Fundargerðir

Til baka Prenta
Menningar- og safnanefnd Garðabæjar
33. fundur
07.06.2021 kl. 16:00 kom menningar- og safnanefnd Garðabæjar saman til fundar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Gunnar Valur Gíslason aðalmaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Bjarndís Lárusdóttir aðalmaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður, Hannes Ingi Geirsson aðalmaður, Ólöf Hulda Breiðfjörð menningarfulltrúi, Eiríkur Björn Björgvinsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs.

Fundargerð ritaði: Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrúi.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2106119 - Starfsáætlun menningar- og safnanefndar
Starfsáætlun nefndar fyrir starfsárið 2021/22 lögð fram og samþykkt.
Starfsáætlun 2021 (1).pdf
2. 2105101 - Tónlistarhátíð í Garðabæ - Secret Solstice
Rætt um næstu skref í viðræðum við framkvæmdaraðila tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice.
3. 1711209 - Aftur til Hofsstaða
Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sagði frá stöðu mála en Gagarín vinnur nú að margmiðlunarefni í tengslum við minjagarðinn, arkitektar vinna að tillögum á útfærslu og sumarstarfsmenn sem munu vinna að textagerð handrits eru komnir til starfa.
4. 2009306 - Stórtónleikar í fjölnota íþróttahúsi í Vetrarmýri
Rætt um gang mála varðandi undirbúning á stórtónleikum.
5. 2106118 - Jónsmessugleði 2021
Menningarfulltrúi segir frá undirbúningi á Jónsmessugleði sem mun fara fram 24. júní. Skapandi sumarstörf munu taka þátt en myndlistarsýning standa uppi í eina viku.
Jónsmessugleði 2021..pdf
6. 2008671 - Önnur menningarmál
Sagt frá upptöku á ávarpi forseta bæjarstjórnar sem sýnt verður þann 17. júní. Björg Fenger mun einnig verða í hlutverki fjallkonu og mun bera skautbúning Kvenfélags Álftaness og Kvenfélags Garðabæjar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).