Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
26. (1887). fundur
09.07.2019 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarráðs í Ráðhúsi Garðabæjar við Garðatorg.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Gunnar Valur Gíslason aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Jóna Sæmundsdóttir varamaður, Ingvar Arnarson varamaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Sunna Stefánsdóttir samskipta- og kynningarfulltrúi, Eiríkur Björn Björgvinsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Hildigunnur Árnadóttir félagsráðgjafi, Sólveig Helga Jóhannsdóttir skipulagsfræðingur.

Fundargerð ritaði: Sólveig Helga Jóhannsdóttir, skipulagsfræðingur.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1806461 - Málaflokkayfirlit janúar - júní 2019
Á fund bæjarráðs mætti Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri og gerði grein fyrir málaflokkayfirliti janúar - júlí 2019.
2. 1904109 - Minnisblað Sambands Íslenskra sveitarfélaga varðandi forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda ársins 2020 og fjárhagsáætlana til þriggja ára, dags 01.07.19.
Lagt fram og vísað til frekari skoðunar við undirbúning fjárhagsáætlunar 2020 (2020 - 2023).
Forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda fyrir árið 2020.pdf
3. 1907009 - Haukanes 28 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Stefáni Kjærnested, kt. 191271-3519, leyfi fyrir viðbyggingu og breytingum við núverandi hús að Haukanesi 28.
4. 1906083 - Maríugata 7b -Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita HS Veitum, kt. 431208-0590, leyfi fyrir dreifistöð að Maríugötu 7b.
5. 1906243 - Sunnakur 3 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Inga Sturlu Þórissyni, kt. 060782-5989, leyfi fyrir byggingu einbýlishúss að Sunnakri 3.
6. 1906197 - Hegranes 26 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Jóhannesi Sigurðssyni, kt. 010965-3739, leyfi fyrir viðbyggingu við núverandi hús að Hegranesi 26.
7. 1806394 - Lambhagi 5 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Gunnhildi Manfreðsdóttur, kt. 040761-5789, leyfi fyrir viðbyggingu við núverandi hús að Lambhaga 5.
8. 1905049 - Rjúpnahæð 11 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Guðmundi Kristni Péturssyni, kt. 271172-3979, leyfi fyrir byggingu geymslu við núverandi hús að Rjúpnahæð 11.
9. 1805161 - Haukanes 10 -Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Brynjari Kjærnested, kt. 121077-4859, leyfi til að breyta áður lokuðu rými í kjallara í íbúðarými í núverandi húsi að Haukanesi 10.
10. 1808017 - Dýjagata 15 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Höskuldi Erni Arnarsyni, kt. 040380-5749, leyfi til breytinga á einbýlishúsinu að Dýjagötu 15.
11. 1808017 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna fráviks frá deiliskipulagsskilmálum vegna Dýjagötu 15.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar að heimila útgáfu byggingarleyfis þó að breyting sé gerð á halla á þaki, gólfkóta bílsgeymslu og klæðningu einbýlishússins að Dýjagötu 15 en um óverulegt frávik er að ræða sem ekki varðar neina grenndarhagsmuni og þarf því ekki að koma til breytinga á deiliskipulagi sbr. heimild í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
12. 1907008 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna þjóðlenda- breytt mörk sveitafélagsins, breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025. Nýtt skipulag fyrir Leiðarenda.
Lögð fram.
13. 1906364 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur. Verkefnalýsing og umhverfismat.
Lögð fram.
14. 1702322 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi deiliskipulags Bessastaða vegna breytinga á bílastæðum.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. og 1. mgr. 43. gr. sömu laga tillögu að breytingu á deiliskipulagi Bessastaða vegna breytinga á aðkomu og bílastæðum við aðkoma að Bessastöðum.
15. 1902376 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga austurhluta Urriðaholts vegna lóðarinnar við Maríugötu 1 - 3. - (fjölgun íbúða).
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. og 1. mgr. 43. gr. sömu laga tillögu að breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga austurhluta Urriðaholts sem gerir ráð fyrir fjölgun íbúða um fjórar í hvoru húsi eða samtals átta íbúðir á lóðinni við Maríugötu 1-3.
Lóðarhafa skal bent á að við fjölgun íbúða kemur til greiðslu gjalds til uppbyggingar skóla- og íþróttamála samkvæmt samningi um uppbyggingu byggðar í Urriðaholti og nemur gjaldið kr. 847.357 á íbúð m.v. BVT 731,9 stig í júlí 2019 og gjaldfellur við útgáfu á byggingarleyfi.
16. 1906329 - Afgreiðsla skipulagsnefndar á ósk íbúa Árakurs um að breyta grænum svæðum í bílastæði
Lögð fram.
17. 1711191 - Bréf mennta- og menningarmálaráðuneytis vegna framkvæmd umbóta í Flataskóla, dags 01.07.19.
Lagt fram.
Upplýsingar um framkvæmd umbóta mótteknar.pdf
18. 1907029 - Bréf Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar og Golfklúbbs Odds um stuðning við framkvæmd Íslandsmóts golfklúbba karla og kvenna 26.-28. júlí, dags 01.07.19.
Bæjarráð telur eigi unnt að verða við erindinu.
Bréf til bæjarráðs.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).