Fundargerðir

Til baka Prenta
afgreiðslufundir skipulagsstjóra
10. fundur
22.09.2021 kl. 14:00 kom afgreiðslufundir skipulagsstjóra saman til fundar Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði.
Fundinn sátu: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2105624 - Andvaravellir 3 - kvistur á ris -Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Kjóavalla í samræmi við 2.mgr.43.gr.Skipulagslaga nr.123/2010 að lokinni grenndarkynningu í samræmi við 44.gr.sömu laga.
Engar athugasemdir bárust
Tillagan skoðast því samþykkt sem óveruleg breyting deiliskipulags Kjóavalla.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
2. 2106218 - Vesturtún 38 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags Túnahverfis í samræmi við 2.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010 að lokinni grenndarkynningu í samræmi við 44.gr.sömu laga. Tillagan nær til lóðarinnar Vesturtún 38. Í tillögunni felst að leyfa hækkun á þaki , svalir fari út fyrir byggingarreit og að nýtingarhlutfall verði 0,43 í stað 0,40.
Engar athugasemdir bárust.
Tillagan skoðast því samþykkt sem óveruleg breyting Skipulags við Vesturtún (Túnahverfi).
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
3. 2106219 - Vesturtún 40 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags Túnahverfis í samræmi við 2.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010 að lokinni grenndarkynningu í samræmi við 44.gr.sömu laga. Tillagan nær til lóðarinnar Vesturtún 40. Í tillögunni felst að leyfa hækkun á þaki , svalir fari út fyrir byggingarreit og að nýtingarhlutfall verði 0,43 í stað 0,40.
Engar athugasemdir bárust.
Tillagan skoðast því samþykkt sem óveruleg breyting Skipulags við Vesturtún (Túnahverfi).
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
4. 2108104 - Kirkjulundur 17 - Umsókn um byggingarleyfi - Deiliskipulagsbreyting
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar - Þjónustuhverfi sem nær til lóðarinnar Kirkjulundur 17 í samræmi við 2.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010 að lokinni grenndarkynningu í samræmi við 44.gr. sömu laga. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun byggingarreits að lóðarmörkum fyrir og kalda geymslu.
Tillagan skoðast því samþykkt sem óveruleg breyting deiliskipulags Miðbæjar-Þjónustuhverfi.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
5. 2109068 - Kinnargata 44-80. Fyrirspurn um frávik frá deiliskipulagsskilmálum
Fyrirspurn vísað til umsagnar deiliskipulagshöfundar.
6. 2109060 - Maríugata 9-11 breyting á þaki - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn um útfærslu á þökum efstu hæðar og hæðarkóta bifreiðargeymslu. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. Skipulagslaga nr.123/2010 sbr . 3.mgr.sömu greinar hvað atriði sem tilgreind eru í fyrirspurn varðar enda liggur fyrir jákvæð umsögn gatnahönnuðar. Vísað er til afgreiðslufundar skipulagstjóra vegna sambærilegs máls frá 10.mars sl vegna Maríugötu 13-15.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
7. 2109076 - Maríugata 7 - Frávik í deiliskipulagi -Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Vísað til umsagnar deiliskipulagshöfundar.
8. 2107272 - Maríugata 5 - Umsókn um byggingarleyfi
Vísað til umsagnar deiliskipulagshöfundar.
9. 2109416 - Engimýri 7 veggur- Tilkynning um framkvæmdir
Lögð fram tillaga að girðingu utan lóðarmarka við Engimýri 7 að göngustíg sem liggur milli íbúðarhúsa og opins svæðis við Silfurtún. Hæð girðingar er 1,2 m og lengd 18 m.
Vegg meðfram göngustíg eins og tillaga sínir hafnað, þar sem hann er utan lóðar og háspennustrengur liggur undir.
Með vísan í tillögu að samþykkt um veggi og girðingar sem nú er í almennri kynningu samþykkir skipulagsstjóri girðingu á lóðarmörkum í þeirri hæð og lengd sem tillaga sýnir fyrir hönd Garðabæjar sbr. grein 2.3.5.lið f í Byggingarreglugerð.

10. 2109102 - Suðurhraun 2a - stækkun - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Molduhrauns sem gerir ráð fyrir stækkun byggingarreits til norðurs.
Skipulagsstjóri metur tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Molduhrauns í samræmi við 2.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr.sömu laga.
Grenndarkynna skal eigendum Suðurhrauns 1,2b, 4 og 6, Miðhrauns 16, 18 og 20.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:15. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).