Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd Garðabæjar
8. fundur
02.06.2023 kl. 12:00 kom skipulagsnefnd Garðabæjar saman til fundar í Búrfelli í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Lúðvík Örn Steinarsson aðalmaður, Sigþrúður Ármann varamaður, Baldur Ólafur Svavarsson aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir varamaður, Hlynur Elías Bæringsson áheyrnarfulltrúi, Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri, Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Hrönn Hafliðadóttir verkefnastjóri, Egill Daði Gíslason deildarstjóri umhverfis og framkvæmda.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2110129 - Arnarland. Deiliskipulag
Lögð fram drög að tillögu að deiliskipulagi Arnarlands sem unnin hafa verið af landeiganda í samráði við Garðabæ. Jóhanna Helgadóttir arkitekt og skipulagsfræðingur hjá Nordic gerði grein fyrir drögunum. Þorgerður Arna Einarsdóttir framkvæmdastjóri Arnarlands var viðstödd fundinn undir þessum lið.
Gert er ráð fyrir að engin uppbygging verði Kópavogsmegin bæjarmarka á hinu óbyggða svæði að svo stöddu.
Gert er ráð fyrir blandaðri byggð íbúða, verslunar og þjónustu. Fjöldi íbúðareininga geti orðið allt að 500 í fjölbýli, um 9.000 m2 ætlaðir heilbrigðistengdri þjónustu, um 20.000 ætlaðir undir skrifstofur, um 3500 fermetrar fyrir verslanir o.s.f.v. Hæðir húsa verði 3 til 6 hæðir og kennileitisbygging heilsuklasa allt að 9 hæðir.
Gert er ráð fyrir að lega Borgarlínu geti orðið um miðju Arnarlands eða á jaðri þess meðfram Hafnarfjarðarvegi en endanleg lega hennar getur ekki ákvarðast fyrr en að hönnun hennar liggur fyrir í áætlunum.
Drögin gera ráð fyrir að umferðartengingar verði frá Fífuhvammsvegi og í undirgöngum undir Arnarnesveg frá hringtorgi á mótum Akrabrautar og Miðakra.

Skipulagsnefnd vísar tillögunni til forkynningar í samræmi við 3.mgr.40.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Halda skal kynningarfund á forkynningartíma og tillagan kynnt sérstaklega fyrir skipulagsyfirvöldum í Kópavogi.
Tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til Arnarlands skal forkynnt samhliða deiliskipulagstillögunni.
2. 2110128 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting 8.Arnarnesháls/Arnarland
Lögð fram tillaga að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem gerir ráð fyrir því að landnotkunarreitur 3.37 Arnarnesháls breytist úr Verslun-og þjónusta (Vþ) í miðsvæði (M) til að rúma blandaða byggð íbúða, atvinnu, skrifstofa, verslunar og þjónustu. Skipulagsnefnd leggur til að ákvæðum aðalskipulags um hámarkshæð húsa á reitnum verði breytt úr 8 í 3-6 hæðir en ein kennileitisbygging ofarlega á svæðinu geti orðið allt að 9 hæðir.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til forkynningar í samræmi við 2.mgr.30.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Hún skal forkynnt samhliða tillögu að deiliskipulagi sama svæðis.
3. 2302671 - Hnoðraholt N,dsk.br. efstu hæðir ofl.
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður að lokinni auglýsingu ásamt þeim athugasemdum sem borist hafa.

Skipulagsnefnd leggur til eftirfarandi breytingar á tillögunni:
Fækkað verði um eina íbúðareiningu í raðhúslengjunni við Stekkholt næst bæjarmörkum.
Ákvæði verði sett um uppbrot efstu hæða í fjölbýlishúsum sem snúa að Vorbraut.
Ákvæðum um Hnoðraholtslínu í jörð sé bætt við greinargerð sbr.umsögn Landsnets.

Í samræmi við 3.mgr.41.gr.skipulagslaga nr.1123/2010 samþykkir skipulagsnefnd tillöguna sem breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður með þeim breytingum sem taldar eru upp hér að ofan.
-
4. 2303085 - Holtsvegur 20 dsk.br. Urriðaholt norðurhluti 1.
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Urriðaholts Norðurhluta 1 sem nær til leikskólalóðarinnar Holtsvegur 20 að lokinni auglýsingu.
Tillagan gerir ráð fyrir að aðkoma að byggingunni breytist. Í stað aðkomu á efri hæð verður aðkoma að neðri hæð. Kennisnið breytist til samræmis við breytta aðkomu. Hámarkshæð byggingar lækkar úr 10 metrum í 9 metra. Byggingarreitur breytist. Hæð sem kallast kjallari breytist í aðkomuhæð (1.hæð); hæð sem kallast aðkomuhæð breytist í 2.hæð. Snið D-D í greinargerð með deiliskipulagi breytist og sýnir aðkomuhæð í 49.00 mys. Byggingarreitur neðri hæðar er óbreyttur en byggingarreitur efri hæðar minnkar og tekur nú aðeins til nyrsta hluta byggingarreits. Tafla sem sýnir stærðir lóðar og byggingarreits breytist þar sem að byggingarreitur efri hæðar minnkar verulega. Setning í texta greinargerðar um áætlaða stærð byggingar er felld út og í stað setningar þar sem gert er ráð fyrir 100 barna leikskóla kemur setning sem segir að um sex deilda leikskóla fyrir 100-120 börn sé að ræða.
Alls bárust 9 erindi með athugasemdum sem undirritaðar eru af 24 íbúum, flestum búsettum að Holtsvegi 14, 16 og 18.
Athugasemdir lúta að breytingum á skilgreiningum hæða og hámarkshæð byggingarinnar og sem hefur í för með sér útsýniskerðingu og skuggavarpi. Einnig eru gerðar athugasemdir við málsmeðferð bæjaryfirvalda á málinu.
Skipulagsnefnd telur að þau rök sem færð eru fyrir því að breyta deiliskipulagi til þess að unnt verði að gefa út byggingarleyfi fyrir byggingu leikskóla á lóðinni við Holtsveg 20, í samræmi við vandaða hönnun hússins, varði samfélagslega hagsmuni sem vegi þyngra en hagsmunir nágranna af útsýnisskerðingu og skuggavarpi.
Fallist er á þá athugasemd sem fram hefur komið um að færa hæðarkóta inn á kennisnið gildandi deiliskipulags til skýringar á breytingunni.
Lögð fram drög að svörum við innsendum athugasemdum. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við drögin.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með ofangreindri lagfæringu sem breytingu deiliskipulags 1. áfanga norðurhluta Urriðaholts samkvæmt 3.mgr. 41.gr.skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 43. gr. laganna.
5. 2204332 - Þórsgrund 2 - Umsókn um byggingarleyfi
Lagður fram lóðaruppdráttur sem víkur lítillega frá útfærslu deiliskipulags um tengingu skólalóðar við undirgöng undir Vífilsstaðaveg.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar hvað útfærslu umræddrar tengingar varðar.
6. 2102110 - Félagssvæði Sóta. Deiliskipulag.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi hesthúsabyggðar í Breiðumýri á Álftanesi að lokinni auglýsingu ásamt þeim athugasemdum sem borist hafa.
Skipulagsnefnd leggur til að eftirfarandi breytingar verði gerðar í tillögunni:
Byggingarreitir núverandi hesthúsa verði breikkaðir inn í hestagerði úr 7,5 í 8,5 metra þannig að hægt verði að stækka stíur til samræmis við gildandi reglugerðir.
Að útigerði húsa númer 5, 4 og 6 verði stækkuð til suðurs og austurs og tryggja þannig að betur fari um hrossin í þéttsetnu hverfi.
Að sorpgerði og bíla-og kerrustæðum verði hnikað um 2 metrar til austurs eins og Veitur óska eftir í erindi sínu.
Ekki er fallist á lengingu húsa númer 5 og 6 og bent á að gert er ráð fyrir 3 nýjum hesthúsum í hverfinu.
Ekki er fallist á að gera ráð fyrir bygginarreit fyrir viðbyggingar núverandi húsa sem þrengja að aðkomugötu en bent er á að heimilað verður að stækka húsin talsvert í hina áttina.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með ofangreindum breytingum sem deiliskipulag Hesthúsahverfis í Breiðumýri í samræmi við 3.mgr.41.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
7. 2305311 - Grímsgata 6 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Skipulagsnefnd tekur undir niðurstöðu umsagnar deiliskipulagshöfundar og Urriðaholts ehf en þar segir:
Ekki er mælt með að sorpgeymslur sé staðsettar nær almennri gönguleið um lóð en sem nemur 1 metra
frá gönguleið. Minnt er á að krafa er um runnagróður samhliða almennri gönguleið.
Snúi framhlið (opnun) sorpgeymslu að gönguleið er mælt með að fjarlægð frá gönguleið sé a.m.k. 3
metrar.
Varðandi aukningu byggingarmagns í Urriðaholti hefur ekki verið mælt með því að byggingarmagn
ofanjarðar sé aukið. Aukningin sem farið er fram á er sem nemur stærð lítillar íbúðar. Eins og hönnuður
bendir á er hönnun svalgangs á efstu hæð mjög slæm og líklegt að fyrirhugaðir kaupendur verði ekki
ánægðir með þessa hönnun. Hinsvegar er mjög slæmt að hægt sé að nota lélega hönnun sem afsökun fyrir
auknu byggingarmagni. Aðrir hönnuðir sambærilegrar húsagerðar hafa ekki farið þá leið að auka
séreignarfermetra á kostnað sameignar og haf því ekki þurft að glíma við þetta vandamál.
Í þessu tilfelli munum við ekki leggjast gegn aukningu byggingarmagns vegna þeirra óþæginda sem
þaklaus svalgangur mun hafa fyrir íbúa hússins en bendum á að hönnuði og húsbyggjanda mátti vera ljóst
að þaklaus svalgangur yrði ekki varin fyrir veðri og vindum.
Aukning byggingarmagns um 57,1 m² kallar á breytingu á deiliskipulagi.
8. 2305476 - Hraunhólar 7 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lagt fram erindi eiganda Hraunhóla 7 þar sem óskað er eftir því að aðkoma að lóðinni verði heimiluð frá Lynghólum.
Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði og skipulagsráðgjafa.
9. 2305610 - Vetrarbraut 2 - 4 - Deiliskipulagsbreyting
Lögð fram umsókn lóðarhafa um breytingu deiliskipulags Vetrarmýrar sem nær til lóðarinnar Vetrarbraut 2-4 sem gerir ráð fyrir því að bifreiðageymslur geti verið 2 hæðir og eykst byggingarmagn sem því nemur.
Skipulagsnefnd metur tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Vetrarmýrar í samræmi við 2.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
Í samræmi við 2.ml.3.mgr.44.gr. sömu laga er fallið frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en lóðarhafa og Garðabæjar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).