Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd Garðabæjar
10. fundur
04.07.2019 kl. 08:00 kom skipulagsnefnd Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu.
Fundinn sátu: Sigurður Guðmundsson formaður, Lúðvík Örn Steinarsson aðalmaður, Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir aðalmaður, Stella Stefánsdóttir aðalmaður, Baldur Ólafur Svavarsson aðalmaður, Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi, Anna María Guðmundsdóttir þjónustufulltrúi.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1702322 - Bessastaðir. Dsk breyting vegna aðkomu.
Lögð fram tilllaga að breytingu deiliskipulags Bessastaða sem gerir ráð fyrir breytingum á aðkomu og bílastæðum framan við Bessastaði. Markmiðið er að að bæta öryggi og aðgengi ferðamanna og annara sem sækja Bessastaði heim.
Gert er ráð fyrir að bílastæði sem sýnd eru í brekkunni norðan og vestan við kirkju verð flutt yfir á túnið norðan við núverandi heimreið og fjær forsetasetrinu. Gert verður ráð fyrir um 110 bílastæðum sem munu hafa grænt yfirbragð og ætlað að vera áfram hluti af túnum Bessastaða. Gert verður ráð fyrir stæðum fyrir hópferðabíla meðfram heimreið að norðanverðu. Öryggishlið færist til.
Svæði sem breyting nær til og fjöldi bílastæða er talsvert minna en forkynnt tillaga gerði ráð fyrir.
Kveðið er á um efnisnotkun og útfærslu bílastæða á meðfylgjandi skýringaruppdráttum.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar í samræmi við 1.mgr.41.gr.Skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 1.mgr.43.gr.sömu laga. Afla skal umsagna frá Minjastofnun, Vegagerðinni og veitustofnunum á auglýsingartíma.
2. 1812022 - Garðahraun efra-Fólkvangur, deiliskipulag
Tillaga að deiliskipulagi fólkvangsins Garðahrauns efra að lokinni auglýsingu. Athugasemdir sem borist hafa lagðar fram. Vísað til úrvinnslu hjá skipulagsráðgjafa og tækni-og umhverfissviði.
3. 1809189 - Molduhraun, endurskoðun deiliskipulags.
Tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi Molduhrauns að lokinni auglýsingu. Engar athugasemdir bárust en umsagnir sem óskað var eftir hafa enn ekki borist. Vísað til úrvinnslu hjá skipulagsráðgjafa og tækni-og umhverfissviði.
4. 1903082 - Bæjargarður, stígakerfi, dsk breyting.
Tillaga að breytingun deiliskipulags Bæjargarðs að lokinni auglýsingu. Athugasemdir sem borist hafa lagðar fram. Vísað til úrvinnslu hjá skipulagsráðgjafa og tækni-og umhverfissviði.
5. 1710083 - Lyngássvæði, deiliskipulag L1 og L2
Tillaga að breytingu deiliskipulags Ása-og Grunda lögð fram efra að lokinni auglýsingu. Athugasemdir sem borist hafa lagðar fram. Vísað til úrvinnslu hjá skipulagsráðgjafa og tækni-og umhverfissviði.
6. 1906365 - Holtsvegur 55, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn um fjölgun íbúða í fjölbýlishúsi að Holtsvegi 55. Fyrirspurn vísað til umsagnar deiliskipulagshöfundar og Urriðaholts ehf. Guðrún Dóra vék af fundi undir þessum lið.
7. 1902376 - Urriðah Austurhl 1, Maríugata 1 - 3, deiliskipulagsbreyting
Lagt fram erindi lóðarhafa þar sem óskað er eftir fjölgun íbúða ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar dags 28.júní sem Urriðaholt ehf tekur undir. Í umsögn kemur fram það álit að hægt verði að fjölga íbúðum svo vel fari miðað við tillögur umsækjanda um fjölgun bílastæða á lóð.
Skipulagsnefnd vísar breytingartillögunni til auglýsingar í samræmi við 1.mgr.41.gr.Skipulagslaga nr.123/2010 sbr.1.mgr.43.gr.sömu laga.
Baldur Ó.Svavarsson vék af fundi undir þessum lið.
8. 1907004 - Hraungata 15-19, deiliskipulagsbreyting. Austurhluti 1.
Lögð fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir fjölgun íbúða í fjölbýlishúsinu.
Vísað til umsagnar deiliskipulagshöfunda og Urriðaholts ehf.
9. 1808017 - Dýjagata 15 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram tillaga að breytingum á byggingarleyfisgögnum ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar dags.6.júní 2019 sem Urriðaholt ehf tekur undir. Með vísan í umsögnina gerir skipulagsnefnd ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verði vikið frá kröfum 2.mgr. 43.greinar Skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar hvað varðar umrædd ákvæði deiliskipulags.
10. 1706139 - Haukanes 24 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram tillaga að byggingarleyfisumsókn fyrir nýtt einbýlishús að Haukanesi 24 sem fer umfram heimild deiliskipulags um heildarnýtingarhlutfall.
Tillögu er vísað til umsagnar deiliskipulagshöfunda þar sem fram komi hve mikill hluti heildarflatarmáls geti talist rými án grenndaráhrifa og hvort hæð hússins sé í samræmi við ákvæði deiliskipulagsins.
11. 1906181 - Jafnakur 8 - Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
Vísað til frekari skoðunar.
12. 1904344 - Smáraflöt 35 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram ný útfærsla á byggingarleyfisumsókn. Gert er ráð fyrir 7,5 m löngum vegg á lóðarmörkum en aðrir hlutar norðurhliðar er 50 cm frá lóðarmörkum.
Skipulagsnefnd lítur svo á að útfærslan sé í samræmi við ákvæði deiliskipulags Flata.
13. 1906329 - Árakur breyting á deiliskipulagi - Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
Svar skipulagsnefndar er að ekki sé æskilegt að þau svæði meðfram götu sem sýnd séu sem græn svæði á deiliskipulagsuppdrætti séu lögð undir bílastæði.
14. 1906312 - Landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum
Erindi lagt fram.
15. 1906364 - Aðalskipulag Reykjavíkur, breyting. Verkefnalýsing og umhverfismat
Lögð fram verklýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Með verklýsingunni er boðaðar umfangsmiklar breytingar á AR2010-2030, sem einkum varða stefnu um íbúðarbyggð, markmið í húsnæðismálum, þéttleika byggðar og forgangsröðun uppbyggingar. Með vísan til 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og laga nr. 105/2006 um umhverfismat er verkefnislýsingin, ásamt matslýsingu, lögð fram til kynningar og umsagnar. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við verkefnislýsinguna.
16. 1907008 - Þjóðlenda- breytt mörk sveitafélagsins, breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025. Nýtt skipulag fyrir Leiðarenda.
Lögð fram verkefnislýsing á breytingu aðalskipulags Hafnarfjarðar sem gerir ráð fyrir því að mörk aðalskipulagsins breytist til samræmis við breytingu á staðarmörkum Hafnarfjarðarkaupstaðar til samræmis við úrskurð óbyggðanefndar frá 20.júní 2014. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við verkefnislýsinguna.
17. 1906025F - afgreiðslufundir skipulagsstjóra - 4
Fundargerð 4. afgreiðslufundar sem haldinn var 19.júní sl lögð fram í samræmi við 3.gr. viðauka II við samþykkt bæjarstjórnar Garðabæjar nr.20/2017.
 
1905049 - Rjúpnahæð 11 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
1906036 - Rjúpnahæð 13 -Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
 
 
 
1905258 - Smáraflöt 11 -Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
1810324 - Smáraflöt 11 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
1810085 - Beiðni um samstarf við að reisa girðingu við Unnargrund
 
 
 
1906101 - Smiðsbúð 7 - dsk breyting Búða
 
 
 
1805161 - Haukanes 10 -Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
1806394 - Lambhagi 5 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
18. 1907001F - afgreiðslufundir skipulagsstjóra - 5
Fundargerð 5. afgreiðslufundar sem haldinn var 3.júlí sl lögð fram í samræmi við 3.gr. viðauka II við samþykkt bæjarstjórnar Garðabæjar nr.20/2017.
 
1906220 - Dýjagata 5 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
1906055 - Kinnargata 10-12 - Veggir - Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
 
 
 
1906043 - Víðilundur 1 -Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
1905257 - Dýjagata 8 - svalir -frávik deiliskipulag - Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
 
 
 
1905049 - Rjúpnahæð 11 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
1903162 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024
 
 
 
1906197 - Hegranes 26 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum.