Fundargerðir

Til baka Prenta
Skólanefnd tónlistarskóla Garðabæjar
6. fundur
01.11.2019 kl. 08:10 kom skólanefnd tónlistarskóla Garðabæjar saman til fundar í Tónlistarskóla Garðabæjar, Kirkjulundi.
Fundinn sátu: Eiríkur Þorbjörnsson aðalmaður, Einar Örn Magnússon aðalmaður, Sigrún Gísladóttir aðalmaður, Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Laufey Ólafsdóttir skólastjóri.

Fundargerð ritaði: Laufey Ólafsdóttir skólastjóri.
Dagskrá:

Formaður bauð skólanefnd velkomna til 6. fundar kjörtímabilsins. Þetta var sameiginlegur fundur með menningar- og safnanefnd og hugsaður til að auka samstarf milli nefnda. Formaður bauð menningar- og safnanefndina hjartanlega velkomna á fundinn.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1910426 - Starfsemi Tónlistarskóla Garðabæjar
Laufey Ólafsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Garðabæjar og Eiríkur Þorbjörnsson, formaður skólanefndar Tónlistarskólans, fóru yfir helstu þætti er varðar sögu og starfsemi Tónlistaskóla Garðabæjar. Í dag eru 470 nemendur við skólann og 47 starfsmenn. Aðalhúsnæði skólans er við Kirkjulund en auk þess er kennsla á vegum skólans í grunnskólum í bænum, alls er skólinn með 8 starfsstöðvar. Kennt er skv. námsskrá og skólinn starfar eftir lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla.
Umræður voru um starfsemi, aðstöðu- og húsnæðismál tónlistarskólans.
Gunnar Valur, formaður menningar- og safnanefndar, fór yfir helstu verkefni menningar- og safnanefndar, starfsemi Bókasafns Garðabæjar og Hönnunarsafns Íslands, húseignir bæjarins sem nefndin nýtir og viðburði á vegum nefndarinnar, s.s. samstarf við frjáls félagasamtök, Jazzhátíð Garðabæjar, Þriðjudagsklassík, Tónlistarveislu í skammdeginu, árlega útnefningu bæjarlistamanns og veitingu viðurkenninga fyrir merkt framlag til menningar og lista í bænum, hvatningarsjóð ungra listamanna og menningaruppskeruhátíð.
Menningar- og safnanefnd hefur á þessu ári einnig fundað með stjórn Hönnunarsafns Íslands.

Umræður voru um öfluga starfsemi Bókasafnsins og Hönnunarsafnsins svo og húsnæðismál safnanna tveggja.
2. 1802204 - Menningar- og fræðamiðstöð í Garðabæ
Skýrsla starfshóps um fjölnota menningar- og fræðasetur frá vorinu 2018 lá fyrir á fundinum og var rædd. Starfshópnum, sem var skipaður af bæjarráði í febrúar 2018, var falið að kanna grundvöll fyrir byggingu og starfsemi fjölnota menningar- og fræðamiðstöðvar í Garðabæ. Farið var yfir helstu þætti skýrslunnar sem var lögð fram í bæjarráði í maí 2018.

Umræður voru um mögulega staðsetningu menningarmiðstöðvar og tengingu við hinar ýmsu menningarstofnanir bæjarins.
3. 1711209 - Hofsstaðir - minjagarður - hugmyndahönnun
Farið var yfir greinargerð frá fyrirtækinu Gagarín um minjagarðinn á Hofsstöðum sem var unnin á þessu ári og kynnt í bæjarráði í október 2019.
Umræður voru um minjagarðinn á Hofsstöðum sem er staðsettur við hliðina á húsnæði Tónlistarskólans í Kirkjulundi.
4. 1910042 - Sameiginleg verkefni menningar- og safnanefndar og skólanefndar Tónlistarskóla Garðabæjar.
Umræður voru um möguleg samstarfsverkefni nefndanna, s.s. tónleikaraðir o.fl. Nemendur úr Tónlistarskóla Garðabæjar hafa til dæmis fengið að vera þátttakendur í Jazzhátíð Garðabæjar með upphitun á undan eða með sérstökum nemendatónleikum. Menningar- og safnanefnd hefur staðið fyrir Þriðjudagsklassík þar sem tónleikar hafa farið fram í sal Tónlistarskóla Garðabæjar og nemendur skólans hafa fengið að njóta tónleikanna. Nemendur Tónlistarskólans hafa verið að koma fram víða í bæjarfélaginu.
Umræður voru um nýja samstarfsfleti sem hægt væri að standa að og sem stuðlað gætu að fjölgun viðburða sem nemendur tónlistarskólans gætu tekið þátt í.

Nefndirnar voru sammála um að mikilvægt væri að huga að eflingu menningarstarfsemi til framtíðar með stækkandi bæ.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. . 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).