir erindisbréf fyrir samráðshóp um málefni fatlaðs fólks og felur bæjarstjóra að hlutast til um að kalla ráðið saman til fyrsta fundar.
Drög að erindisbréfi vegna samráðshóps um málefni fatlaðs fólks
5. 1810255 - Erindi Garðasóknar varðandi viðhaldsframkvæmdir í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli, dags. 18.10.18.
Bæjarráð samþykkir að framkvæmdir við viðhald á steypu og gluggum verði boðnar út samkvæmt útboðslýsingu sem byggir á ástandsskoðun Verkís, dags. í ágúst 2018.
6. 1902059 - Reglur um rafræna vöktun, reglur um meðferð trúnaðarupplýsinga og reglur um fundarritun og birtingu gagna með fundargerðum.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi reglur til gilda í starfsemi Garðabæjar.

Reglur Garðabæjar um rafræna vöktun öryggismyndavéla.
Reglur Garðabæjar um meðferð trúnaðarupplýsinga, þ.m.t. persónuupplýsinga.
Reglur Garðabæjar um birtingu gagna með fundargerðum á vef Garðabæjar.
Reglur Garðabæjar um rafræna vöktun öryggismyndavéla.docx
Reglur um meðferð trúnaðarupplýsinga.docx
Reglur um fundarritun og birtingu gagna með fundargerðum a´ vef Garðabæjar.docx
7. 1902398 - Bréf Sambands ísl. sveitarfélaga um íbúasamráð, dags. 28.02.19.
Bæjarráð vísar bréfinu til nánari skoðunar bæjarstjóra.
anna_190228-144036-be.pdf
anna_190228-143733-ba.pdf
Umsókn um íbúalýðræðisverkefni sambandsins og Akureyrar.docx
8. 1810028 - Lýðræðisverkefnið.
Upplýsingastjóri kynnti minnisblað um lýsingu á verkefninu Betri Garðabær sem er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri framkvæmda í nærumhverfi íbúa í Garðabæ. Verkefnið er hugsað sem þróunarverkefni sem þróast áfram með reynslu og árangri, eftir fyrstu umferð verður verkefnið og verkefnalýsing þess endurskoðuð. Í verkefnalýsingunni koma fram helstu dagsetningar, markmið og áfangar. Gert er ráð fyrir að kosning standi yfir frá 23. maí til og með 3. júní 2019.

Bæjarráð samþykkir að áfram verði unnið að málinu á grundvelli framlagðs minnisblaðs.
Verkefnalýsing 04.03.2019 - DRÖG.docx
9. 1903012 - Bréf Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi, 184. mál., dags. 27.02.19.
Lagt fram.
10. 1903013 - Bréf Alþingis varðandi frumvarp til laga um hollustuhætti, mengunarvarnir o.fl. (stjórnvaldssektir o.fl.), 542. mál., dags. 27.02.19.
Lagt fram.
11. 1903016 - Bréf Skiðasvæðanna um framkvæmdaáætlun vegna uppbyggingar á mannvirkjum og snjóframleiðslu, dags. 05.02.19.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja framkvæmdaáætlun vegna uppbyggingar á mannvirkjum og snjóframleiðslu í Bláfjöllum árin 2019 - 2024.
SSHframkvæmdaáætlunSHB.pdf
Framkvæmdaáætlun skíðasvæðanna 2019-2025.pdf
12. 1902222 - Uppbygging í Vetrarmýri.
Bæjarráð samþykkir að leggja til bæjarstjórn að samþykkja samning við Fasteignaþróunarfélagið Spildu ehf., um ráðgjöf við þarfa- og kostgæfnigreiningu vegna uppbyggingar byggðar í Vetrarmýri. Samningurinn er til þriggja mánaða.
01.03.2019 - Dro¨g að samkomulagi við þarfagreiningu (i).pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:45. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum.