Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
7. (1916). fundur
18.02.2020 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarráðs í Ráðhúsi Garðabæjar við Garðatorg.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Gunnar Valur Gíslason aðalmaður, Jóna Sæmundsdóttir varamaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1904010 - Könnun meðal starfsfólks Garðabæjar - starfstengd viðhorf og líðan á vinnustað 2019.
Á fund bæjarráðs mætti Inga Þóra Þórisdóttir, mannauðsstjóri og gerði grein fyrir tildrögum könnunar meðal starfsfólks Garðabæjar um viðhorf og líðan á vinnustað og fór yfir samantekt á helstu niðurstöðum.
2. 2002162 - Suðurhraun 3 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita RA 5 ehf., kt. 590404-2410 leyfi til niðurrifs hluta húsnæðis að Suðurhrauni 3,eignarhluti 0101.

Fyrir liggur starfsleyfi heilbrigðiseftirlitsins og samþykki veðhafa.
3. 2002164 - Suðurhraun 3 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita RA 5 ehf., kt. 590404-2410 leyfi til niðurrifs hluta húsnæðis að Suðurhrauni 3, eignarhluti 0102.

Fyrir liggur starfsleyfi heilbrigðiseftirlitsins og samþykki veðhafa.
4. 2002163 - Suðurhraun 3 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita RA 5 ehf., kt. 590404-2410 leyfi til niðurrifs hluta húsnæðis að Suðurhrauni 3, eignarhluti 0201.

Fyrir liggur starfsleyfi heilbrigðiseftirlitsins og samþykki veðhafa.
5. 2002152 - Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga varðandi framboð til stjórnar, dags. 12.02.20.
Lagt fram.
ottar_200212-133609-1c.pdf
6. 2002167 - Umsagnarbeiðni um nýtt rekstrarleyfi vegna veitingareksturs á Garðaholti,
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
7. 1912270 - Bréf Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa varðandi landamerki og eignarmörk, dags. 05.02.20.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til nánari skoðunar bæjarstjóra og til kynningar í skipulagsnefnd og umhverfisnefnd.
2020 bréf til Garðabæjar vegna landamerkja.pdf
8. 1912232 - Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála varðandi byggingarleyfi einbýlishúss að Brúnási 12, dags. 13.02.20.
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem ákvörðun byggingarfulltrúans í Garðabæ frá 4. nóvember 2019 um að samþykkja byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 12 við Brúnás 12 felld úr gildi.
ÚUA - úrskurður Brúnás 12, dags. 13.02.2020.pdf
9. 2002130 - Bréf Gunnars Gunnarssonar varðandi umsókn um lóð í Garðahverfi, dags. 11.02.20.
Bæjarráð vísar umsókninni til nánari skoðunar bæjarstjóra.
10. 2002131 - Bréf Magnúsar Gunnarssonar varðandi umsókn um lóð í Garðahverfi, dags. 11.02.20.
Bæjarráð vísar umsókninni til nánari skoðunar bæjarstjóra.
11. 2002175 - Tölvupóstur Heilabrota varðandi kynningu á starfsemi félagsins., dags. 10.02.20.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara. Bæjarráð telur rétt að kanna nánar vilja annarra sveitarfélaga og hugsanlega kostnaðarþátttöku ríkisins vegna starfseminnar.
12. 2002127 - Bréf Hafnarfjarðarbæjar varðandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og nýju deiliskipulagi fyrir Leiðarenda, dags. 05.02.20.
Bæjarráð vísar bréfinu til umfjöllunar skipulagsnefndar.
13. 2002177 - Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis varðandi drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga, dags. 12.02.20.
Lagt fram.
14. 2002176 - Bréf Alþingis varðandi frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum, 119. mál., dags. 12.02.20.
Lagt fram.
15. 2002181 - Tillaga Garðabæjarlistans um lýðheilsu hinsegin fólks.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til fræðslu- og menningarsviðs.
Tillaga Garðabæjarlistans um lýðheilsu hinsegin fólk.pdf
16. 2002182 - Fyrirspurn Garðabæjarlistans um framkvæmdaáætlun.
Lögð fram og upplýst að stefnt er að því að leggja fram tímasetta framkvæmdaáætlun, aðgerðaráætlun vegna tillagna HLH og starfsáætlanir sviða á fundi bæjarráðs 25. febrúar nk.
Fyrirspurn um framkvæmdaáætlun.pdf
17. 1806461 - Staðgreiðsluuppgjör 2019.
Lagt fram.
Stadgreidsluuppgjor_2019_net.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).