Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Garðabæjar
11. (851). fundur
15.08.2019 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu.
Fundinn sátu: Sigurður Guðmundsson forseti bæjarstjórnar. Áslaug Hulda Jónsdóttir aðalmaður. Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður. Gunnar Valur Gíslason aðalmaður. Jóna Sæmundsdóttir aðalmaður. Almar Guðmundsson aðalmaður. Björg Fenger aðalmaður. Gunnar Einarsson aðalmaður. Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður. Ingvar Arnarson aðalmaður. Harpa Þorsteinsdóttir aðalmaður.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Fundurinn er hljóðritaður.

Sigurður Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar, setti fund og stjórnaði.

Fundargerð bæjarstjórnar frá 20. júní 2019 er lögð fram.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1906032F - Fundargerð bæjarráðs frá 25/6 ´19.
Ingvar Arnarson, kvaddi sér hljóðs og óskaði GKG til hamingju með Íslandsmeistaratitil í sveitakeppni í golfi. Þá ræddi Ingvar 1. tl., úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjárhag Garðabæjar.

Sara Dögg Svanhildardóttir,ræddi 1. tl., úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjárhag Garðabæjar.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, ræddi 1. tl., úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjárhag Garðabæjar.

Fundargerðin sem er 10 tl. er samþykkt samhljóða.
2. 1906040F - Fundargerð bæjarráðs frá 2/7 ´19.
Björg Fenger, ræddi 2. tl., endurnýjun samstarfssamnings við Ungmennafélagið Stjörnuna.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 2. tl., endurnýjun samstarfssamnings við Ungmennafélagið Stjörnuna.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, ræddi 2. tl., endurnýjun samstarfssamnings við Ungmennafélagið Stjörnuna.

Almar Guðmundsson, ræddi 2. tl., endurnýjun samstarfssamnings við Ungmennafélagið Stjörnuna.

Ingvar Arnarson, ræddi 2. tl., endurnýjun samstarfssamnings við Ungmennafélagið Stjörnuna.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi að nýju 2. tl., endurnýjun samstarfssamnings við Ungmennafélagið Stjörnuna.

Gunnar Valur Gíslason, ræddi 2. tl., endurnýjun samstarfssamnings við Ungmennafélagið Stjörnuna.

Almar Guðmundsson, ræddi að nýju 2. tl., endurnýjun samstarfssamnings við Ungmennafélagið Stjörnuna.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi að nýju 2. tl., endurnýjun samstarfssamnings við Ungmennafélagið Stjörnuna.


Harpa Þorsteinsdóttir, ræddi 2. tl., endurnýjun samstarfssamnings við Ungmennafélagið Stjörnuna.

Gunnar Einarsson, ræddi 2. tl., endurnýjun samstarfssamnings við Ungmennafélagið Stjörnuna.

Fundargerðin sem er 12 tl. er samþykkt samhljóða.
3. 1907008F - Fundargerð bæjarráðs frá 9/7 ´19.
Gunnar Valur Gíslason, ræddi 18. tl., bréf golfklúbbanna um stuðning við framkvæmd Íslandsmóts og notaði tækifærið til að óska GKG til hamingju með Íslandsmeistaratitil í sveitakeppni í golfi.

Fundargerðin sem er 18 tl. er samþykkt samhljóða.
4. 1907011F - Fundargerð bæjarráðs frá 16/7 ´19.
Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 3. tl., undirbúning vegna komu flóttafólks.

Gunnar Einarsson, ræddi 3. tl., undirbúning vegna komu flóttafólks.

Fundargerðin sem er 6 tl. er samþykkt samhljóða.
5. 1907021F - Fundargerð bæjarráðs frá 23/7 ´19.
Fundargerðin sem er 14 tl. er samþykkt samhljóða.
6. 1907023F - Fundargerð bæjarráðs frá 30/7 ´19.
Fundargerðin sem er 7 tl. er samþykkt samhljóða.

7. 1908006F - Fundargerð bæjarráðs frá 13/8 ´19.
Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 5. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi umsögn vegna tilkynningar til ákvörðunar um matsskyldu fyrir tengingu Hnoðraholtsbrautar við Arnarnesveg.

Sigurður Guðmundsson, ræddi 5. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi umsögn vegna tilkynningar til ákvörðunar um matsskyldu fyrir tengingu Hnoðraholtsbrautar við Arnarnesveg og 6. tl. afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Ása og Grunda.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, ræddi 15. tl., samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu.

Fundargerðin sem er 15 tl. er samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla mála.
 
1907255 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu um breytingu á svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að gera ekki, fyrir sitt leyti, athugasemdir við tillögu að breytingu á svæðisskipulagi Suðurnesja enda verði tillagan tekin til umfjöllunar hjá samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins þar sem lagt verður mat á tillöguna út frá sameiginlegum hagsmunum höfuðborgarsvæðisins.
 
 
1710083 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Ása og Grunda.
 
Bæjarstjórn samþykkir samkvæmt 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu skipulagsnefndar um breytingu á deiliskipulagi Ása og Grunda sem nær til svæðis sem afmarkast af Lyngási, Stórási og Ásabraut. Tillagan var auglýst samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga, sbr 1. mgr. 41. gr.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að svörum við innsendum athugasemdum og deiliskipulagið með eftirfarandi áorðnum breytingum frá auglýstri tillögu
Íbúðum er fækkað úr 390 íbúðum í 375 íbúðir. Fjöldi bílastæða verður óbreyttur frá auglýstri tillögu og hækkar úr 1,2 í 1,25 bílastæði á íbúð.
Samþykkt tillaga skal send Skipulagsstofnun samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og þá skal niðurstaða bæjarstjórnar auglýst, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Jafnframt skal senda þeim aðilum sem athugasemdir gerðu umsögn um þær.
 
 
1907130 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varaðndi umsókn um ljósaskilti á húsinu við Miðhraun 2.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að hafna umsókn lóðarhafa að Miðhrauni 2 um frávik frá skipulagsskilmálum varðandi uppsetningu á ljósaskilti.
 
8. 1906033F - Fundargerð fjölskylduráðs frá 25/6 ´19.
Fundargerðin lögð fram.
9. 1907013F - Fundargerð fjölskylduráðs frá 17/7 ´19.
Almar Guðmundsson, ræddi 2. tl., undirbúning að setningu reglna Garðabæjar um NPA.

Fundargerðin lögð fram.
10. 1906039F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 4/7 ´19.
Fundargerðin lögð fram.
11. 1907026F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 8/8 ´19.
Ingvar Arnarson, ræddi 1. tl., deiliskipulag 2. áfanga austurhluta Urriðaholts.

Sigurður Guðmundsson, ræddi 1. tl., deiliskipulag 2. áfanga austurhluta Urriðaholts.

Fundargerðin lögð fram.
12. 1907015F - Fundargerð umhverfisnefndar frá 18/7 ´19.
Jóna Sæmundsdóttir, ræddi 1. tl., viðurkenningar umhverfisnefndar fyrir snyrtilegt umhverfi og færði öllum þeim sem fengu viðurkenningu hamingjuóskir.

Fundargerðin lögð fram.
13. 1905024F - Fundargerð öldungaráðs frá 15/5 ´19.
Gunnar Einarsson, ræddi málefni eldri borgara og hugmyndir um nýtingu á rými á 1. hæð Ísafoldar, þar sem áður var bakarí, fyrir starfsemi eldri borgara.

Harpa Þorsteinsdóttir, ræddi 2. tl., tillögu um að gerð verði könnun meðal eldri borgara varðandi nýtingu á þeirri heilsurækt sem boði er í Garðabæ.

Björg Fenger, ræddi 2. tl., tillögu um að gerð verði könnun meðal eldri borgara varðandi nýtingu á þeirri heilsurækt sem boði er í Garðabæ.

Fundargerðin lögð fram.
14. 1901420 - Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 1/7 ´19.
Fundargerðin lögð fram.
15. 1901375 - Fundargerð stjórnar SSH frá 1/7 ´19.
Fundargerðin lögð fram.
16. 1904035 - Fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 21/6 ´19.
Fundargerðin lögð fram.
17. 1901198 - Fundargerðir stjórnar Sorpu bs. frá 25/6 og 19/7 ´19.
Fundargerðin lögð fram.
18. 1901407 - Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 21/6 og 26/6 ´19.
Björg Fenger, ræddi 1. tl., fg. 21/6 vagnakaup.

Jóna Sæmundsdóttir, 1. tl., fg. 21/6 vagnakaup.

Fundargerðin er lögð fram.
19. 1906097 - Tillaga Garðabæjarlistans um að ráða í stöðu jafnréttisfulltrúa Garðabæjar.
Sara Dögg Svanhildardóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi tillögu.

„Bæjarstjórn samþykkir að ráða í stöðu jafnréttisfulltrúa.“

Greinargerð
Jafnréttismál snerta alla þætti stjórnsýslunnar og er því málaflokkur sem varðar alla starfsemi sveitarfélagsins. Til þess að gera betur, ná markvissri eftirfylgni með aðgerðaráætlunum er varða hin ýmsu jafnréttismál er þarft að hafa sérfræðing á því sviði til að fylgja málum eftir og styðja við aðra stjórnendur sem leiða starf bæjarfélagsins.

Gunnar Einarsson tók til máls og ræddi framlagða tillögu. Gunnar lagði til að tillögunni verði hafnað.

Tillagan er felld með átta atkvæðum (SG,ÁHJ,SHJ,GVG,JS,AG,BF,GE) gegn þremur (SDS,IA,HÞ)
20. 1906097 - Tillaga Garðabæjarlistans varðandi endurskoðun jafnréttisáætlunar Garðabæjar.
Sara Dögg Svanhildardóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi tillögu.

„Bæjarstjórn samþykkir að við endurskoðun jafnréttisáætlunar Garðabæjar verði sérstaklega gerð grein fyrir jafnréttisáherslum er varða alla hópa þ.e.a.s. uppruna, þjóðernis, litarháttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, aldurs, efnahags, ætternis, fötlunar, heilsufars eða annarrar stöðu.
Einnig samþykkir bæjarstjórn að hefja vinnu við kynjaða fjárhags- og starfsáætlun til að vinna að samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða í sínu starfi. Gert er jafnréttismat á tillögum sem lagðar eru fyrir vegna fjárhagsáætlunar og lögð er áhersla á að bæta söfnun kyngreindra gagna. Ennfremur samþykkir bæjarstjórn að unnin verði jafnréttisstefna og með henni fylgi sérstök jafnréttisáætlun þar sem hlutverk og ábyrgð innan stjórnsýslunnar eru skilgreind og verkefni sett upp í tímalínu.
Bæjarstjórn samþykkir að Jafnréttissáttmáli Evrópu verði undirritaður og tryggja þannig aðferðir til að ná jafnrétti á öllum stigum með samþættingu kynjasjónarmiða á öllum stigum og sviðum og mati á áhrifum stefnumótunar og ákvörðunartöku á kyn. Undirritun felur í sér pólitíska viljayfirlýsingu um að vinna að framgangi jafnréttismála í samræmi við sáttmálann.“

Greinargerð
Í ljósi þess að jafnréttisáætlun Garðabæjar hefur verið vísað til fjölskylduráðs til endurskoðunar leggur Garðabæjarlistinn fram tillögu um ákveðnar breytingar til þess að skerpa á jafnréttimálum almennt. Breytingar sem fela í sér undirritun Jafnréttissáttmála Evrópu til þess að tryggja enn frekar skýran ramma utan um innleiðingu jafnréttis á öllum stigum. Jafnframt teljum við í Garðabæjarlistanum enn frekara tilefni til undurritunar þar sem jafnréttis- og mannréttindanefnd var lögð niður af meirihlutanum við upphaf kjörtímabilsins.
Í ljósi sögunnar hefur það sýnt sig að það skiptir máli til að ná árangri að fókusinn sé skýr og verkferlar fyrir hendi þegar jafna á hlut kynja á hvaða stigi stjórnsýslunnar sem er. Því leggur Garðabæjarlistinn einnig til að við endurskoðun verði unnin jafnréttisstefna Garðabæjar og henni fylgi jafnréttisáætlun þar sem verkefni eru skilgreind sett í tímalínu og merkt ábyrðaraðilum innan stjórnsýslunnar og samhliða verði ráðinn jafnréttisfulltrúi fyrir sveitarfélagið.
Um hlutverk Evrópusáttmálans segir:
“Sáttmálinn spannar öll svið sveitarfélaga frá félagsþjónustu til skipulagsmála. Hann býður upp á aðferðir fyrir sveitarfélög til að ná fram jafnrétti í reynd. Lögð er áhersla á samþættingu kynjasjónarmiða á öllum stigum og sviðum og mati á áhrifum stefnumótunar og ákvörðunartöku á hvort kynið fyrir sig. Tryggja á jafnan aðgang kynjanna að ákvörðunartöku og þjónustu sem taki mið af þörfum bæði karla og kvenna. Mælt er fyrir um aðgerðir gegn staðalímyndum og fræðslu til starfsfólks. Taka á sérstaklega á margfaldri mismunun, sem fyrir utan kyn getur átt rót sína að rekja til kynþáttar, kynhneigðar, aldurs o.fl. Sveitarfélög skulu beita sér fyrir því að samstarfsaðilar þeirra virði jafnréttissjónarmið, svo sem í samningum um kaup á vörum og þjónustu og í samstarfssamningum við félagasamtök.?

Gunnar Einarsson tók til máls um framlagða tillögu. Gunnar lagði til að vísa tillögunni til fjölskylduráðs.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, tók til máls.

Sara Dögg Svanhildardóttir, tók til máls.

Gunnar Einarsson, tók til máls að nýju.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til fjölskylduráðs sem vinnur að endurskoðun jafnréttisáætlunar Garðabæjar.
21. 1902222 - Tillaga um að ganga til samninga við fasteignaþróunarfélagið Spildu ehf. um umsjón við mótun tillögu að deiliskipulagi Vetrarmýrar.
Áslaug Hulda Jónsdóttir, kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi tillögu.

„Í framhaldi af þarfa- og kostgæfnigreiningu fyrir verslunar- og þjónustusvæði í Vetrarmýri samþykkir bæjarstjórn Garðabæjar að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Fasteignaþróunarfélagið Spildu ehf. um aðstoð við gerð tillögu að deiliskipulagi Vetrarmýrar í samvinnu við skipulagsnefnd Garðabæjar og arkitektastofuna Batteríið sem vinnur að gerð deiliskipulags svæðisins.
Ráðgjöf Spildu nær m.a. til eftirtalinna þátta:
? Umsjón með gerð deiliskipulags í Vetrarmýri í samræmi við hugmyndir og áherslur sem kynntar voru á fundi bæjarráðs 18. júní 2019. Meginmarkmiðið er að halda þeirri skýru sýn og stefnu sem mörkuð er í niðurstöðum þarfa- og kostgæfnigreiningar og tryggja að deiliskipulagið færi bænum þau gæði sem sóst er eftir.
? Rýni skipulagsgagna og fundir með skipulagsráðgjöfum og skipulagsnefnd.
? Áframhaldandi samtal við megin kjölfestuaðila sem ákjósanlegir þykja við uppbyggingu svæðisins. Niðurstöðum viðræðna skal skilað til bæjarráðs.
Gengið er út frá því að gerð deiliskipulagsgagna taki allt að 5-6 mánuði og að tillaga að deiliskipulagi Vetrarmýrar verði tilbúin til afgreiðslu bæjarstjórnar til auglýsingar eigi síðar en í janúar 2020.
Tengiliður bæjarins við Spildu í verkefninu er skipulagsstjóri Garðabæjar.
Kostnaður vegna ráðgjafarstarfa Spildu er áætlaður 2,5 m.kr. auk virðisaukaskatts.“

Greinargerð:
Á vormánuðum 2019 unnu Spilda og Garðabær saman að þarfa- og kostgæfnigreiningu fyrir verslunar- og þjónustusvæði í Vetrarmýri í Garðabæ. Til hliðsjónar greiningarvinnunni lá niðurstaða samkeppni um skipulag í Vetrarmýri frá 2018, deiliskipulag fyrir fjölnota íþróttahús og drög að deiliskipulagi Vetrarmýrar og Hnoðraholts sem eru í vinnslu hjá skipulagsnefnd bæjarins. Skoðaðir voru ýmsir valkostir fyrir Garðabæ varðandi framtíð Vetrarmýrar og mat lagt á þá. Markaðsaðstæður voru kannaðar og m.a. rætt við kjölfestuaðila, fyrirtæki og stofnanir sem gætu hentað inn á svæðið út frá fyrirfram skilgreindum samfélagslegum forsendum.
Í greinargerð þarfa- og kostgæfnigreiningar sem kynnt var á fundi bæjarráðs 18. júní 2019 hefur stefna Garðabæjar við deiliskipulagningu Vetrarmýrar verið rýnd og áherslur bæjarins við uppbyggingu svæðisins skilgreindar nánar. Stefnt skal að því að uppbygging atvinnuhúsnæðis í Vetrarmýri falli vel að áherslum aðalskipulags Garðabæjar varðandi uppbyggingu atvinnusvæða í bænum, nýtist samfélaginu í heild, auki gæði samfélagsins í Garðabæ og styðji við íbúðarbyggð í Vetrarmýri, Hnoðraholti og öðrum nærliggjandi svæðum. Áhersla skal lögð á græn svæði, gott samspil milli íbúðarbyggðar og atvinnuhúsnæðis og örugg tengsl gangandi, hjólandi og akandi umferðar. Gatnakerfi verði hnitmiðað og skilvirkt. Hugað verði að hagkvæmri samnýtingu bílastæða með fjölnota íþróttahúsinu.

Ingvar Arnarson, tók til máls um framkomna tillögu og lýsti andstöðu við tillöguna. Ingvar lagði fram eftirfarandi bókun.

„Garðabæjarlistinn hafnar því að eyða fjármagni í að fela þriðja aðila utanumhald með þeim verkefnum sem lýst er í tillögu meirihlutans þar sem ávinningurinn af aðkomu þriðja aðila virðist lítil sem enginn. En ekki síður vegna þess að skilgreind verkefni hafa hingað til verið unnin af starfsmönnum tækni- og umhverfissviðs og því fer betur að nýta hæfi starfsmann sveitarfélagsins til verksins og um leiða að fara vel með skattpening íbúa Garðabæjar.“

Sigurður Guðmundsson, tók til máls um framkomna tillögu og framlagða bókun.

Gunnar Valur Gíslason, tók til máls um framkomna tillögu.

Sara Dögg Svanhildardóttir, tók til máls um framkomna tillögu.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, tók til máls um framkomna tillögu.

Ingvar Arnarson, tók til máls að nýju um framkomna tillögu.

Gunnar Einarsson, tók til máls um framkomna tillögu.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, tók til máls að nýju um framkomna tillögu.

Sara Dögg Svanhildardóttir, tók til máls að nýju um framkomna tillögu

Bæjarstjórn samþykkir framkomna tillögu með átta atkvæðum (SG,ÁHJ,SHJ,GVG,JS,AG,BF,GE) gegn þremur (SDS,IA,HÞ).
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).