Fundargerðir

Til baka Prenta
Leikskólanefnd Garðabæjar
12. fundur
22.01.2020 kl. 08:30 kom leikskólanefnd Garðabæjar saman til fundar í Búrfelli í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Kristjana F Sigursteinsdóttir aðalmaður, María Guðjónsdóttir aðalmaður, Torfi Geir Símonarson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Valborg Ösp Á. Warén aðalmaður, Halldóra Pétursdóttir verkefnastjóri, Eiríkur Björn Björgvinsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Sigurborg K Kristjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, María Jónsdóttir fulltrúi foreldra, Elín Ósk Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna.

Fundargerð ritaði: Halldóra Pétursdóttir verkefnastjóri skóladeildar.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1911304 - Tillaga um skipun starfshóps til að vinna að framgangi stafrænnar framþróunar og þjónustu hjá Garðabæ.
Lagt fram til upplýsinga, framkvæmd verkefnisins verður fylgt eftir með kynningu á stöðu þess á næsta fundi nefndarinnar,
2. 1912178 - ytra mat á Hæðarbóli
Ytra mat Hæðarbóls lagt fram til kynningar. Leikskólanefnd fagnar jákvæðum niðurstöðum varðandi innra starf leikskólans. Leikskólanefnd verður upplýst um framvindu umbóta sem kallað er eftir í lokaskýrslu.
3. 1912280 - Áhrif laga nr. 95/2019 um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla á launröðun í leik- og grunnskólum frá og með 1. janúar 2020
Lög nr.95/2019 lögð fram til upplýsinga. nefndin álýtur að þar sem lögin hafa nýlega tekið gildi sé ekki ljóst hver áhrif þeirra verða. Fylgjast þarf með hver áhrifin verða á leikskólastigið.
4. 1912272 - Ályktun FL og FSL frá jólafundi 2019. Starfsaðstæður í leikskólum
Leikskólanefnd felur Fræðslu- og menningarsviði að fylgjast með þróun starfsumhverfis leikskóla bæði varðandi þjónustu við íbúa og faglegt innra starf.
5. 2001218 - Ný menntastefna
Nefndarformaður kynnti undirbúning að vinnu við nýja menntastefnu sem mun hefjast á fyrri hluta þessa árs.
6. 2001217 - Áhersluþættir þróunarsjóðs leikskóla
Leikskólanefnd felur formanni og leikskólafulltrúa að vinna nánar að áhersluþáttum fyrir næsta úthlutunarár í samráði við skólanefnd grunnskóla.
7. 2001219 - Biðlistar í leikskólum
Leikskólanefnd var upplýst um stöðu á biðlistum og þeim ferlum sem úthtutun í leikskóla byggir á.
8. 2001277 - Fyrirspurn um málefni leikskóla
Lagðar voru fram kostnaðargreiningar á rekstri leikskóla Garðabæjar og Höfuðborgarsvæðisins s.k.v. upplýsingum úr gagnagrunni sambands íslenskra sveitarfélaga. Einnig voru lagðar fram upplýsingar um rekstur leikskóla í Garðabæ sbr. úttektarskýrslu Haraldar Líndals Haraldssonar sem lögð var fram í bæjarstjórn haustið 2019. Nefndarmönnum var einnig leiðbeint um aðgang að tölulegum upplýsingum um leikskóla á vef sambandsins. Leikskólanefnd fól leikskólafulltrúa að afla upplýsinga um fjölda barna sem er með dvöl í leikskóla milli 16:30 til 17:00.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).