Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
29. (1890). fundur
30.07.2019 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarráðs í Ráðhúsi Garðabæjar við Garðatorg.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Gunnar Valur Gíslason aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eiríkur Björn Björgvinsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri, Guðbjörg Brá Gísladóttir verkefnastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1905048 - Maríugata 30-32 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Gerð ehf., kt. 530116-0180, leyfi fyrir byggingu fjölbýlishúss með 16 íbúðum að Maríugötu 30-32.
2. 1907202 - Bréf MS og KP varðandi byggingarrétt á bæjarstæði jarðarinnar Selskarðs, dags. 25.04.19.
Bæjarráð bendir bréfriturum á að með vísan til aðalskipulags Garðabæjar er ekki gert ráð fyrir byggð á því svæði þar sem áður stóð íbúðarhús í landi Selskarðs.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfinu.

Selskarð .pdf
3. 1907047 - Opnun tilboða í framkvæmdir við gatnagerð á Sveinskotsreit.
Eftirfarandi tilboð barst við opnun tilboða í framkvæmdir við gatnagerð á Sveinskotsreit.

Jarðtækni ehf./JJ pípulagnir kr. 86.950.280

Kostnaðaráætlun kr. 76.422.860

Afgreiðslu frestað.
4. 1906350 - Afgreiðsla umhverfisnefndar varðandi viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi 2019.
Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisnefndar um viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi 2018.
5. 1907242 - Bréf Umhverfisstofnunar varðandi tillögu að friðlýsingu háhitasvæði Brennisteinsfjalla, dags. 23.07.19.
Bæjarráð vísar bréfinu til umfjöllunar umhverfisnefndar.

Tillaga að friðlýsingu svæðis í verndarflokki rammaáætlunar til kynningar
Háhitasvæði Brennisteinsfjalla: 69 Brennisteinsfjöll.pdf
Tillaga að auglýsingu.pdf
Kort af svæði sem tillagan nær til.pdf
6. 1906192 - Bréf Skipulagsstofnunar varðandi tengingu Hnoðraholtsbrautar við Arnarnesveg, dags. 25.07.19.
Efla verkfræðistofa hefur fyrir hönd Garðabæjar sent Skipulagsstofnun tilkynningu til ákvörðunar um matsskyldu tengingar Hnoðraholtsbrautar í Hnoðraholti í Garðabæ við Arnarnesveg í Kópavogi. Skipulagsstofnun hefur óskað eftir að veitt verði umsögn um málið. Garðabær er einn af umsagnaraðilum varðandi áhrif framkvæmdarinnar á umhverfi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra afgreiðslu málsins.
Tenging Hnoðraholtsbrautar í Hnoðraholti við Arnarnesveg.pdf
2424-093-003-SKY- Hnoðraholtsbraut med vidaukum.pdf
Undirritað erindi.pdf
7. 1812195 - Þjónustusamningur Áss styrktarfélags og Garðabæjar - kostnaðarútreikningur.
Bæjarráð samþykkir kostnaðarútreikning vegna samnings við Styrktarfélagið Ás um rekstur þjónustu búsetukjarna við Unnargrund. Samkvæmt kostnaðarútreikningi er gert ráð fyrir að kostnaður á ársgrundvelli verði kr. 126.296.845 og er þá miðað við eina næturvakt.

Sara Dögg Svanhildardóttir leggur fram eftirfarandi fyrirspurn.

"Það vekur furðu að drög að samningi við ÁS styrktarfélag sem samþykkt voru í bæjarráði 30. apríl síðastliðinn að bera undir bæjarstjórn sé ekki enn frágenginn. Þrátt fyrir að búið sé að gefa tilvonandi íbúum fyrirheit um að flutningar verði í ágústmánuði.
Ekki vekur það síður furðu að tilvonandi íbúar fái fregnir af seinkun um flutning með eins stuttum fyrirvara og raun ber vitni eða rétt um viku fyrir mánaðarmót. Hér er um einn viðkvæmasta hóp einstaklinga að ræða og verulegar breytingar á aðstæðum þessara einstaklinga og því gríðarlega mikilvægt að vanda til verka og lágmarka alla óvissu í slíku ferli.

Því legg ég fram eftirfarandi fyrirspurn:
Hvaða forsendur lágu fyrir þegar tilvonandi íbúum var tilkynnt að miðað væri við flutning í ágúst? Og hvað hefur breyst?"

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurninni.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:30. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).