Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd Garðabæjar
5. fundur
11.04.2019 kl. 08:00 kom skipulagsnefnd Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu.
Fundinn sátu: Sigurður Guðmundsson formaður, Lúðvík Örn Steinarsson aðalmaður, Kjartan Örn Sigurðsson varamaður, Anna Lilja Johansen varamaður, Baldur Ólafur Svavarsson aðalmaður, Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi, Anna María Guðmundsdóttir þjónustufulltrúi, Sólveig Helga Jóhannsdóttir skipulagsfræðingur.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1811125 - Urriðaholt Austurhluti 2 - deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Urriðaholts austurhluta 2.
Hrafnhildur Brynjólfsdóttir skipulagsfræðingur hjá Alta ehf gerði grein fyrir tillögunni fyrir hönd Urriðaholts ehf. Jón Pálmi Guðmundsson framkvæmdastjóri Urriðaholts ehf og Egill Guðmundsson arkitekt hjá Arkís og deiliskipulagshöfundur tillögnnar voru viðstaddir fundinn. Tillagan hefur verið unnin í samráði við tækni-og umhverfissvið á grundvelli verkefnislýsingar sem bæjarstjórn hefur samþykkt og hefur verið auglýst. Lagðar fram umsagnir sem borist hafa vegna lýsingarinnar.
Tillagan gerir ráð fyrir um 188-200 íbúðareiningum í fjölbýli og 17.000-20.000 fermetrum atvinnuhúsnæðis. Landi hallar öllu til norðurs að Vífilsstaðahrauni.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til forkynningar í samræmi við 3.mgr.40.gr.Skipulagslaga nr.123/2010. Halda skal almennan kynningarfund á meðan á forkynningu stendur.
2. 1903017 - Urriðaholtsstræti 2 -Umsókn um byggingarleyfi
Lagðir fram aðaluppdrættir verslunar og þjónusthúss að Urriðaholtsstræti 2. Egill Guðmundsson arkitekt hjá Arkís gerði grein fyrir tillögunni. Lóðarhafi sem er Urriðaholt ehf óskar heimild til að víkja frá ákvæðum deiliskipulags hvað varða kröfu um skyggni yfir 1.hæð að Urriðaholtsstræti, hvað varðar bundna byggingarlínu á austurhluta lóðar og vegna byggingarreits 4.hæðar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verði vikið frá um ræddum ákvæðum sbr.3.mgr.43.gr.Skipulagslaga nr.123/2010.
3. 1804367 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030-Breyting 1-Vífilstaðaland-rammahluti.
Ráðgjafateymi kynnti tillögur að aðalskipulagsbreytingu þróunarsvæðis B sem verður sett fram sem rammahluti aðalskipulags. Jóhanna Helgadóttir skipulagsfræðingur hjá Eflu ehf gerði grein fyrir drögum að aðalskipulagsbreytingunni sem nær til þróunarsvæðis B, Sigurður Einarsson arkitekt hjá Batteríinu ehf gerði grein fyrir drögum að deiliskipulagi Norðurhluta Hnoðraholts og Vetrarmýrar og Þráinn Hauksson landlagsarkitekt hjá Landslagi ehf gerði grein fyrir drögum að deiliskipulagi fyrir kirkjugarðssvæði og meðferðarstofnun í Rjúpnadal og á Vífilsstaðahálsi. Þráinn greindi einnig frá samráði við Umhverfisstofnun um breytingar á friðlandsmörkum við norðanvert Vífilsstaðavatn og hugmyndum um göngutengingar yfir Reykjanesbraut.
Samráðsfundir hafa einnig verið haldnir með Vegagerðinni.
Skipulagsnefnd leggur til að drög að deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts og drög að rammahluta aðalskipulags verði kynnt íbúum í Hnoðraholti á sérstökum fundi. Tillögum öllum vísað til áframhaldandi úrvinnslu hjá skipulagsráðgjafateyminu og tækni-og umhverfissviði.
4. 1606034 - Hafnarfjarðarv/Vífilsstaðav. Endurbætur gatnamóta.
Lagðar fram tillögur að endurbótum gatnamóta Hafnarfjarðarvega að lokinni auglysingu.
5 erindi með athugasemdum og 3 umsagnir hafa borist. Athugasemdir og umsagnir lagðar fram.
Framlögðuum gögnum vísað til úrvinnslu hjá tækni-og umhverfissviði og skipulagsráðgjöfum.
5. 1902117 - Hafnarfjarðarvegur, stofnbraut, deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deilskipulagi stofnbrautarinnar Hafnarfjarðarvegur að lokini auglýsingu.
5 erindi með athugasemdum og 3 umsagnir hafa borist. Athugasemdir og umsagnir lagðar fram.
Framlögðuum gögnum vísað til úrvinnslu hjá tækni-og umhverfissviði og skipulagsráðgjöfum.
6. 1305618 - Vífilsstaðavegur og Bæjarbraut, deiliskipulag.
Lagðar fram tillögur að deiliskipulags Vífilsstaðavegar og Bæjarbrautar.
5 erindi með athugasemdum og 3 umsagnir hafa borist. Athugasemdir og umsagnir lagðar fram.
Framlögðuum gögnum vísað til úrvinnslu hjá tækni-og umhverfissviði og skipulagsráðgjöfum.
7. 1711137 - Ásar og Grundir, dsk br., minnkun svæðis.
Lagðar fram tillögur að breytingu deiliskipulags Ása-og Grunda sem gerir ráð fyrir breytingu á deiliskipulagsmörkum og öðru sem var nauðsynlegt að ráðast í til að laga deiliskipulagið að tillögum um endurbætur Hafnarfjarðarvegar.
5 erindi með athugasemdum og 3 umsagnir hafa borist. Athugasemdir og umsagnir lagðar fram.
Framlögðuum gögnum vísað til úrvinnslu hjá tækni-og umhverfissviði og skipulagsráðgjöfum.
8. 1711133 - Ásgarður, dsk breyting vegna hringtorgs
Lagðar fram tillögur að breytingu deiliskipulags Ásgarðs sem gerir ráð fyrir breytingu á vegtengingum sem nauðsynegt er að ráðast í til að laga deiliskipulagið að tillögum um endurbætur Hafnarfjarðarvegar.
5 erindi með athugasemdum og 3 umsagnir hafa borist. Athugasemdir og umsagnir lagðar fram.
Framlögðuum gögnum vísað til úrvinnslu hjá tækni-og umhverfissviði og skipulagsráðgjöfum.
9. 1711136 - Hraunsholt eystra, dsk br, minnkun svæðis.
Lagðar fram tillögur að breytingu deiliskipulags Ásgarðs sem gerir ráð fyrir breytingu á vegtengingum sem nauðsynegt er að ráðast í til að laga deiliskipulagið að tillögum um endurbætur Hafnarfjarðarvegar.
5 erindi með athugasemdum og 3 umsagnir hafa borist. Athugasemdir og umsagnir lagðar fram.
Framlögðuum gögnum vísað til úrvinnslu hjá tækni-og umhverfissviði og skipulagsráðgjöfum.
10. 1711135 - Miðbær, neðsta svæði (svæði III), dsk br minnkun svæðis
Lagðar fram tillögur að breytingu deiliskipulags Ásgarðs sem gerir ráð fyrir breytingu á stærð deiliskipulagssvæðisins til að laga deiliskipulagið að tillögum um endurbætur Hafnarfjarðarvegar.
5 erindi með athugasemdum og 3 umsagnir hafa borist. Athugasemdir og umsagnir lagðar fram.
Framlögðuum gögnum vísað til úrvinnslu hjá tækni-og umhverfissviði og skipulagsráðgjöfum.
11. 1711132 - Hörgatún 2, dsk breyting vegna hringtorgs
Lagðar fram tillögur að breytingu deiliskipulags Ásgarðs sem gerir ráð fyrir breytingu á vegtengingum og lóðarstærð sem nauðsynegt er að ráðast í til að laga deiliskipulagið að tillögum um endurbætur Hafnarfjarðarvegar.
5 erindi með athugasemdum og 3 umsagnir hafa borist. Athugasemdir og umsagnir lagðar fram.
Framlögðuum gögnum vísað til úrvinnslu hjá tækni-og umhverfissviði og skipulagsráðgjöfum.
12. 1808089 - Hönnun - Útboð -Norðurtún og Túngata
Lögð fram umsókn bæjarverkfræðings um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun lagna og yfirborðs í götunum Norðurtún og Túngata á Álftanesi.
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis í samræmi við 13.gr.Skipulagslaga nr.123/2010 og í samræmi við framlögð gögn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).