Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
25. (1886). fundur
02.07.2019 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarráðs í Ráðhúsi Garðabæjar við Garðatorg.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Gunnar Valur Gíslason aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Jóna Sæmundsdóttir varamaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Eiríkur Björn Björgvinsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Hildigunnur Árnadóttir félagsráðgjafi, Sunna Stefánsdóttir samskipta- og kynningarfulltrúi, Sólveig Helga Jóhannsdóttir skipulagsfræðingur.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1905364 - Víkurgata 25 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Eirík Baldri Þorsteinssyni, kt. 270474-5869, leyfi til að byggja einbýlishús að Víkurgötu 25.
2. 1901301 - Endurnýjun samstarfssamnings við Ungmennafélagið Stjörnuna.
Forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir helstu áherslum og breytingum í endurnýjuðum samstarfssamningi Garðabæjar og Ungmennafélagsins Stjörnunnar.

Bæjarráð samþykkir samninginn með fjórum atkvæðum. (ÁHJ,GVG,AG,JS)

Sara Dögg Svanhildardóttir, situr hjá við afgreiðslu málsins og leggur fram eftirfarandi bókun.

"Garðabæjarlistinn leggst gegn því að ekki sé dregin fram skýr áhersla um aðgerðir um frekari útfærslur á systkinaafslætti sem og sértækar aðgerðir til að auka tækifæri fatlaðra barna til iðkunar íþrótta í samstarfsamningi Garðabæjar og UMF Stjörnunnar. Garðabær hefur undirritað sáttmála um Heilsueflandi samfélag og því vekur það furðu að ekki séu dregnar fram hvetjandi aðgerðir sem styðja við slíkan sáttmála með afgerandi hætti.
Garðabæjarlistinn leggur áherslu á mikilvægi þess að sveitarfélagið sýni frumkvæði og hvetji sérstaklega til þess að framsýni sé höfð að leiðarljósi í samningum sem þessum þar sem hvatt er sérstaklega til þess að ná enn lengra í þjónustu við börn og ungmenni með það að markmiði að tækifæri til íþróttaiðkunar gefist öllum börnum og ungmennum óháð efnahag eða annarrar stöðu.
Einnig telur Garðabæjarlistinn að mikilvægt sé að aðilar þ.e. sveitarfélagið og UMF Stjarnan sammælist í samningnum um að æfingagjöld hækki ekki umfram vísitölu á samningstímabilinu.
Garðabæjarlistinn situr því hjá við afgreiðslu samningsins."
Samstarfssamningur - 2019 til 2023 lokadrög EBB.docx
3. 1906312 - Bréf Skógræktarinnar um bindingu kolefnis og uppbyggingu skógarauðlindar á Íslandi til framtíðar, dags. í júní 2019.
Lagt fram og vísað til kynningar í skipulagsnefnd og umhverfisnefnd.
Bréf til sveitarstjórna _ Landshlutaáætlun í skógrækt.pdf
4. 1906317 - Bréf Sveins Gauta Einarssonar varðandi vatnsveitumál, dags. 24.06.19.
Bæjarráð vísar bréfinu til nánari skoðunar hjá tækni- og umhverfissviði og heilbrigðiseftirliti.

Bæjarráð felur upplýsingadeild að birta almennar upplýsingar um stöðu vatnsmála í Garðabæ og tilkynningar til íbúa þegar ástæða er til.
Vatnsveitumal_spurningar_SGE.pdf
5. 1906300 - Bréf Þjóðskrár Íslands varðandi fasteignamat 2020, dags. 24.06.19.
Lagt fram.

Í bréfinu kemur fram að fasteignamat í Garðabæ hækkar um 6,2% milli áranna 2019 og 2020.
fasteignamat 2020.pdf
6. 1904073 - Bréf Sambands ísl. sveitarfélaga varðandi álagningarprósentu fasteignaskatts, dags. 26.06.19.
Í bréfinu er áréttuð yfirlýsing stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga um að sveitarfélög hækki ekki gjaldskrár sínar á árinu 2019 umfram það sem þegar er komið til framkvæmda og að á árinu 2020 verði gjaldskrár ekki hækkaðar umfram 2,5% að hámarki en minna ef verðbólga verður lægri.
Samþykkt stjórnar sambandsins vegna erindis ASÍ.pdf
7. 1906169 - Minnisblað varðandi möguleika á að gera bólusetningar að skilyrði fyrir leikskóladvöl, dags. 24.06.19
Lagt fram og vísað til kynningar í leikskólanefnd.
Möguleiki á að gera bólusetningu að skilyrði fyrir leikskóladvöl og/eða starfi á leikskólum Garðabæjar
8. 1906361 - Bréf Urriðaholts ehf. varðandi skjólveggi í Urriðaholti, dags. 26.06.19.
Bæjarráð tekur undir sjónarmið í bréfinu um að brýnt sé að bregðast við ef íbúðareigendur í Urriðaholti virða ekki skilmála deiliskipulags varðandi uppsetningu skjólveggja.

Bæjarráð felur tækni - og umhverfssviði að hlutast til um að stöðva allar óleyfisframkvæmdir og krefjast úrbóta í þeim tilvikum sem framkvæmdir samrýmast ekki gildandi deiliskipulagsskilmálum.
Bréf til GB vegna skjólveggja - 26.06.2019.pdf
9. 1906384 - Bréf Jafnréttisstofu um samstarf vegna landsfundar sveitarfélaga um jafnréttismál 2019, dags. 18.06.19.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar bréfinu til afgreiðslu bæjarstjóra.
Landsfundur sveitarfélaga um jafnréttismál
10. 1904211 - Drög að reglum um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk í Garðabæ.
Félagsráðgjafi gerði grein fyrir helstu atriðum og áherslum í drögum að reglum um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk í Garðabæ.

Bæjarráð vísar drögunum til umfjöllunar hjá samráðshópi um málefni fatlaðs fólks og fjölskylduráðs.
11. 1906289 - Drög að samkomulagi Kópavogs, Hafnarfjarðar og Garðabæjar um sameiginlega bakvakt í barnaverndarmálum.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti.
12. 1507009 - Drög að samningi um skiptingu lóðar við Gimli samkvæmt gildandi deiliskipulagi.
Bæjarstjóri kynnti helstu atriði samningsins og forsögu byggðar á lóðinni við Gimli.

Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum.