Fundargerðir

Til baka Prenta
Skólanefnd grunnskóla Garðabæjar
9. fundur
10.04.2019 kl. 08:15 kom skólanefnd grunnskóla Garðabæjar saman til fundar í Sjálandsskóla.
Fundinn sátu: Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Jóhann Steinar Ingimundarson aðalmaður, Sturla D Þorsteinsson aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Sófus Gústavsson varamaður, Íris Kristina Óttarsdóttir fulltrúi foreldra, Katrín Friðriksdóttir deildarstjóri skóladeildar, Eiríkur Björn Björgvinsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Edda Björg Sigurðardóttir fulltrúi skólastjóra, Hilmar Þór Sigurjónsson fulltrúi kennara.

Fundargerð ritaði: Katrín Friðriksdóttir deildarstjóri skóladeildar.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1903001 - Skýrsla um lífskjör og fátækt barna á Íslandi 2004-2016
Lagt fram til kynningar. Skóladeild falið að skoða hvernig Garðabær sem sveitarfélag, stofnanir bæjarins og frjáls félagasamtök í bænum koma til móts við þá hópa barna sem teljast í viðkvæmri stöðu.
2. 1902276 - Stefnumótun í málefnum barna
Lagt fram til kynningar.
3. 1902212 - Tillaga um aukna upplýsingatækni í grunnskólum bæjarins
Rætt um kennslu í upplýsingatækni og aðkomu kennsluráðgjafa að þeirri vinnu. Skóladeild falið að fá kennsluráðgjafa í UT á fund nefndarinnar.
4. 1904097 - Ósk um breytingu á tímasetningum er varða skólabyrjun
Erindið tekið til umfjöllunar, rætt um kosti þess og galla að seinka skólagöngu. Skóladeild falið að skoða málið frekar eiga samtal við skólastjórnendur, nemendur og foreldra nemenda á unglingastigi.
5. 1904096 - Kynning og samtal við stjórnendur
Skólanefnd þakkar áhugaverða kynningu og fagnar því að fá tækifæri til að kynna sér skólastarfið með þessum hætti.
Sesselja Þóra Gunnarsdóttir aðstoðarskólastjóri Sjálandsskóla var gestur fundarins undir 5. lið þegar fram fór kynning á Sjálandsskóla.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).