Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd Garðabæjar
11. fundur
08.08.2019 kl. 08:00 kom skipulagsnefnd Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu.
Fundinn sátu: Sigurður Guðmundsson formaður, Lúðvík Örn Steinarsson aðalmaður, Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir aðalmaður, Stella Stefánsdóttir aðalmaður, Baldur Ólafur Svavarsson aðalmaður, Anna María Guðmundsdóttir verkefnastjóri, Guðbjörg Brá Gísladóttir verkefnastjóri, Sólveig Helga Jóhannsdóttir skipulagsfræðingur.

Fundargerð ritaði: Sólveig H. Jóhannsdóttir skipulagsfræðingur.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1811125 - Urriðaholt Austurhluti 2 - deiliskipulag
Fulltrúar Urriðaholts ehf og deiliskipulagshöfundar kynntu drög að deiliskipulagi Urriðaholts Austurhluta 2 sem nú er lagt til að að verði nefnt 4. áfangi deiliskipulags norðurhluta Urriðaholts.
Vísað til frekari úrvinnslu hjá skipulagsráðgjöfum og tækni- og umhverfissviði.
2. 1907004 - Hraungata 15-19, deiliskipulagsbreyting. Austurhluti 1.
Lögð fram umsögn skipulagsráðgjafa um fyrirspurn lóðarhafa um fjölgun íbúða. Ráðgjafar mæla ekki með fjölgun íbúða um 7 íbúðir. Vísað til skoðunar hjá tækni og umhverfissviði. Baldur Ó. Svavarsson vék af fundi undir þessum lið.
3. 1906365 - Holtsvegur 55, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa um fjölgun íbúða um 4 og aukningu á byggingarmagni. Lögð fram umsögn deiliskipulagshöfundar þar sem fram kemur að ekki hefur verið fallist á aukningu byggingarmagns í þeim tilvikum sem íbúðum hefur verið fjölgað. Með vísan í framlagða umsögn er svar skipulagsnefndar neikvætt. Baldur Ó Svavarsson og Guðrún Dóra Brynjólfdóttir véku af fundi undir þessum lið.
4. 1809189 - Molduhraun, endurskoðun deiliskipulags.
Lögð fram tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi Molduhrauns ásamt umsögn Vegagerðarinnar. Vísað til frekari skoðunar hjá tækni-og umhverfissviði.
5. 1907130 - Miðhraun 2 -Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram tillaga að útfærslum ljósaskilta við þakbrún á lyftuhúsi verslunarhússins sem er hærri en þak hússins. Skipulagsnefnd bendir á að meðan að skilti eru neðan við þakbrún eru þau heimil samkvæmt tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi Molduhrauns. Fyrir umrædda lóð eru til sérstök ákvæði sem staðfest voru með deiliskipulagsbreytingu en þar er einnig kveðið á um að skilti skulu vera neðan við þakbrún og ennfremur að ekki sé heimilt að vera með upplýst skilti á norðurhlið. Samkvæmt tillögu er skilti ofan við þakbrún og brýtur því í bága við deiliskipulagákvæði. Skipulagsnefnd mun ekki fallast á að deiliskipulagsákvæðum verði breytt hvað þetta varðar enda eru þau sett í samræmi við ákvæði aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem sett eru fram í kafla 3.2.4. í greinargerð með aðalskipulagi.
6. 1710083 - Lyngássvæði, deiliskipulag L1 og L2
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Ása og Grunda sem nær til svæðis sem afmarkast af Lyngási, Stórási og Ásabraut að lokinni kynningu. Lagðar fram athugasemdir sem bárust innan athugasemdafrests.
Lögð fram greinargerð deiliskipulagsráðgjafa þar sem gerðar eru tillögur að viðbrögðum við athugasemdum og svör við þeim.
Skipulagsnefnd leggur til að gerðar verði eftirfarandi breytingar á auglýstri tillögu:

- Íbúðum fækkað úr 390 íbúðum í 375 íbúðir
- Íbúðum verður fækkað en bílastæðamagn verður áfram það sama og auglýst var á uppdrætti og hækkar þannig að meðaltali fyrir skipulagssvæðið úr 1,2 í 1,25 bílastæði á íbúð.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með ofangreindum breytingum í samræmi við 3. mgr. 41. gr. og. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
7. 1906192 - Hnoðraholt norður deiliskipulag
Lögð fram tillaga að umsögn Garðabæjar vegna tilkynningar til ákvörðunar um matsskyldu fyrir tengingu Hnoðraholtsbrautar í Hnoðraholti við Arnarnesveg. Höfundur tillögunnar að umsögn er Efla ehf sem er í hópi skipulagsráðgjafa vegna aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags Hnoðraholts norðurhluta sem unnið er að.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillögu að umsögn en leggur til að fram komi í umsögninni að á framkvæmdatíma uppbyggingar í Hnoðraholti og Vetrarmýri verði vegurinn ekki nýttur til gegnumaksturs fyrir þungaflutninga frá framkvæmdarsvæðum heldur til að þjónusta íbúðarbyggð sem fyrir er.
Samkvæmt drögum að tillögu að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts er gert ráð fyrir því að Hnoðraholtsbraut færist austar og sunnar en núverandi Hnoðraholtsbraut og að svæðið sem myndast þar á milli verði m.a. nýtt til hljóðvarna.
8. 1706258 - Hraungata 8 (áður 10) - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram tillaga að óverulegri deiliskipulagsbreytingu vegna gerðar gustlokaðs rýmis á efri hæð hússins að lokinni grenndarkynningu. Athugasemdir sem borist hafa lagðar fram.
Athugasemdum og tillögu vísað til úrvinnslu hjá tækni-og umhverfissviði.
9. 1907230 - Víkurgata 27, breyting á hámarkshæð fyrirspurn
Lögð fram fyrirspurn vegna breytingar á hámarkshæð. Skipulagsnefnd leggst gegn breytingu á hámarkshæð sem lýst er í tillögunni. Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir vék af fundinum undir þessum lið.
10. 1907203 - Nýhöfn 1-5, breyting á bílastæðum
Lagt fram erindi húsfélagsins að Nýhöfn 1-5 þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta bílastæðum þannig að bílastæði utan lóðar yrðu framan við bifreiðargeymslu og þar af leiðandi til einkaafnota eigenda þeirra.
Erindinu vísað til tækni- og umhverfissviðs og deiliskipulagshöfundar.
11. 1907255 - Svæðisskipulag Suðurnesja 2008-2024, breyting. Ósk um umsögn.
Skipulagsnefnd Garðabæjar gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við breytingartillöguna er leggur áherslu á mikilvægi þess að samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins leggi mat á tillöguna út frá sameiginlegum hagsmunum höfuðborgarsvæðisins.
12. 1908001F - afgreiðslufundir skipulagsstjóra - 6
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).