Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Garðabæjar
9. (849). fundur
06.06.2019 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir aðalmaður. Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður. Sigurður Guðmundsson aðalmaður. Guðfinnur Sigurvinsson varamaður. Stella Stefánsdóttir varamaður. Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir varamaður. Björg Fenger aðalmaður. Gunnar Einarsson aðalmaður. Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður. Ingvar Arnarson aðalmaður. Harpa Þorsteinsdóttir aðalmaður.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Fundurinn er hljóðritaður.

Sigurður Guðmundsson, fyrsti varaforseti bæjarstjórnar, setti fund og stjórnaði.

Fundargerð bæjarstjórnar frá 16. maí 2019 er lögð fram.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1905246 - Kosning forseta bæjarstjórnar og 1. og 2. varaforseta til eins árs.
Tillaga kom fram um Sigurð Guðmundsson, sem forseta bæjarstjórnar til eins árs. Tillagan samþykkt samhljóða.

Sigurður Guðmundsson þakkaði bæjarfulltrúum traustið.

Tillaga kom fram um Jónu Sæmundsdóttur, sem fyrsta varaforseta. Tillagan samþykkt samhljóða.

Tillaga kom fram um Björgu Fenger, sem 2. varaforseta til eins árs. Tillagan samþykkt samhljóða.
2. 1905247 - Kosning fimm fulltrúa í bæjarráð til eins árs.
Tillaga kom fram um eftirfarandi fulltrúa til setu í bæjarráði til eins árs:

Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir, varaformaður, Gunnar Valur Gíslason, Almar Guðmundsson, Sara Dögg Svanhildardóttir.

Tillagan samþykkt samhljóða.
3. 1905248 - Kosning varafulltrúa í stjórn Strætó bs.
Tillaga koma fram um Gunnar Val Gíslason sem varafulltrúa í stjórn Strætó.

Tillagan samþykkt samhljóða.
4. 1905201 - Kosning aðal- og varafulltrúa í fulltrúarráð Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands.
Tillaga kom fram um Sigríði Huldu Jónsdóttir, sem aðalfulltrúa og Gunnar Einarsson, sem varafulltrúa.

Tillagan samþykkt samhljóða.
5. 1905034F - Fundargerð bæjarráðs frá 21/5 ´19.
Ingvar Arnarson, ræddi 8. tl., erindi Brynju hússjóðs ÖBÍ um stofnframlag.

Gunnar Einarson, ræddi sama mál og svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin sem er 12 tl., er samþykkt samhljóða.
6. 1905047F - Fundargerð bæjarráðs frá 28/5 ´19.
Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 5. tl., samning um móttöku flóttafólks, 7. tl., tillögu Garðabæjarlistans um ákvæði í samningum við íþróttafélög sem kveða á um að tryggja aðgengi fatlaðra barna og ungmenna að íþróttaiðkun.

Harpa Þorsteinsdóttir ræddi 6. tl., tillögu Garðabæjarlistans um að Stjarnan geri grein fyrir jafnréttisáætlun í stefnu og skipulagi félagsins.

Björg Fenger,ræddi 7. tl., tillögu Garðabæjarlistans um ákvæði í samningum við íþróttafélög sem kveða á um að tryggja aðgengi fatlaðra barna og ungmenna að íþróttaiðkun og 6. tl., tillögu Garðabæjarlistans um að Stjarnan geri grein fyrir jafnréttisáætlun í stefnu og skipulagi félagsins.

Gunnar Einarsson, ræddi 7. tl., tillögu Garðabæjarlistans um ákvæði í samningum við íþróttafélög sem kveða á um að tryggja aðgengi fatlaðra barna og ungmenna að íþróttaiðkun

Fundargerðin sem er 9 tl., er samþykkt samhljóða.
7. 1905057F - Fundargerð bæjarráðs frá 4/6 ´19.
Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 8. tl., bréf hóps í Félagi eldri borgara í Garðabæ um stuðning vegna þátttöku í Bocciakeppni á Landsmóti UMFÍ og ræddi almennt um fyrirkomulag á styrkveitingum.

Björg Fenger, ræddi 8. tl., bréf hóps í Félagi eldri borgara í Garðabæ um stuðning vegna þátttöku í Bocciakeppni á Landsmóti UMFÍ og gerði grein fyrir fyrirkomulagi á styrkveitingum hjá íþrótta- og tómstundaráði.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, ræddi almennt um fyrirkomulag á styrkveitingum.

Sara Dögg Svanhildardóttir, tók til máls að nýju um fyrirkomulag á styrkveitingum.

Fundargerðin sem er 11 tl., er samþykkt samhljóða.
8. 1905037F - Fundargerð fjölskylduráðs frá 22/5 ´19.
Sara Dögg Svanhildardóttir ræddi, 1. tl., áskorun til sveitarfélaga um að fara eftir ákvæðum reglugerðar um framkvæmd notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar og 2. tl., snjallvæðingu Garðabæjar

Fundargerðin er lögð fram.
9. 1905020F - Fundargerð leikskólanefndar frá 16/5 ´19.
Harpa Þorsteinsdóttir, ræddi 5. tl., bólusetningar leikskólabarna.

Fundargerðin er lögð fram.
10. 1905028F - Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 17/5 ´19.
Fundargerðin er lögð fram.
11. 1906001F - Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 3/6 ´19.
Fundargerðin er lögð fram.
12. 1905021F - Fundargerð skólanefndar grunnskóla frá 15/5 ´19.
Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi 1. tl., snjallvæðingu Garðabæjar, 2. tl., aðgerðir stjórnvalda í menntamálum, 3. tl. frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og stjórnenda, 4. tl., ósk um breytingu á tímasetningu er varðar skólabyrjun og 5. tl., reglur um skólasókn.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 5. tl., reglur um skólasókn og 7. tl., kynningu og samtal við stjórnendur.

Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir, ræddi 5. tl., reglur um skólasókn og 7. tl., kynningu og samtal við stjórnendur.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi 7. tl., kynningu og samtal við stjórnendur.

Sigurður Guðmundsson, ræddi 7. tl., kynningu og samtal við stjórnendur

Fundargerðin er lögð fram.
13. 1905016F - Fundargerð skólanefndar tónlistarskóla Garðabæjar frá 16/5 ´19.
Harpa Þorsteinsdóttir, ræddi 2. tl., kynningu á skólastarfi og spurði um áform varðandi stækkun á húsnæði skólans.

Gunnar Einarsson ræddi sama mál og svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin er lögð fram.
14. 1905022F - Fundargerð umhverfisnefndar frá 15/5 ´19.
Fundargerðin er lögð fram.
15. 1905040F - Fundargerð samráðshóps um málefni fatlaðs fólks frá 21/5 ´19.
Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 2. tl., skýrslu sérfræðihóps um málefni fatlaðra barna

Fundargerðin er lögð fram.
16. 1903017F - Fundargerð stjórnar Hönnunarsafns Íslands frá 11/3 ´19.
Stella Stefánsdóttir, ræddi 2. tl., aðsóknartölur, 3. tl., stefnumótun stjórnar Hönnunarsafn Íslands 2019-2023.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, ræddi starfsemi safnsins og áform varðandi húsnæðismál safnsins.

Stella Stefánsdóttir ræddi sama mál og svaraði fyrirspurnum.

Fundargerðin er lögð fram.
17. 1901420 - Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 27/5 ´19.
Fundargerðin er lögð fram.
18. 1901407 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 17/5 ´19.
Fundargerðin er lögð fram.
19. 1902158 - Fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsv. frá 14/5 ´19.
Björg Fenger, ræddi 1. tl., framkvæmdir í Bláfjöllum og upplýsti um kæru til ÚUA vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Bláfjöllum.

Fundargerðin er lögð fram.
20. 1901198 - Fundargerðir stjórnar Sorpu bs. frá 29/4 og 29/5 ´19.
Fundargerðin er lögð fram.
21. 1510103 - Samningur félagsmálaráðuneytisins og Garðabæjar
um móttöku, aðstoð og þjónustu við hóp flóttafólks 2019-2021.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða samning félagsmálaráðuneytisins og Garðabæjar um móttöku, aðstoð og þjónustu við hóp flóttafólks 2019-2021.
22. 1804081 - Samningur Garðabæjar og Skátafélagsins Vífils um styrk til byggingar útilífsmiðstöðvar í Heiðmörk.
Björg Fenger, tók til máls og lýsti sérstakri ánægju með að samningur um verkefnið væri í höfn.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða samning Garðabæjar og Skátafélagsins Vífils um styrk til byggingar útilífsmiðstöðvar í Heiðmörk.
23. 1906038 - Tillaga Garðabæjarlistans um stofnun stýrihóps og ráðningu verkefnastjóra.
Sara Dögg Svanhildardóttir, kvaddi sér hljóðs og lagð fram eftirfarandi tillögu sem hún flytur ásamt Hörpu Þorsteinsdóttur.

"Bæjarstjórn samþykkir að setja á laggirnar stýrihóp sem tekur utan um öll verkefnin sem nú þegar hefur verið ákveðið af bæjarstjórn að innleiða þ.e. innleiðingu Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna, Heimsmarkmiðanna og Heilsueflandi samfélaga. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að verkefnið velferð barna falli þar undir. Samhliða verði ráðinn verkefnastjóri sem heldur utan um framkvæmd verkefnanna."

Greinargerð
Nú þegar ár er liðið frá því að Garðabær undirritaði samning um Heilsueflandi samfélag og þar sem á þessu fyrsta ári kjörtímabilsins er búið að samþykkja innleiðingu Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna sem og innleiðingu Heimsmarkmiðanna er ekki seinna vænna en að koma verkefnunum af stað með skipun stýrihóps og ráðningu verkefnastjóra. Verkefnin eru stór og viðamikil og því mikilvægt að góð yfirsýn og gott utanumhald náist en ekki síður er mikilvægt að fylgja vinnunni eftir sem framundan er.
Samkvæmt upplýsingum sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs er undirbúningsvinna hafin þ.e. búið er að afla upplýsinga frá viðkomandi samstarfsaðilum sem og sveitarfélögum sem komin eru vel af stað með verkefnin. Og því komið að því að láta verkin tala.

Gunnar Einarsson, tók til máls um framlagða tillögu og upplýsti um að fyrir liggja drög að erindisbréfi fyrir stýrihóp til að vinna að þessum verkefnum sem lögð verða fram til afgreiðslu í bæjaráði nk. þriðjudag.

Harpa Þorsteinsdóttir, tók til máls um framlagða tillögu.

Sara Dögg Svanhildardóttir, tók til máls um framlagða tillögu.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, tók til máls um framlagða tillögu.

Ingvar Arnarson, tók til máls um framlagða tillögu.

Framlögð tillaga felld með átta atkvæðum (SG,ÁHJ,SHJ,BF,GE,GS,SS,LHAL) gegn þremur (SDS,IA,HÞ).
24. 1906037 - Tillaga Garðabæjarlistans um gagnsærri stjórnsýslu.
Sara Dögg Svanhildardóttir, kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi tillögu.

"Garðabæjarlistinn leggur fram tillögu þess efnis að unnið verði skýrt verklag um þann tímaramma sem stjórnsýslunni er gefinn til þess að veita upplýsingar um fyrirspurnir kjörinna fulltrúa er varða starfsemi sveitarfélagsins. Þannig að hámarks afgreiðslufrestur verði ákvarðaður."

Greinargerð.
Til þess að styðja við gagnsæi og fagleg vinnubrögð stjórnsýslunnar skiptir máli að verkferlar liggi fyrir um sem flesta þætti stjórnsýslunnar. Það skiptir máli að aðgengi að upplýsingum sé gott og skilvirkni í að veita upplýsingar við fyrirspurnum sé skýr þegar kemur að tímaramma um skil á þeim gögnum sem óskað er eftir. Tillagan er lögð fram þar sem mikill mismunur er á veittum svörum við formlegum fyrirspurnum og því ekki skýrt hvaða viðmið er við skil á upplýsingum sem óskað er eftir.

Gunnar Einarsson tók til máls um framlagða tillögu og lagði til að henni verði vísað til bæjarráðs.

Sara Dögg Svanhildardóttir, tók til máls að nýju um framlagða tillögu.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til bæjarráðs.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).