Fundargerðir

Til baka Prenta
Menningar- og safnanefnd Garðabæjar
13. fundur
03.06.2019 kl. 16:00 kom menningar- og safnanefnd Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu.
Fundinn sátu: Gunnar Valur Gíslason aðalmaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Bjarndís Lárusdóttir aðalmaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður, Hannes Ingi Geirsson aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri, Eiríkur Björn Björgvinsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs.

Fundargerð ritaði: Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1711209 - Hofsstaðir - minjagarður - hugmyndahönnun
Fyrirtækið Gagarín er nú að vinna að tillögu að 1. áfanga eða svokölluðum hönnunarfasa í tengslum við minjagarðinn á Hofsstöðum. Þar verður gert grein fyrir markmiðum verkefnisins, möguleg frásagnarleið fyrir gesti garðsins samin og mögulegri heildarupplifun þeirra lýst. Gagarín tekur um leið að sér frumhönnun sýningaratriða í samvinnu við verkkaupa og sérfræðinga með greinargóðum lýsingum og skissum ásamt því að útbúa tíma og kostnaðaráætlun fyrir framleiðslu þeirra.

Hringur Hafsteinsson og Lemke Meijer frá Gagarín mættu á fund nefndarinnar og kynntu stöðu mála varðandi hugmyndavinnu í tengslum við minjagarðinn á Hofsstöðum.

Umræður voru um stöðu hugmyndavinnunnar. Nefndarmenn beðnir um að fara yfir drögin sem lögð voru fram og senda inn ábendingar ef einhverjar eru.
Áætlað er að niðurstöður með tillögum að hugmyndahönnun og mögulega áfangaskiptingu verði tilbúnar fljótlega.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. . 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).