Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
14. (1875). fundur
09.04.2019 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarráðs í Ráðhúsi Garðabæjar við Garðatorg.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Jóna Sæmundsdóttir varamaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Eiríkur Björn Björgvinsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Hildigunnur Árnadóttir félagsráðgjafi, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1904004 - Tilkynning frá Reykjavíkurborg um tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur - iðnaður og önnur landfrek starfsemi, Esjumelar, dags. 29.03.19.
Bæjarráð vísar bréfinu til umfjöllunar skipulagsnefndar.
2. 1704011 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi fyrir Holtstún.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um nýtt deiliskipulag fyrir Holtstún á Álftanesi samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst. Athugasemdir hafa verið yfirfarnar og liggja fyrir tillögur að svörum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að svörum við innsendum athugasemdum og deiliskipulagið með eftirfarandi áorðnum breytingum frá auglýstri tillögu.

Lágmarkshæðarkóti hækkar úr 4,0 m.y.s. í 4,2 m.y.s.
Hliðrun er gerð á aðkomu Asparvíkur að beiðni landeigenda.

Samþykkt tillaga skal send Skipulagsstofnun samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og þá skal niðurstaða bæjarstjórnar auglýst, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Jafnframt skal senda þeim aðilum sem athugasemdir gerðu umsögn um þær.
3. 1901103 - Viðgerðir og yfirlagnir gatna og stíga í Garðabæ 2019 - opnun tilboða.
Lögð er fram eftirfarandi tilboð sem hafa verið yfirfarin.

Malbikunarstöðin Höfði kr. 84.619.080
Loftorka Reykjavík kr. 77.581.812
Malbik og völtun kr. 88.203.500
Hlaðbær Colas kr. 90.976.704

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, Loftorku Reykjavík hf., með fyrirvara um að um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og felur bæjarverkfræðingi afgreiðslu málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.
2424-044-MIN-001-V01-Tilboð 2019.pdf
4. 1904058 - Bréf JÁS lögmanna varðandi Hrauntungu við Álftanesveg, dags. 28.03.19.
Bæjarráð vísar bréfinu til skipulagsnefndar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfritara og árétta kvöð sem fram kemur í 2. gr. lóðarleigusamnings um að landið er leigt leigutaka til byggingar íbúðarhúss og til skógræktar. Í ákvæðinu kemur einnig fram að leigutaka er óheimilt að leyfa öðrum einstaklingum, stofnunum eða félögum að reisa byggingar á landinu eða gera önnur mannvirki á því. Þá er mælt fyrir um í 4. gr. lóðarleigusamnings að leigutaka sé óheimilt að framselja, framleigja eða láta af hendi á annan hátt til einstaklinga, stofnana eða félaga hluta af landinu án samþykkis leigusala. Það hefur því ávallt legið skýrt fyrir að samkvæmt gildandi skipulagi er áhersla á að skilgreina svæðið sem skógræktar- og náttúrulegt hraunsvæði, sbr. 5. gr. lóðarleigusamnings.
Vegna Hrauntungu.pdf
5. 1904073 - Yfirlýsing Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna lífskjarasamninga 2019 - 2022.
Lögð fram til kynningar.
Tilkynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 04.04.2019.pdf
6. 1904074 - Tilkynning frá forsætisráðuneytinu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til stuðnings lífskjarasamningum aðila vinnumarkaðarins.
Lögð fram til kynningar.
Tilkynning frá forsætisráðuneytinu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til stuðnings lífskjarasamningum aðila vinnumarkaðarins. dags. 04.04.2019..pdf
7. 1904077 - Áskorun NPA miðstöðvarinnar til sveitarfélaga um að fara eftir ákvæðum reglugerðar um framkvæmd notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar, dags. 29.03.19.
Lögð fram og vísað til kynningar í fjölskylduráði og samráðshópi um málefni fatlaðs fólks.
2019.03.29 - Kröfubréf til sveitarfélaga.pdf
8. 1711130 - Bréf Þjóðskjalasafns varðandi tilmæli um skjalavörslu og skjalastjórn Garðabæjar, dags. 27.03.19.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að úrbótum vegna athugasemda og ábendinga Þjóðskjalsafns Íslands um aðgerðir til bæta skjalavörslu og skjalstjórn.
Tilmæli vegna skjalavörslu og skjalastjórnar hjá Garðabæ.pdf
9. 1802322 - Samningur við Hestamannafélagið Sóta um byggingu reiðskemmu.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja samning við Hestamannafélagið Sóta um styrk til byggingar reiðskemmu á svæði félagsins.
10. 1904068 - Laun í Vinnuskóla Garðabæjar 2019.
Lagt fram minnisblað vegna launa í vinnuskóla Garðabæjar 2019.

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tillögu um laun og vinnutíma í vinnuskóla sumarið 2019.

Unglingar 14 ára (f.2005) 30% af lfl 116 kr. 533 pr.klst. 3,5 klst á dag mán-fös.
Unglingar 15 ára (f.2004) 40% af lfl 116 kr. 711 pr.klst. 6,0 klst á dag mán-fim 3,5 klst á fös.
Unglingar 16 ára (f.2003) 50% af lfl 116 kr. 888 pr.klst. 6,0 klst á dag mán-fim 3,5 klst á fös.

Heildarlaunakostnaður er áætlaður 35,3 mkr.
Minnisblað vegna launa í vinnuskóla Garðabæjar 2019.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:35. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).