Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfisnefnd Garðabæjar
20. fundur
13.02.2020 kl. 08:00 kom umhverfisnefnd Garðabæjar saman til fundar í turnherbergi 3. hæð á bæjarskrifstofunum við Garðatorg.
Fundinn sátu: Jóna Sæmundsdóttir aðalmaður, Guðfinnur Sigurvinsson aðalmaður, Hrönn K. Sch. Hallgrímsdóttir aðalmaður, Páll Magnús Pálsson aðalmaður, Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Linda Björk Jóhannsdóttir garðyrkjufræðingur, Guðbjörg Brá Gísladóttir verkefnastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðbjörg Brá Gísladóttir verkefnastjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1912323 - Tillaga að friðlýsingu Búrfells, Búrfellsgjár og Selgjár í Garðabæ á grundvelli náttúruverndarlaga
Lagt fram. Umhverfisnefnd fagnar stöðu málsins.
Til Bæjarráðs - Tillaga að friðlýsingu Búrfells, Búrfellsgjár og Selgjár í Garðabæ á grundvelli náttúruverndarlaga.pdf
Tillaga að friðlýsingu Búrfells, Búrfellsgjár og Selgjár í Garðabæ á grundvelli náttúruverndarlaga.pdf
2. 1902106 - Bréf Umhverfisstofnunar varðandi friðlýsingaskilmála og breyttum mörkum fólkvangsins Hliðs, dags. 28.01.20.
Lagt fram. Umhverfisnefnd fagnar stöðu málsins.
Tillaga að uppfærðum friðlýsingaskilmálum og breyttum mörkum fólkvangsins Hliðs...pdf
3. 1902106 - Friðlýsingar - samstarf við Umhverfisstofnun
Linda Björk Jóhannsdóttir kynnti fyrir nefndinni stöðu friðlýsinga sem eru í vinnslu í samstarfi við Umhverfisstofnun.
4. 2001237 - Urriðavatn og Urriðakotslækur - vöktun á yfirborðsvatni í Hafnarfjarðarbæ
Lagt fram til kynningar.
Vöktun á yfirborðsvatni í Hafnarfjarðarbæ, nóvember 2019..pdf
5. 1701151 - Uppgræðsla á beitarhólfi í Krísuvík
Frá Landgræðslu ríkisins barst áfangaskýrsla um uppgræðslu í beitarhólfi í Krísuvík árið 2019 og áætlun fyrir árið 2020 ásamt styrkbeiðni. Umhverfisnefnd samþykkir styrkbeiðni.
20200103 Krýsuvík.pdf
6. 2001275 - Íbúakönnun þjónustukönnun Gallup 2019
Lagt fram.
Garðabær_2019_má_birta.pdf
7. 2001084 - Hönnunarleiðbeiningar fyrir hjólreiðar
Lagðar fram hönnunarleiðbeiningar fyrir hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu sem hafa verið unnar á vegum Vegagerðarinnar og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Hönnunarleiðbeiningar fyrir hjólreiðar 2019-12-19.pdf
8. 1809224 - Lykilleiðir hjólareiða
Stofnleiðanet hjólastíga er í vinnslu á vegum sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu og vegagerðarinnar og kynnti Guðbjörg Brá Gísladóttir þá vinnu.
Umhverfisnefnd leggur til strandleið verði einnig í Garðabæ.
Hjolaleidir_kort_Lykilleidir-a-hofudborgarsvaedinu_Shb.pdf
9. 1912314 - Breyting á lögum um meðhöndlun úrgangs til kynningar.
Lagt fram.
Frumvarp til breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs(1).pdf
Samanburðarskjal_breyting á lögum um meðhöndlun úrgangs.pdf
Tilkynning frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs, dags. 20.12.2019.pdf
10. 1810055 - Tillaga um að draga úr plastmengun í rekstri Garðabæjar og stofnana á vegum bæjarins.
Innleiðing á innkaupa- og úrgangsstefnu Garðabæjar - Garðabær gegn sóun er hafin með kynningu fyrir forstöðumenn í stofnunum Garðabæjar. Þeir munu svo skipa græn teymi innan sinna stofnanna til að leiða vinnuna við innleiðinguna.
Umhverfisnefnd þakkar starfsfólki fyrir vel unnin störf.
11. 2001492 - Úttekt á kostnaði vegna sorphirðu sveitafélagsins
Á fundinum var lagt fram yfirlit yfir kostnað við sorphreinsun og sorpeyðingu fyrir árin 2018 og 2019 ásamt yfirliti yfir kostnað við sorphreinsun hjá stofnunum bæjarins fyrir sömu ár.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).