Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd Garðabæjar
6. fundur
28.05.2020 kl. 08:00 kom skipulagsnefnd Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Sigurður Guðmundsson formaður, Lúðvík Örn Steinarsson aðalmaður, Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir aðalmaður, Stella Stefánsdóttir aðalmaður, Baldur Ólafur Svavarsson aðalmaður, Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri, Sólveig Helga Jóhannsdóttir skipulagsfræðingur, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi, Anna María Guðmundsdóttir verkefnastjóri.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1804367 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030-Breyting 1-Vífilstaðaland-rammahluti.
Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar dags 26.maí þar sem fram kemur niðurstaða stofnunarinnar á athugun tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar sem nær til Vífilsstaðalands.
Gerðar eru athugasemdir við nokkur skipulagstæknileg atriði en ekki við efnislegt innihald tillögunnar. Veitt er heimild til auglýsingar tillögunnar þegar atriðin hafa verið lagfærð eða útskýrð.
Húsakönnun og fornleifaskráning Vífilsstaðalandslagðar fram. Þær munu fylgja sem viðauki við breytingartillögu aðalskipulags sem samþykkt hefur verið að auglýsa.
2. 1910293 - Vetrarmýri, dsk blandaðrar byggðar.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Vetrarmýrar. Sigurður Einarsson arkitekt hjá Batteríinu gerði grein fyrir tillögunni.
Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir blandaðri byggð íbúða í fjölbýli, atvinnuhúsnæðis, verslunar auk íþróttamannvirkja. Einnig verða byggð bílahús á svæðinu.
Hæðir húsa verða á bilinu 4-5 hæðir. Fjöldi íbúða verður 658, atvinnuhúsnæði verður um 37.000 m² og íþróttamannvirki um um 43.000 m². Heildarbyggingarmagn ofanjarðar verður um 150.000 m². Áætlaður fjöldi bílastæða er um 2.700.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar í samræmi við 1.mgr.41.gr.Skipulagslaga nr.123/2010.
Auglýsing skal birt um miðjan júni og standa til ágústloka þegar athugasemdafrestur rennur út.
Við gildistöku deiliskipulagsins fellur úr gildi deiliskipulag Hnoðraholts-og Vetrarmýrar frá 1996.
3. 1906192 - Hnoðraholt norður deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Hnoðraholts norður.Sigurður Einarsson arkitekt hjá Batteríinu gerði grein fyrir tillögunni.
Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir íbúðarbyggð í fjölbýli, rað-, og einbýlishúsum. Atvinnuhúsnæði verður á norðvestur hluta skipulagsreitsins.
Hæðir íbúðarhúsa verða á bilinu 1-4 hæðir. Atvinnuhúsnæði verður 4 hæðir með inndreginni 5 hæð þar sem hún er hæst. Fjöldi íbúða verður 448 og atvinnuhúsnæði verður um 20.000 m². Heildarbyggingarmagn ofanjarðar verður um 64.000 m². Áætlaður fjöldi bílastæða er um 1.050.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar í samræmi við 1.mgr.41.gr.Skipulagslaga nr.123/2010.
Auglýsing skal birt um miðjan júni og standa til ágústloka þegar athugasemdafrestur rennur út.
Við gildistöku deiliskipulagsins fellur úr gildi deiliskipulag Hnoðraholts-og Vetrarmýrar frá 1996.
Tillaga skal auglýst samhliða tillögu að breytingu aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til Vífilsstaðalands.
4. 1910294 - Rjúpnadalur, dsk kirkjugarðs og meðferðarstofnunar.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Rjúpnadals. Þráinn Hauksson landlagsarkitekt hjá Landslagi ehf gerið grein fyrir tillögunni. Tillagan gerir ráð fyrir grafreit (kirkjugarði)á 4 ha lands. Gert er ráð fyrir byggingareitum fyrir þjónusutbyggingar fyrir grafreitsstarfsemi. Auk þess er gert ráð fyrir lóð fyrir bálstofu og skógarduftreit sem tengjast henni. Sunnar grafreitsins er gert ráð fyrir lóð fyrir meðferðarstofnun.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar í samræmi við 1.mgr.41.gr.Skipulagslaga nr.123/2010.
Auglýsing skal birt um miðjan júni og standa til ágústloka þegar athugasemdafrestur rennur út.
Tillaga skal auglýst samhliða tillögu að breytingu aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til Vífilsstaðalands.
5. 1903374 - Skipulag - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting 3. Norðurnes
Lögð fram tillaga breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 sem nær til Norðurness á Álftanesi.
Skipulagsstjóri gerir grein fyrir fundum með landeigendum þar sem drög að tillögu voru rædd.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til forkynningar í samræmi við 2.mgr.30.gr.Skipulagslaga nr.123/2010.
6. 1803108 - Norðurnes Álftaness, deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Norðurness á Álftanesi.
Skipulagsstjóri gerði grein fyrir fundum með landeigendum þar sem drög að tillögu voru rædd. Lagt fram minnisblað þar sem gerðar eru tillögur að nokkrum breytingum á tillögunni.
Lagðar fram fornleifaskráning unnin af Antikva ehf og húsakönnun unnin af Gláma-Kím.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til forkynningar í samræmi við 3.mgr.40.gr.Skipulagslaga nr.123/2010.
7. 1909193 - Garðahverfi, dsk breyting, lóð fyrir uppsátur og naust.
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipuags Garðahverfis sem gerir ráð fyrir lóð og byggingarreit fyrir naust sem ætlað er að vera aðstaða fyrir kajaksiglingaklúbbinn Sviða.
Ein athugasemd hefur borist og hún lögð fram. Umsögn Umhverfisstofnuar hefur borist og hún lögð fram.
Umsögnum og tillögu vísað til skoðunar og úrvinnslu hjá tækni-og umhverfissviði.
8. 1710301 - Haukanes 15-Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags sem gerir ráð fyrir stækkun byggingarreits til vesturs fyrir útigeymslu með sama gólfkóta og neðri hæð húss. Tillagan gerir einnig ráð fyrir bílastæðum fyrir fjóra bíla og breyttri staðsetningu þeirra. Lagðar fram athugasemdir sem bárust í grenndarkynningu.
Lagðar fram hugmyndir að útfærslu lóðar sem gerir ráð fyrir meiri gróðri umhverfis bílastæði en í grenndrarkynntri tillögu.
Skipulagsnefnd leggur til að ekki verði gert ráð fyrir bílastæðum á lóð umfram þau þrjú sem fram koma í deiliskipulagi fyrir framan bílageymslu og aðalinngang. Bent er á að stækkaður bygginarreitur er fyrir útigeymslu en ekki bifreiðar.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með ofangreindri breytingu á tilhögun bílastæða.
9. 2005045 - Tunguás 8 - stækkun byggingareits v/viðbyggingar - Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
Lögð fram tillaga að stækkun byggingarreits framan við bílgeymslu.Vísað til skoðunar hjá tækni og umhverfissviði.
10. 2003384 - Aratún 36 - stækkun byggingarreits - Ósk um dsk breytingu
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags að lokinni grenndarkynningu. Lögð fram athugsemd sem borist hefur. Vísað til skoðunar og úrvinnslu hjá tækni-og umhverfissviði.
11. 2005047 - Litlatún 1 - fyrirspurn v/ljósaskjá - Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
Lögð fram tillaga að ljósaskilti á norðurhlið bensínstöðvarhúss sem snýr að Hafnarfjararvegi. Samkvæmt deiliskipulagi skal skiltum á útveggjum stillt í hóf og skipulagsnefnd telur að tillagan samrýmist ekki stefnu deiliskipulagsins.
Svar skipulagsnefndar er því neikvætt.
12. 2005345 - Ný gata við Ægisgrund/Þórsmörk - tillaga að heiti
Lögð fram tillaga að heiti götunnar frá fyrirhuguðu hringtorgi við Vífilsstaðaveg að Marargrund/Stórás/Njarðargund. Lagt er til heitið Þórsgrund með vísan í norræna goðafræði eins og aðrar götur á Grundum og í húsið Þórsmörk. Samþykkt.
13. 2003086 - Lyngmóar 3 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn sem gerir ráð fyrir sérnotareitum á lóð og aðgengi frá íbúðum á neðstu hæð að þeim. Gert er ráð fyrir að B-rými svala breytist í A-rými.

Tillögu vísað til grenndarkynningar sem byggingarleyfisumsókn í hverfi án deiliskipalags í gildi. Grenndarkynna skal eigendum að Lyngmóum 1 og 5.
14. 2005346 - Framkvæmdaleyfi - vatns- og raflögn að skátaskála í Heiðmörk
Lögð fram umsókn bæjarverkfræðings um framkvæmdaleyfi fyrir raflögn um reiðleið í frá Kjóavöllum að Útiífsmiðstöð við Gunnavatn syðra. Skipulagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis í samræmi við 13.gr.Skipulagslaga nr.123/2010.
15. 2004377 - Beiðni um breytingu á skipulagi akstursgötu við Miðskóga á Álftanesi
Tillögu vísað til tækni-og umhverfissviðs og skal skoða hana við mótun deiliskipulags Skógtjarnar.
16. 2003254 - Fluguvellir 4 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram tillaga að lokinni grenndarkynningu. Engar athugasemdir hafa borist. Tillagan skoðast því samþykkt.
17. 1902106 - Friðlýsingar - samstarf við Umhverfisstofnun
Lögð fram umsögn Umhverfisstofnunar um áhrif lagningar golfbrauta í Urriðakotshrauni. Umsögn vísað til úrvinnslu í samráðsteymi um friðlýsingar í Garðabæ.
18. 2005131 - Kynning á nýrri vefsjá
Lagt fram.
19. 1908321 - Endurnýjun forvarnarstefnu Garðabæjar
Tillaga að Forvarnastefna Garðabæjar 2020 lögð fram.
Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir.
20. 1911304 - Tillaga um skipun starfshóps til að vinna að framgangi stafrænnar framþróunar og þjónustu hjá Garðabæ.
Tillaga lögð fram. Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir.
21. 2005356 - Beiðni um umsögn um verk- og matslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Kópavogsbæjar 2012-2024 og Reykjavíkurborgar 2010-2030
Verk-og matslýsing breytinga á aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 og Reykjavíkur 2010-2030 lagðar fram.
Skipulagsnefnd gerir hvorki athugasemd við verkefnislýsinguna né matslýsinguna.
22. 2005016F - afgreiðslufundir skipulagsstjóra - 5
Fundargerð afgreiðslufundar lögð fram.
 
2003439 - Suðurhraun 3 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2003477 - Hagaflöt 20 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2003355 - Austurhraun 5 - Stækkun byggingarreits
 
 
 
2005200 - Langafit 14 Auka bílastæði inn á lóð - Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).