Fundargerðir

Til baka Prenta
Fjölskylduráð Garðabæjar
6. fundur
17.08.2022 kl. 16:00 kom fjölskylduráð Garðabæjar saman til fundar í Búrfelli í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Gunnar Valur Gíslason formaður, Sturla D Þorsteinsson aðalmaður, María Guðjónsdóttir aðalmaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir aðalmaður, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Guðrún Willardsdóttir félagsráðgjafi, Karítas Bjarkadóttir ráðgjafi í barnavernd, Guðrún Jónsdóttir verkefnastjóri, Guðrún Hrefna Sverrisdóttir félagsráðgjafi.

Fundargerð ritaði: Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2207134 - Umsókn um fjárhagsaðstoð
Afgreiðsla máls nr. 2207134. Umsókn um styrk vegna tryggingar húsaleigu. Fjölskylduráð fjallar um málið og samþykkir umsóknina. Nánar er bókað um málið í trúnaðarmálahluta fundargerðar.
2. 2205327 - Móttaka flóttafólks frá Úkraínu - staða mála.
Mál nr. 2205327, minnisblað um stöðu flóttafólks. Guðrún Jónsdóttir verkefnastjóri í málefnum flóttafólks situr fundinn og svara spurningum nefndarmanna.
3. 2206182 - Endurúttekt á stuðningsfjölskyldu í barnavernd
Afgreiðsla máls nr.2206182. Fjölskylduráð samþykkir áframhaldandi leyfi fyrir stuðningsfjölskyldu. Nánar er bókað um málið í trúnaðarmálahluta fundargerðar.
4. 2207456 - Endurúttekt á stuðningsfjölskyldu í barnavernd
Afgreiðsla máls nr. 2207456. Fjölskylduráð samþykkir áframhaldandi leyfi fyrir stuðningsfjölskyldu. Nánar er bókað um málið í trúnaðarmálahluta fundargerðar.
5. 2206349 - Ósk um yfirlýsingu frá Barnaverndarnefnd Garðabæjar, sbr. 2. mgr. 38. gr. reglugerðar nr. 652/2004, vegna reksturs á skammtímaheimili fyrir börn og ungmenni
Afgreiðsla máls nr. 2206349. Á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga í greinargerð starfsmanns barnaverndarþjónustu, sér Barnaverndarnefnd Garðabæjar ekkert því til fyrirstöðu að viðkomandi skammtímaheimili verði sett á laggirnar.
6. 1903268 - Tölulegar upplýsingar í barnavernd og fjárhagsaðstoð
Tölfræðiupplýsingar í barnavernd janúar til júlí 2022 og í fjárhagsaðstoð janúar til júní 2022 lagðar fram til umræðu.
7. 2206578 - Umsókn um fjárhagsaðstoð
Afgreiðsla máls nr. 2206578. Umsókn um fjárhagsaðstoð, tannlæknastyrkur. Fjölskylduráð fjallar um málið og samþykkir umsóknina. Nánar er bókað um málið í trúnaðarmálahluta fundargerðar.
8. 2206578 - Umsókn um fjárhagsaðstoð
Afgreiðsla máls nr. 2206578. Umsókn um fjárhagsaðstoð, dvalarstyrkur. Fjölskylduráð fjallar um málið og synjar umsókn. Nánar er bókað um málið í trúnaðarmálahluta fundargerðar.
9. 2204281 - Umsókn um styrk til forvarnarverkefnis
Mál nr. 2204281 tekið til umræðu. Fyrir liggja upplýsingar tengdar fyrirspurn fjölskylduráðs frá Þórdísi Rúnarsdóttur, sérfræðingi í klínískri sálfræði um umfang, kostnað og tímalínu verkefnis og hvernig verkefninu yrði fylgt eftir og kynnt. Fjölskylduráð telur svarið gefa góða mynd af umfangi verkefnis og kynningu og leggur til við bæjarráð að verkefnið verði styrkt af Garðabæ, og styrkurinn verði afgreiddur af forvarnafulltrúa á Fræðslu- og menningarsviði.
10. 2105046 - Starfshópur um heildarendurskoðun á lögum nr. nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Mál nr. 2105046, skýrsla starfshóps um heildarendurskoðun laga nr. 38/2018 er lögð fram til kynningar og umræðu. Fjölskylduráð telur skýrsluna vel unna og upplýsandi um mikilvæg mál er snerta þjónustu sveitarfélaga og ríkis við fatlað fólk.
Mikilvægt er fyrir Garðabæ að fylgja vel eftir innan SSH þeim ábendingum sem fram koma í skýrslunni og varða m.a. kostnaðarþróun og úthlutun fjármagns til málaflokksins.
11. 2204039 - Ættleiðingarmál
Afgreiðsla máls nr. 2204039. Fjölskylduráð mælir með útgáfu forsamþykkis vegna ættleiðingar barns erlendis frá til umsækjanda. Nánar er bókað um málið í trúnaðarhluta fundargerðarinnar.
12. 1909113 - Barnaverndarmál
Mál nr. 1909113. Guðrún Hrefna Sverrisdóttir, félagsráðgjafi í barnaverndarþjónustu Garðabæjar og Unnur L. Hermannsdóttir, lögmaður sitja fundinn undir þessum dagskrárlið. Nánar er bókað um málið í trúnaðarhluta fundargerðar.
13. 1909114 - Barnaverndarmál
Mál nr. 1909114. Guðrún Hrefna Sverrisdóttir, félagsráðgjafi í barnaverndarþjónustu Garðabæjar og Unnur L. Hermannsdóttir, lögmaður sitja fundinn undir þessum dagskrárlið. Nánar er bókað um málið í trúnaðarhluta fundargerðar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).