Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
10. (1871). fundur
12.03.2019 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarráðs í Ráðhúsi Garðabæjar við Garðatorg.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Sigurður Guðmundsson aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Eiríkur Björn Björgvinsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Hildigunnur Árnadóttir félagsráðgjafi, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1902062 - Víkurgata 17 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Drangahrauni 14 ehf., kt. 531109-0900 leyfi til að byggja einbýlishús að Víkurgötu 17.
2. 1812115 - Víkurgata 19 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Eggert Elfari Jónssyni, kt. 210360-2989 leyfi til að byggja einbýlishús að Víkurgötu 19.
3. 1701249 - Minnisblað um ferðaþjónustu barna í leikskólum Garðabæjar.
Bæjarráð samþykkir að settar verði reglur um ferðaþjónustu vegna barna í leikskólum Garðabæjar á grundvelli framlagðs minnisblaðs.
Minnisblað v. ferðaþjónustu barna í leikskóla
4. 1903118 - Tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 86. mál., dags. 06.03.19.
Lögð fram.
5. 1903084 - Tillaga um að efla vistvænar samgöngur og lýðheilsu starfsmanna Garðabæjar.
Lögð fram tillaga sem vísað var til bæjarráðs á fundi bæjarstjórnar 7. mars sl.

„Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkir að móta stefnu og framkvæmdaáætlun um vistvænar samgöngur fyrir stofnanir bæjarins. Í stefnu sem þessari er mikilvægt að huga að orkuskiptum í samgöngum, samgöngustyrkja fyrir starfsmenn, ásamt fleiri leiðum sem stuðla að vistvænum samgöngum innan stofnanna Garðabæjar. Samhliða mótun stefnu verður einnig unnin framkvæmdaáætlun sem tilgreinir tímasetningar og verkefni sem Garðabær ætlar að gera til að stuðla að vistvænum samgöngum innan stofnana.“

Greinagerð:
Það er eitt af markmiðum umhverfisstefnu Garðabæjar að Garðabær verði vistvænt bæjarfélag og umhverfið heilnæmt og aðlaðandi. Ein af þeim leiðum sem nefndar eru í umhverfisstefnu Garðabæjar til að ná því markmiði er að stuðla að notkun minna mengandi farartækja og vistvænna orkugjafa. Með því að móta stefnu og framkvæmdaáætlun er hægt að ná þeim markmiðum sem Garðbær hefur sett sér.
Við innleiðingu Heimsmarkmiðanna sem nýverið var samþykkt í bæjarstjórn er mikilvægt að fara í heildarstefnumótun og vinna þannig markvisst að þeim markmiðum að vistvæna Garðabæ og skapa þá sýn sem viljinn stendur til að virðist meðal allra bæjarfulltrúa.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til umfjöllunar umhverfisnefndar.
Viðaukatillaga, dags. 07.03.2019.doc
Rafhjól - 05.03.2019.docx
6. 1901238 - Svar við fyrirspurn um kostnað við kaup og framkvæmdir á húsnæði fyrir fjölnota fundarsal.
Lagt fram.
Svör við fyrirspurn um fjölnotasal.docx
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:30. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum.