Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfisnefnd Garðabæjar
13. fundur
13.06.2019 kl. 08:00 kom umhverfisnefnd Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarráðs í Ráðhúsi Garðabæjar við Garðatorg.
Fundinn sátu: Jóna Sæmundsdóttir aðalmaður, Guðfinnur Sigurvinsson aðalmaður, Hrönn K. Sch. Hallgrímsdóttir aðalmaður, Páll Magnús Pálsson aðalmaður, Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Linda Björk Jóhannsdóttir garðyrkjufræðingur, Guðbjörg Brá Gísladóttir verkefnastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðbjörg Brá Gísladóttir Verkfræðingur.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1810055 - Tillaga um að draga úr plastmengun í rekstri Garðabæjar og stofnana á vegum bæjarins.
Karl Eðvaldsson og Guðrún Guðmundsdóttir kynntu stöðu lokaskýrlsu verkefnisins ásamt paggati sem gefið verður út í september.
2. 1906091 - Mengunarmælingar 2019
Niðurstöður mengunarmælinga lagðar fram.
3. 1902096 - Samgönguvika 2019
Samgönguvika verður haldin 16-22. september.
Hjólaráðstefna verður haldin í bæjarstjórnarsal Garðabæjar föstudaginn 20. september.
Garðabær mun undirbúa bíllausa daginn sem er sunnudaginn 22. september og eru hugmyndir um að loka götum fyrir akandi umferð um tíma þann dag. Ekki hefur verið ákveðið hvaða götum verður lokað en hugmynd er að loka hluta af Vífilstaðavegi og opna hana fyrir gangandi umferð og mannlífi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).