Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
22. (1883). fundur
11.06.2019 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarráðs í Ráðhúsi Garðabæjar við Garðatorg.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Björg Fenger varamaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Eiríkur Björn Björgvinsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1905268 - Niðurstöður könnunar á vegum Rannsóknar og greiningar sem lögð var fyrir nemendur í 8. 9. og 10. bekk á Íslandi í febrúar 2019. (Kynning kl. 08:00)
Á fund bæjarráðs mætti Margrét Lilja Guðmundsdóttir og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum könnunar Rannsóknar og greiningar um vímuefnaneyslu ungmenna.
2. 1905066 - Haukanes 1 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Bjarna Marteini Berg Elfarssyni, kt. 200769-5629, leyfi fyrir viðbyggingu við núverandi einbýlishús að Haukanesi 1.
3. 1905111 - Holtsbúð 27 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Jóni Hrafni Hlöðverssyni, kt. 260662-6519, leyfi fyrir viðbyggingu við núverandi einbýlishús að Holtsbúð 27.
4. 1904310 - Lambhagi 6 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Lárusi Guðmundsyni, kt. 101184-2939, leyfi fyrir fjórum kvistum á þak núverandi einbýlishúss að Lambhaga 6.
5. 1905361 - Skólatún 5 -Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Skólatúni 5, húsfélagi, kt. 500293-2339, leyfi fyrir breytingum á ytra byrði fjölbýlishússins að Skólatúni 5.
6. 1905047 - Þrastanes 9 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Páli Heiðari Halldórssyni, kt. 250779-5859, leyfi til að breyta ytra byrði einbýlishússins að Þrastanesi 9.
7. 1804300 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi framkvæmdaleyfi fyrir sjóvörnum á Álftanesi
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis samkvæmt 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna sjóvarna við bakka Lamhúsatjarnar neðan við túnið á Bessastöðum. Um er að ræða endurbyggingu að hluta til á eldri sjóvörnum og að hluta til nýjar sjóvarnir í samræmi við gildandi deiliskipulag fyrir Bessastaði.
8. 1810087 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um breytingu á deiliskipulagi Akrahverfis vegna lóðarinnar við Hvannakur 7.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 2. mgr. 43. gr. sömu laga vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi Akrahverfis í tilefni umsóknar um breytingu á byggingarreit lóðarinnar við Hvannakur 7. Grenndarkynna skal umsóknina eigendum Hvannakurs 5 og 9 og Kaldakurs 6 og 8.
9. 1906043 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um byggingarleyfi fyrir framkvæmdum að Víðilundi 1.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að umsókn um byggingarleyfi við núverandi hús að Víðilundi 1 verði grenndarkynnt samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
10. 1706258 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um breytingu á deiliskipulagi vesturhluta Urriðaholts vegna lóðarinnar við Hraungötu 8.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 2. mgr. 43. gr. sömu laga vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi vesturhluta Urriðaholts í tilefni umsóknar um svalalokun utan byggingarreits. Grenndarkynna skal umsóknina eigendum Hraungötu 2,4,6, og 10 og Bæjargötu 11-19.
11. 1905257 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi vesturhluta Urriðaholts vegna lóðarinnar að Dýjagötu 8.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 2. mgr. 43. gr. sömu laga vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi vesturhluta Urriðaholts í tilefni umsóknar um stækkun byggingarreits lóðarinnar að Dýjagötu 8. Grenndarkynna skal umsóknina eigendum Dýjagötu 2, 5 og 10.
12. 1905363 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um byggingarleyfi fyrir framkvæmdum að Lynggötu 2.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að heimila útgáfu byggingarleyfis fyrir heitum potti með glerþaki á þaksvölum íbúðar í fjölbýlishúsinu við Lynggötu 2. Um óverulegt frávik er að ræða sem ekki varðar neina grenndarhagsmuni og þarf því ekki að koma til breytinga á deiliskipulagi sbr. heimild í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
13. 1906023 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um byggingarleyfi fyrir færanlegum kennslustofum á lóð Hjallastefnunnar.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölgun færanlegra kennslustofa á lóð Hjallastefnunar verði grenndarkynnt samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
14. 1905199 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi lýsingu vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Traðarreitur -austur.
Lögð fram.
15. 1905215 - Afgreiðsla leikskólanefndar varðandi bólusetningar leikskólabarna.
Leikskólanefnd óskar eftir því við bæjarstjórn að kannað verði hvort sveitarfélaginu sé heimilt að setja almennar bólusetningar sem skilyrði fyrir leikskóladvöl og /eða starfi á leikskóla.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að láta taka saman minnisblað um málið.
16. 1810028 - Niðurstöður rafrænna íbúakosninga - Betri Garðabær.
Lögð fram fundargerð kjörstjórnar þar sem lýst er niðurstöðum rafrænna íbúakosninga sem fram fóru dagana 23. maí - 3. júní um 27 hugmyndir bæjarbúa um smærri framkvæmdir.

Eftirfarandi verkefni hlutu kosningu.

Verkefni Fjöldi atkvæða Fjárhæð
Útivistarstígur í Heiðmörk; 1207 20.0
Skjólveggur við heita potta í Ásgarði; 1079 2.0
Fjórir vatnsfontar; 1027 5.0
Útisturta við ströndina í Sjálandi; 914 2.0
Sundfatavindur í Álftaneslaug; 913 1.0
Tíu áningastaðir með bekkjum; 895 10.0
Leiksvæði við ströndina í Sjálandi; 873 25.0
Aparóla við Hofsstaðaskóla ; 820 3.0
Fjölgun strætóskýla; 789 12.0
Sjónaukar við Arnarnesvog; 752 3.0
Fræðsluskilti við stríðsminjar ; 683 5.0
Ærslabelgur við Álftanesskóla; 680 3.0
Yfirbyggt hjólaskýli við Aktu Taktu Ásgarði; 586 5.0
Samtals: 96 m.kr.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa áætlun vegna framkvæmda við ofangreind verkefni á árunum 2019-2020 og merkja framkvæmdastaði með upplýsingum um væntanlega framkvæmd.
17. 1906077 - Bréf Skógræktarfélags Garðabæjar varðandi gróðursetningar fyrir grunnskólanemendur í Garðabæ, dags. 05.06.19.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.
Yrkjugróðursetningar svæði bréf.pdf
18. 1906011 - Bréf Samgöngufélagsins varðandi hóflega gjaldtöku til að draga úr notkun negldra hjólbarða, dags. 31.05.19
Lagt fram.
Bréf til sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu 31.05.2019.pdf
19. 1906019 - Bréf Gistiheimilisins að Eyvindarholti varðandi tillögu að deiliskipulagi Holtstún, dags. 30.05.19.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfritara og benda m.a. á að tillaga að deiliskipulagi Holtstúns mun kom til meðferðar að nýju sem hluti deiliskipulags fyrir norðurnes Álftaness. Við kynningu og auglýsingu tillögunnar að nýju gefst bréfritara kostur á að koma athugasemdum sínum á framfæri.
Mótmæli við deiliskipulag Holtstúns.pdf
20. 1906027 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir veitingaþjónustu í golfskála Golfklúbbsins Odds.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
21. 1711191 - Bréf mennta- og menningarmálaráðuneytisins varðandi úttekt á Flataskóla, dags. 03.06.19.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að hlutast til um að bréfinu verði svarað og umbeðnar upplýsingar veittar.
Eftirfylgd með úttekt á Flataskóla - upplýsingar um framkvæmd umbóta..pdf
22. 1905141 - Erindi Hjallastefnunnar ehf. um framsal samninga um rekstur leikskóla og grunnskóla, dags. 01.05.19.
Bæjarráð samþykkir að verða við erindi Hjallastefnunnar um framsal samstarfsamninga um rekstur leik- og grunnskóla til nýrra dótturfélaga sem verða alfarið í eigu Hjallastefnunnar. Bæjarráð leggur á áherslu á að ákvæði í samningi við Hjallastefnuna um afhendingu gagna s.s. ársskýrslna og ársreikning gildi áfram bæði fyrir móður- og dótturfélög (samstæðureikning).
23. 1906093 - Bréf íbúa í Aratúni og Goðatúni varðandi úrbætur vegna umferðarhávaða frá Hafnarfjarðarvegi, dags. 07.06.19.
Bæjarráð vísar bréfinu til nánari skoðunar hjá tækni- og umhverfissviði.
Umferðarhávaði frá Hafnarfjarðarvegi.pdf
24. 1906037 - Tillaga Garðabæjarlistans um gagnsærri stjórnsýslu.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að semja drög að meginreglum um málsmeðferð við afgreiðslu á fyrirspurnum og afhendingu gagna til bæjarfulltrúa. Í reglunum skal kveðið á um fresti til að svara fyrirspurnum og afhenda gögn og í þeim tilvikum sem ekki tekst að svara innan frestsins skal fyrirspyrjanda gerð grein seinkun á svari og hvenær svars er að vænta.
Tillaga um gagnsærri stjórnsýslu..pdf
25. 1904359 - Svar við fyrirspurn um kostnað og áætlanir vegna framkvæmda við Bæjargarðinn.
Lagt fram.
Svar við fyrirspurn um kostnað og áætlanir vegna framkvæmda í Bæjargarði..pdf
Bæjargarður - tillaga í auglýsingu.pdf
Bæjargarður samantekt 07.06.2019.pdf
26. 1805051 - Drög að samningi við GKG um viðbyggingu við golfskála og bráðabirgða æfingasvæði.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samning við Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar um viðbyggingu við golfskála og bráðabirgða æfingasvæði.
27. 1906094 - Drög að erindisbréfi fyrir starfshóp vegna innleiðingar Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, Heilsueflandi Garðabæ, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og velferð barna í Garðabæ.
Bæjarráð samþykkir erindisbréf fyrir starfshóp vegna innleiðingar Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, Heilsueflandi Garðabæ, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og velferð barna í Garðabæ.

Bæjarstjóra falið að ganga frá skipun fulltrúa í starfshópinn.

Sara Dögg Svanhildardóttir, lagði fram eftirfarandi bókun.

"Garðabæjarlistinn fagnar því að skipað verði í stýrihóp vegna verkefnanna um Heilsueflandi samfélag, Innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, Heimsmarkmiðanna og velferð barna. Enda verkefnin yfirgripsmikli sem krefjast yfirsýnar og eftirfylgni. Um leið vill Garðabæjarlistinn láta færa til bókar vonbrigði með að tillaga Garðabæjarlistans um sama efni sem lögð var fram á bæjarstjórnarfundi þann 6. júní hafi verið felld af meirihlutanum. Í stað þess að sýna í verki vilja til samvinnu og samstarfs minni- og meirihluta við að þoka málum áfram óháð því hver leggur málið fram."
Drög að erindisbréfi 040619.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).