Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
21. (1979). fundur
08.06.2021 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Gunnar Valur Gíslason aðalmaður, Sigurður Guðmundsson varamaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri, Guðbjörg Brá Gísladóttir deildarstjóri umhverfis og framkvæmda.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1910059 - Keldugata 1 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Þóroddi Björgvinssyni, kt. 260765-3539 leyfi fyrir stoðvegg og óuppfylltu rými í einbýlishúsi í byggingu við Keldugötu 1.
2. 1811206 - Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-226/2020, dags. 28. maí 2021
Í dómsorði kemur fram að Garðabær skuli sýkn af kröfum stefnanda í málinu.
E-226_2020 Ásgeir Þórarinsson gegn Jóni Kristjánssyni o.fl. Dómur Héraðsdóms Reykjaness.pdf
3. 2105738 - Bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis varðandi breytingar á jarðalögum, dags. 28.05.21.
Lagt fram.
ANR umburðarbréf vegna br. á jarðalögum 2021.pdf
4. 1902036 - Erindi Brúar lífeyrissjóðs varðandi uppgjör vegna Hjallastefnunnar, dags. 29.01.19.
Bæjarráð samþykkir að Garðabær gangi frá uppgjöri við Brú lífeyrisjóð vegna hlutdeildar í kröfu sjóðsins vegna framlaga í jafnvægisjóð og varúðarsjóð sem ógreitt er vegna starfsmanna Hjallastefnunnar. Alls er krafan gagnvart 11 sveitarfélögum samtals að fjárhæð kr. 101.684.542 og þar af er hlutur Garðabæjar kr. 23.458.624. Öll sveitarfélögin hafa samþykkt að ganga frá uppgjöri við sjóðinn vegna málsins.
Hjallastefnan - uppgjör vegna breytinga á A deild Brúar lífeyrissjóðs.pdf
5. 2105150 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar Landnáms ehf. um rekstrarleyfi fyrir veitingastað að Hliði á Álftanesi.
Umsagnarbeiðnin er tekin fyrir að nýju þar sem í umsókn komu ekki fram upplýsingar um fjölda gesta.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að Landnám ehf., kt. 640295-2529, fái rekstrarleyfi fyrir starfsemi veitingastaðar að Hliði á Álftanesi og í umsókn kemur fram að miðað er við 79 gesti.
6. 2106070 - Ályktun Félags atvinnurekenda vegna fasteignamats 2022, dags. 01.06.21.
Lögð fram.
Ályktun vegna fasteignamats 2022.pdf
7. 2106080 - Erindi Pikkoló um nýsköpunarverkefni er varðar dreifikerfi fyrir matvæli sem versluð eru á netinu, dags. 03.06.21.
Um er að ræða nýsköpunarverkefnið Pikkoló - Sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu. Sótt er um leyfi til að koma fyrir 15 fm smáhýsi á lóð Marel.

Bæjarráð vísar bréfinu til skipulagsnefndar.
8. 2106094 - Áskorun Samtaka iðnaðarins um útboð á viðhaldi, rekstri og LED-væðingu götulýsingar, dags. 03.06.21.
Garðabær hefur þegar hafið undirbúning að útboði viðhaldsþjónustu á svæði HS Veitna og mun verða tekið skoðunar að bjóða út viðhald, rekstur og LED væðingu götulýsingar fyrir bæjarfélagið í heild.
Áskorun til Garðabæjar 2021 06 03.pdf
9. 2101470 - Endurnýjun vallarsamnings við Stjörnuna.
Bæjarráð samþykkir endurnýjun vallarsamnings við Stjörnuna. Samningurinn er til tveggja ára og er árlegt rekstrarframlag kr. 57.300.000.
10. 2106022 - Tilkynning Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála varðandi kæru á deiliskipulagi er varðar Lyngás 13 og 15, dags. 01.06.21.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gæta hagsmuna bæjarins í málinu.
11. 2106107 - Undirskriftalisti íbúa í Urriðaholti um bættar samgöngur., mótt. 04.06.21.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjóra.

Sara Dögg Svanhildardóttir lagði fram eftirfarandi bókun.

„Garðabæjarlistinn ítrekar afstöðu sína um almenningssamgöngur. Traustrar og góðra almenningssamgöngur er ein grunnforsenda þess að íbúar geti átt raunverulegt val um umhverfisvænan lífsstíl. Garðabæjarlistinn hvetur meirihlutann til þess að tryggja að svo verði.“
Bréf íbúa í Urriðaholti um bættar samgöngur.pdf
12. 2104104 - Framkvæmdir við gatnagerð í Kumlamýri.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir framkvæmdum við gatnagerð í Kumlamýri og viðræðum við landeiganda Brekku varðandi framkvæmdir innan jarðarmarkanna. Fyrir liggur að landeigandi hafnar tilboði bæjarins um kaup á landinu og hefur lýst því yfir að vilja frekar eiga land sitt óbreytt.

Bæjarráð samþykkir að halda áfram með framkvæmdir við gatnagerð í Kumlamýri á landi bæjarins þar sem eru 27 lóðir sem koma til úthlutunar.
14. 1902222 - Umsóknir um þátttökurétt í lokuðu útboði vegna kaupa á þjónustu og ráðgjöf við úthlutun lóðarréttinda og sölu byggingarréttar í Vetrarmýri.
Umsóknir bárust frá eftirfarandi aðilum.

FS Torg ehf.
Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka.
Kvika banki

Umsóknir hafa verið yfirfarnar. Beðið var um viðbótarupplýsingar og gögn sem umsækjendur hafa skilað.

Allir ofangreindir aðilar uppfylla útboðsskilmála og samþykkir bæjarráð að öllum umsækjendum verði boðið að taka þátt í lokuðu úrboði vegna kaupa á þjónustu og ráðgjöf við úthlutun lóðarréttinda og sölu byggingarréttar í Vetrarmýri.

Útboðsgögn verða afhent 14. júní nk. og er skilafrestur tilboða til kl. 14:00, fimmtudaginn 15. júlí nk.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).