Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Garðabæjar
4. (844). fundur
07.03.2019 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli.
Fundinn sátu: Gunnar Valur Gíslason forseti bæjarstjórnar. Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður. Sigurður Guðmundsson aðalmaður. Almar Guðmundsson aðalmaður. Björg Fenger aðalmaður. Gunnar Einarsson aðalmaður. Guðfinnur Sigurvinsson varamaður. Stella Stefánsdóttir varamaður. Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður. Ingvar Arnarson aðalmaður. Harpa Þorsteinsdóttir aðalmaður.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Fundurinn er hljóðritaður.

Gunnar Valur Gíslason, forseti bæjarstjórnar, setti fund og stjórnaði.

Fundargerð bæjarstjórnar frá 21. febrúar er lögð fram.

Sara Dögg Svanhildardóttir, kvaddi sér hljóðs og spurði um stöðu mála varðandi erindi félagsmálaráðuneytisins um móttöku flóttamanna.

Gunnar Einarson, tók til máls og óskaði ungu og efnilegu liði bæjarstjórnar í boccia til hamingju með frækinn sigur á árlegu bocciamóti Íþróttafélagsins Fjarðar. Þá ræddi Gunnar erindi um móttöku flóttamanna og svaraði fyrirspurn.

Sara Dögg Svanhildardóttir, tók til máls að nýju.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1902037F - Fundargerð bæjarráðs frá 26/2 ´19.
Enginn kvaddi sér hljóðs.

Fundargerðin sem er 12 tl., er samþykkt samhljóða.
2. 1903002F - Fundargerð bæjarráðs frá 5/3 ´19.
Sigurður Guðmundsson, ræddi 2. tl., byggingarleyfi fyrir verslun að Garðatorgi 1, 11. tl., bréf skíðasvæðanna um framkvæmdaáætlun vegna uppbyggingar í Bláföllum og 12. tl., uppbyggingu í Vetrarmýri og samning við Spildu.

Björg Fenger, ræddi 11. tl., bréf skíðasvæðanna um framkvæmdaáætlun vegna uppbyggingar í Bláfjöllum.

Ingvar Arnarson, ræddi 7. tl., bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga um íbúasamráð.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi 7. tl., bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga um íbúasamráð og 8. tl., lýðræðisverkefnið

Fundargerðin sem er 12 tl., er samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla mála.
 
1903016 - Bréf Skiðasvæðanna um framkvæmdaáætlun vegna uppbyggingar á mannvirkjum og snjóframleiðslu, dags. 05.02.19.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu að framkvæmdaáætlun vegna uppbyggingar á mannvirkjum og snjóframleiðslu í Bláfjöllum árin 2019 - 2024.
 
 
1902222 - Uppbygging í Vetrarmýri.
 
Bæjarstjórn samþykkir samning við Fasteignaþróunarfélagið Spildu ehf., um ráðgjöf við þarfa- og kostgæfnigreiningu vegna uppbyggingar byggðar í Vetrarmýri. Samningurinn er til þriggja mánaða.
 
3. 1902038F - Fundargerð fjölskylduráðs frá 27/2 ´19.
Almar Guðmundsson, ræddi 2. tl., erindisbréf fyrir öldungaráð 3. tl., erindisbréf fyrir samráðshóp um málefni fatlaðs fólks, 7. tl., tillögu um eflingu lýðræðislegra vinnubragða, 4. tl., beiðni um endurskoðun á aðstöðu eldri borgara og 6. tl., íbúakönnun 2018.

Fundargerðin er lögð fram.
4. 1902033F - Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 22/2 ´19.
Gunnar Valur Gíslason, ræddi 1. tl., jazzhátíð Garðabæjar 2019, 2. tl., vetrarhátíð 2019, 3. tl., þriðjudagsklassík, 5. tl., umsókn um styrk vegna heimildarmyndar um líf og byggingarlist Högnu Sigurðardóttur, 7. tl., minjagarð við Hofsstaði og 8. tl., skráningu á listaverkum Garðabæjar.

Stella Stefánsdóttir, ræddi 5. tl., umsókn um styrk vegna heimildarmyndar um líf og byggingarlist Högnu Sigurðardóttur.

Fundargerðin er lögð fram.
5. 1901420 - Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 4/3 ´19.
Fundargerðin er lögð fram.
6. 1811108 - Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 6/2 ´19.
Ingvar Arnarson, ræddi 5. tl., skilti við Seltún og 1. tl., Reykjanes Geopark. Ingvar spurði um stöðu mála varðandi landvörslu í fólkvanginum.

Guðfinnur Sigurvinsson, ræddi 1. tl., Reykjanes Geopark og greindi frá umræðu um landvörslu í fólkvanginum.

Fundargerðin er lögð fram.
7. 1801175 - Fundargerð 42. aðalfundar SSH frá 16/11 ´18.
Gunnar Einarsson, ræddi 3. tl., samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu.

Fundargerðin lögð fram.
8. 1901316 - Fundargerð stjórnar SHS frá 22/2 ´19.
Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 4. tl., önnur mál ? búsetu í atvinnuhúsnæði.

Gunnar Einarsson, ræddi sama mál

Fundargerðin er lögð fram.
9. 1903084 - Tillaga um að efla vistvænar samgöngur og lýðheilsu starfsmanna Garðabæjar.
Björg Fenger kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi tillögu er hún flytur ásamt Jónu Sæmundsdóttur.

"Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkir að keypt verði tvö rafhjól sem starfsmenn bæjarskrifstofa geta notað til að fara á milli stofnana bæjarins á vinnutíma."

Greinargerð:
Umræða og áhugi um loftlagsmál hefur stóraukist á Íslandi undanfarin ár í kjölfar Parísarfundarins árið 2015, þar sem komið var á víðtæku hnattrænu samkomulagi um minnkun losunar á koltvísýringi.
Áhersla á vistvænar samgöngur hafa aukið kröfur um fjölbreyttari lausnir í samgöngum og hægt er að hugsa sér að í framtíðinni verði farið að leigja rafhjól til íbúa og annarra vegfarenda til að komast á milli staða, en slík þróun er hafin í nágrannalöndum okkar.
Með því að efla vistvænar samgöngur í bæjarfélaginu með kaupum á rafhjólum er unnið að því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum umferðar hvort sem er vegna hávaða- eða staðbundinnar loftmengunar. Notkun rafhjólanna mun jafnframt efla lýðheilsu starfsmanna og auðvelda þeim að ferðast hratt og örugglega milli stofnana bæjarins.

Ingvar Arnarson, ræddi framkomna tillögu. Ingvar Arnarsson lagði til eftirfarandi viðauka við framkomna tillögu.

"Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkir að móta stefnu og framkvæmdaáætlun um vistvænar samgöngur fyrir stofnanir bæjarins. Í stefnu sem þessari er mikilvægt að huga að orkuskiptum í samgöngum, samgöngustyrkja fyrir starfsmenn, ásamt fleiri leiðum sem stuðla að vistvænum samgöngum innan stofnanna Garðabæjar. Samhliða mótun stefnu verður einnig unnin framkvæmdaáætlun sem tilgreinir tímasetningar og verkefni sem Garðabær ætlar að gera til að stuðla að vistvænum samgöngum innan stofnana."

Greinagerð:
Það er eitt af markmiðum umhverfisstefnu Garðabæjar að Garðabær verði vistvænt bæjarfélag og umhverfið heilnæmt og aðlaðandi. Ein af þeim leiðum sem nefndar eru í umhverfisstefnu Garðabæjar til að ná því markmiði er að stuðla að notkun minna mengandi farartækja og vistvænna orkugjafa. Með því að móta stefnu og framkvæmdaáætlun er hægt að ná þeim markmiðum sem Garðbær hefur sett sér.
Við innleiðingu Heimsmarkmiðanna sem nýverið var samþykkt í bæjarstjórn er mikilvægt að fara í heildarstefnumótun og vinna þannig markvisst að þeim markmiðum að vistvæna Garðabæ og skapa þá sýn sem viljinn stendur til að virðist meðal allra bæjarfulltrúa.

Gunnar Einarsson ræddi framkomna tillögu og viðaukatillögu. Gunnar lagði til að viðaukatillögu verði vísa til bæjarráðs.

Guðfinnur Sigurvinsson, ræddi framkomna tillögu og viðaukatillögu.

Ingvar Arnarsson, tók til máls.

Sigurður Guðmundsson, ræddi framkomna tillögu og viðaukatillögu.

Gunnar Einarsson tók til máls að nýju

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi framkomna tillögu og viðaukatillögu.

Ingvar Arnarson, tók til máls að nýju.

Sigurður Guðmundsson, tók til máls að nýju.

Gunnar Einarsson, tók til máls að nýju.

Guðfinnur Sigurvinsson, tók til máls að nýju.

Sara Dögg Svanhildardóttir, tók til máls að nýju.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, framkomna tillögu og viðaukatillögu.

Gunnar Einarsson, tók til máls að nýju.

Sara Dögg Svanhildardóttir, tók til máls að nýju.

Framkomin tillaga er samþykkt samhljóða.

Tillaga um að vísa tillögu um viðaukatillögu til bæjarráðs er samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum.