Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Garðabæjar
17. (913). fundur
01.12.2022 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Sigríður Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi. Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi. Björg Fenger bæjarfulltrúi. Margrét Bjarnadóttir bæjarfulltrúi. Hrannar Bragi Eyjólfsson bæjarfulltrúi. Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi. Bjarni Theódór Bjarnason varabæjarfulltrúi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi. Ingvar Arnarson bæjarfulltrúi. Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi. Brynja Dan Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vef bæjarins.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.

Fundargerð fundar bæjarstjórnar frá 17. nóvember 2022 er lögð fram.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2211473 - Ráðning í starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.
Almar Guðmundsson, bæjarstjóri tók til máls og í upphafi máls síns þakkaði hann Eiríki Birni Björgvinssyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs fyrir farsælt starf hans í þágu Garðabæjar en Eiríkur Björn mun láta af störfum sem sviðsstjóri síðar í mánuðinum. Bæjarstjóri gerði grein fyrir umsóknum um starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og úrvinnslu þeirra og lagði fram tillögu um að ráða Guðbjörgu Lindu Udengård í starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, tók til máls og tók undir þakkir til Eiríks Björns Björgvinssonar, fráfarandi sviðsstjóra.

Sara Dögg Svanhildardóttir, tók til máls og tók undir þakkir til Eiríks Björns Björgvinssonar, fráfarandi sviðsstjóra.

„Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarstjóra að ráða Guðbjörgu Lindu Udengård í starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs. Guðbjörg Linda er með meistaragráðu í menntunarfræðum, réttindanám í þroskaþjálfun og BA próf í ferðamálafræðum. Guðbjörg Linda hefur síðan á árinu 2016 verið framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundarsviðs Mosfellsbæjar.

Margrét Bjarnadóttur vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
2. 2211031F - Fundargerð bæjarráðs frá 22/11 ´22.
Fundargerðin sem er 11 tl., er samþykkt samhljóða.
3. 2211043F - Fundargerð bæjarráðs frá 29/11 ´22.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, ræddi 6. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi umsókn um skiptingu einbýlishússins við Eikarás 1 í tvíbýlishús.

Gunnar Valur Gíslason, ræddi 9. tl., bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi umdæmisráð barnaverndar.

Almar Guðmundsson, ræddi 6. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi umsókn um skiptingu einbýlishússins við Eikarás 1 í tvíbýlishús.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 10. tl., minnisblað um úttekt á stöðu frístunda- og tómstundastarfs fyrir börn á gunnskólaaldri í Garðabæ.

Fundargerðin sem er 14 tl., er samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla mála.
 
2106536 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2022 - Viðauki nr. 5.
 
„Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun 2022 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Viðauki 5.
Fjölskyldusvið.
Vegna aukningar á þjónustu til fatlaðra einstaklinga sem m.a. þarfnast sólarhringsþjónustu þarf að bæta við fjárhagsáætlun ársins 95 m.kr.
Auknar tekjur frá Jöfnunarsjóði að fjárhæð 71 m.kr. koma til móts við þessa kostnaðaraukningu.

Stuðnings og stoðþjónusta fatlaðra. 95.000.000 ýmsir bókhaldslyklar

Umferðar og samgöngumál.
Erindi Strætó bs. sem lagt var fram í bæjarráði 4. október sl. um aukið rekstrarframlag vegna slæmrar fjárhagsstöðu Strætó bs. var samþykkt í bæjarstjórn 6. október sl.

Rekstrarframlag til Strætó bs. 39.000.000 10720-9195

Fræðslusvið.
Vegna kjarasamninga við kennarafélögin þarf að bæta eftirfarandi við rekstrarframlög til einkaskóla. Bæjarreknum grunn- og leikskólum var bætt kjarasamningshækkun kennarafélaganna með viðauka 3. Nemendum hefur fjölgað umfram áætlun í Urriðaholtsskóla, voru 149 í október 2021 en eru 219 í október 2022.

Rekstrarframlög til einkaskóla. 65.000.000 ýmsir bókhaldslyklar
Urriðaholtsskóli. 50.000.000 ýmsir bókhaldslyklar

Fjármagnsliðir.
Verðbólga á árinu 2022 hefur verið umtalsvert meiri en opinberar áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Gert var ráð fyrir 3% hækkun í áætlun ársins eins og opinberar hagspár gerðu ráð fyrir en verðbólgan er um 9%. Í framlögðu 6 mánaða uppgjöri Garðabæjar voru fjármagnsgjöld 597 m.kr. umfram áætlun. Sambærileg þróun hefur verið á síðari hluta ársins.

Fjármagnsliðir. 1.106.000.000 ýmsir bókhaldslyklar
Samtals aukin útgjöld. 1.355.000.000
Fjármögnun:
Jöfnunarsjóður málefni fatlaðs fólks. -71.000.000 00100-0148
Samþættingarframlag Jöfnunarsjóðs. -40.000.000 00100-0152
Staðgreiðsla útsvars. -200.000.000 00010-0021
Samtals auknar tekjur. -311.000.000

Mismunur - lækkun rekstrarafgangs 1.044.000.000

Rekstrarafgangur samkvæmt viðauka 1-5 1.482.872.000“
 
 
2211254 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Molduhrauns vegna lóðarinnar við Austurhraun 9.
 
„Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um breytingu á deiliskipulagi Molduhrauns vegna stækkunar byggingarreits á lóðinni við Austurhraun 9. Tillagan skal auglýst samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.“ [Mál nr. 2211254]
 
 
2211035 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi óverulega breytingu á deiliskipulagi Kjóavalla vegna lóðanna við Tinnuvelli 8-10.
 
„Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 44. gr. sömu laga vegna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi hesthúsahverfis við Kjóavelli í tilefni umsóknar um að sameina byggingarreiti lóðanna við Tinnuvelli 8 og 10. Grenndarkynna skal tillöguna lóðarhöfum í hesthúsahverfinu, stjórn Hestamannafélagsins Spretts og skipulagsyfirvöldum í Kópavogi en um er að ræða sameiginlegt deiliskipulag Garðabæjar og Kópavogs.“ [Mál nr.2211035]
 
 
2211042 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um skiptingu einbýlishússins við Eikarás 1 í tvíbýlishús.
 
„Bæjarstjórn samþykkir með tíu atkvæðum tillögu skipulagsnefndar að hafna umsókn húseigenda að Eikarási 1 um skiptingu eignarinnar í tvær óskiptar eignir.“ [Mál nr. 2211042]

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, situr hjá við afgreiðslu málsins.
 
 
2106306 - Drög að samstarfssamningi við Sjómannadagsráð um starfsemi Ísafoldar.
 
Almar Guðmundsson, kvaddi sér hljóðs og ræddi 12. tl., samstarfssamning við Sjómannadagsráð um starfsemi Ísafoldar.

„Bæjarstjórn samþykkir samstarfssamning við Sjómannadagsráð um starfsemi hjúkrunarheimilis og dagdvalar á Ísafold.“ [Mál nr. 2106306]

Sigríður Hulda Jónsdóttir, vék sæti við umræðu og afgreiðslu á þessum lið fundargerðarinnar.

Ingvar Arnarson, annar varaforseti tók við stjórn fundarins við afgreiðslu málsins.
 
4. 2211022F - Fundargerð fjölskylduráðs frá 16/11 ´22.
Gunnar Valur Gíslason, ræddi 2. tl., tillögu um húsnæðismál fatlaðs fólks og 3. tl., skýrslu starfshóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu verndaðrar vinnu, hæfingu og dagþjónustu fyrir fatlað fólk.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 2. tl., tillögu um húsnæðismál fatlaðs fólks og 3. tl., skýrslu starfshóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu verndaðrar vinnu, hæfingu og dagþjónustu fyrir fatlað fólk.

Fundargerðin lögð fram.
5. 2211025F - Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 16/11 ´22.
Hrannar Bragi Eyjólfsson, ræddi 2. tl., viðræður við forsvarsmenn Stjörnunnar varðandi möguleika á ráðstöfun á ónotuðu rými í Miðgarði.

Fundargerðin lögð fram.
6. 2211012F - Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 15/11 ´22.
Ingvar Arnarson, ræddi 2. tl., listahátíð Rökkvunnar, 3. tl., aðventuhátíð Garðabæjar og 5. tl. listaverkarkaup.

Björg Fenger, ræddi 3. tl., aðventuhátíð Garðabæjar.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, ræddi 6. tl., vinnuaðstöðu fyrir ungt tónlistarfólk í Betrunarhúsinu.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 5. tl., listaverkakaup og 6. tl., vinnuaðstöðu fyrir ungt tónlistarfólk í Betrunarhúsinu.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi 3. tl., aðventuhátíð Garðabæjar.

Almar Guðmundsson, ræddi 2. tl., listahátíð Rökkvunnar, 3. tl., aðventuhátíð Garðabæjar, 5. tl., listaverkakaup og 6. tl., vinnuaðstöðu fyrir ungt tónlistarfólk í Betrunarhúsinu.

Björg Fenger, ræddi 6. tl., vinnuaðstöðu fyrir ungt tónlistarfólk í Betrunarhúsinu og 3. tl., aðventuhátíð Garðabæjar. Björg færði íbúum bæjarins sem hafa fært bænum jólatré úr görðum sínum þakkir en trén hafa verið sett upp og skreytt víðs vegar um bæinn.

Brynja Dan Gunnarsdóttir, ræddi 2. tl., listahátíð Rökkvunnar.

Fundargerðin lögð fram.
7. 2211034F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 23/11 ´22.
Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 8. tl., minnisblað um breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts og fjallaði um aðgengismál.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, ræddi 8. tl., minnisblað um breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts og fjallaði um aðgengismál.

Björg Fenger, ræddi 8. tl., minnisblað um breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts og fjallaði um aðgengismál.

Gunnar Valur Gíslason, ræddi 8. tl., minnisblað um breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts og fjallaði um aðgengismál.

Fundargerðin lögð fram.
8. 2211032F - Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla frá 21/11 ´22.
Ingvar Arnarson, ræddi 3. tl., minnisblað um stöðu tónlistarkennslu í Garðabæ og 5. tl., viðburði á vegum skólans í aðdraganda jólanna.

Fundargerðin lögð fram.
9. 2211021F - Fundargerð ungmennaráðs frá 11/11 ´22.
Fundargerðin lögð fram.
10. 2211021F - Fundargerð ungmennaráðs frá 25/11 ´22.

Ingvar Arnarson, tók til máls og hrósaði ungmennaráði fyrir að hafa fengið fjármálastjóra til að koma á fund ráðsins til að kynna frumvarp að fjárhagsáætlun bæjarins.

Sara Dögg Svanhildardóttir, tók til máls og hvatti til að boðað verði fljótlega til sameiginlegs fundar ungmennaráðs og bæjarstjórnar.

Björg Fenger tók til máls og vakti athygli á að í starfsáætlun ungmennaráðs kemur fram að stefnt er að fundi með bæjarstjórn í mars 2023.

Fundargerðin lögð fram.
11. 2202013 - Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 28/11 ´22.
Fundargerðin lögð fram.
12. 2203017 - Fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 11/11 ´22.
Björg Fenger ræddi 1. tl., útivistarsvæði á höfuðborgarsvæðinu, 2. tl.. leiðbeiningar um sjálfbært skipulag og vistvænar samgöngur og 3. tl., umsögn svæðisskipulagsstjóra varðandi tillögu að samgöngu-og þróunarás um Hafnarfjarðarveg í Garðabæ.

Ingvar Arnarson, ræddi 4. tl., ályktun Skógræktarfélags Íslands um Græna stíginn.

Fundargerðin lögð fram.
13. 2201281 - Fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsv. frá 23/11 ´22.
Bjarni Th. Bjarnson, ræddi 1. tl., minnisblað um afhendingu og uppgjör vegna skíðalyftna í Bláfjöllum.

Fundargerðin lögð fram.
14. 2201214 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 18/11 ´22.
Hrannar Bragi Eyjólfsson, ræddi 2. tl., árshlutauppgjör fyrir tímabilið janúar - september, og 4. tl., stöðu útvistunarmála.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi málefni Strætó bs.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, ræddi málefni Strætó bs.

Almar Guðmundsson, ræddi málefni Strætó bs.

Fundargerðin lögð fram.
15. 2203555 - Fundargerð 40. eigendafundar Strætó bs. frá 21/11 ´22.
Fundargerðin lögð fram.
16. 2203020 - Fundargerð 40. eigendafundar Sorpu bs. frá 21/11 ´22.
Fundargerðin lögð fram.
17. 2211436 - Samstarfssamningur varðandi sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar.
Bæjarstjórn samþykkir samning Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kjósarhrepps, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar um samstarf varðandi skipan umdæmisráðs barnaverndar samkvæmt 14. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, sbr. 6. gr. laga 107/2021.
18. 2206112 - Tillaga um álagningu fasteignagjalda 2022.
Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Fasteignaskattur skal vera 0,166% af fasteignamati íbúða og íbúðarhúsa ásamt lóðarréttindum, erfðafestulanda og jarðeigna, sbr. a-lið 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.

Fasteignaskattur skal vera 1,52% af öðrum fasteignum, sem metnar eru í fasteignamati, sbr. c-lið 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.

Leigugjald á íbúðarhúsalóðum Garðabæjar skal vera 0,4% af fasteignamati lóðar og er þá ekki nýtt að fullu heimild bæjarins sem er 1,0% samkvæmt niðurstöðu í matsgerð dómkvaddra manna.

Leigugjald á atvinnuhúsalóðum Garðabæjar skal vera 1,0% af fasteignamati lóðar, samkvæmt niðurstöðu í matsgerð dómkvaddra manna.

Vatnsgjald skal vera 0,08% af fasteignamati húsa ásamt lóðarréttindum, sbr. heimild í reglugerð um vatnsveitur. [Sjá gjaldskrá]
Aukavatnsskattur skal á árinu 2023 vera 25,5 kr/tonn m.v. BVT í des 2021.
Á Álftanesi skal vatnsgjald vera samkvæmt gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur sem innheimtir vatnsgjald samkvæmt samningi.

Fráveitugjöld skulu vera 0,085% af fasteignamati húsa ásamt lóðarréttindum, sbr. samþykkt um fráveitu í Garðabæ nr. 282/2005. [Sjá gjaldskrá]
Á Álftanesi skal rotþróargjald vera kr. 34.400.

Sorphirðugjald skal vera kr. 53.000 á hverja íbúð. [Sjá gjaldskrá].

Taðþróargjöld í hesthúsahverfi Andvara skulu vera 350.000 á hvert hús. [Sjá gjaldskrá].

Fasteignaskattur og fráveitugjald sem tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að greiða skal lækka að teknu tilliti til viðmiðunartekna. Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að ákvarða viðmiðunartekjur samkvæmt reglum um lækkun fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega.

Tillagan samþykkt samhljóða.
19. 2206112 - Gjaldskrá fráveitu.
Lögð fram gjaldskrá fráveitu þar sem fram kemur að fráveitugjald verði 0,085% af álagningarstofni.

Gjaldskráin samþykkt samhljóða.
20. 2206112 - Samþykkt um breytingu á gjaldskrá fyrir vatnsgjald o.fl.
Lögð fram samþykkt um breytingu á gjaldskrá vatnsgjalds þar sem fram kemur að vatnagjald verði 0,08% af fasteignamati húsa og lóða.

Breyting á gjaldskrá vatnsgjalds samþykkt samhljóða.
21. 2206112 - Gjaldskrá Sorphirðu í Garðabæ.
Lögð fram gjaldskrá sorphirðu í Garðabæ þar sem fram kemur að sorphirðugjald verði kr. 53.000.

Gjaldskráin samþykkt samhljóða.
22. 2206112 - Gjaldskrá um hreinsun taðþróa í hesthúsahverfinu á Kjóavöllum.
Lögð fram gjaldskrá um hreinsun taðþróa í hesthúsahverfinu á Kjóavöllum þar sem fram kemur að taðþróargjald verði kr. 350.000.

Gjaldskráin samþykkt samhljóða.
23. 2206112 - Gjaldskrá leikskóla.
Lögð fram gjaldskrá leikskóla þar sem gert er ráð fyrir 7,0% hækkun. Gjaldskráin fylgdi fundarboði og er vistuð í fundargátt.

Gjaldskráin samþykkt með níu atkvæðum (SHJ,AG,BF,MB,HBE,GVG,BThB,SDS,BDG) Tveir bæjarfulltrúar sitja hjá. (ÞÞ,IA)
24. 2206112 - Gjaldskrá fyrir frístundaheimili.
Lögð fram gjaldskrá fyrir frístundarheimili þar sem gert er ráð fyrir 7,0% hækkun. Gjaldskráin fylgdi fundarboði og er vistuð í fundargátt.

Gjaldskráin samþykkt með níu atkvæðum (SHJ,AG,BF,MB,HBE,GVG,BThB,SDS,BDG) Tveir bæjarfulltrúar sitja hjá (ÞÞ,IA).
25. 2206112 - Gjaldskrá fyrir starfsemi frístundar.
Lögð fram gjaldskrá fyrir starfsemi frístundar þar sem gert er ráð fyrir 7,0% hækkun. Gjaldskráin fylgdi fundarboði og er vistuð í fundargátt.

Gjaldskráin samþykkt með níu atkvæðum (SHJ,AG,BF,MB,HBE,GVG,BThB,SDS,BDG) Tveir bæjarfulltrúar sitja hjá (ÞÞ,IA).
26. 2206112 - Gjaldskrá skólamálsverða í grunnskólum Garðabæjar.
Lögð fram gjaldskrá skólamálsverða í grunnskólum Garðabæjar þar sem gert er ráð fyrir 7,0% hækkun. Gjaldskráin fylgdi fundarboði og er vistuð í fundargátt.

Gjaldskráin samþykkt með níu atkvæðum (SHJ,AG,BF,MB,HBE,GVG,BThB,SDS,BDG) Tveir bæjarfulltrúar sitja hjá (ÞÞ,IA).
27. 2206112 - Gjaldskrá sundlauga Garðabæjar.
Lögð fram gjaldskrá sundlauga Garðabæjar þar sem gert er ráð fyrir 7,0% hækkun. Gjaldskráin fylgdi fundarboði og er vistuð í fundargátt.

Gjaldskráin samþykkt samhljóða.
28. 2206112 - Reglur um tekjutengingu afslátta.
Lagðar fram reglur um tekjutengingu afslátta af leikskólagjöldum, gjöldum frístundaheimila og gjöldum til dagforeldra. Samkvæmt reglunum er gert ráð fyrir tekjutengingu afslátta af ofangreindum gjöldum frá og með 1. ágúst 2023 að undanskildum systkinaafslætti sem helst óbreyttur.

Reglurnar samþykktar samhljóða.
29. 2206112 - Fjárhagsáætlun 2023 (2023-2026) - síðari umræða.
Almar Guðmundsson, bæjarstjóri, fjallaði um frumvarp að fjárhagsáætlun og fór yfir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar. Bæjarstjóri þakkaði starfsmönnum bæjarins fyrir þeirra aðkomu að gerð fjárhagsáætlunar og íbúum fyrir ábendingar sem fram komu á vef Garðabæjar. Bæjarstjóri lýsti ánægju með gott samstarf allra bæjarfulltrúa við umfjöllum um fjárhagsáætlun.

Bæjarstjóri fjallaði um helstu niðurstöður sem koma fram í frumvarpinu og greinargerð sem lögð er fram nú við síðari umræðu.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir eftirfarandi tillögum að breytingum við frumvarpið eins og það var lagt fram við fyrri umræðu.

A-sjóður
Staðgreiðsla útsvars -160.000.000
Jöfnunarsjóður, málefni fatlaðra -90.000.000
Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði -43.000.000
Byggingarréttargjöld -175.000.000

Farsæld barna 54.000.000
Aðkeypt sólarhringsþjónusta fatlaðra 90.000.000
Barnavernd PMTO 1.300.000
Aðkeypt þjónusta Arnarskóla 4.400.000
Innleiðing menntastefnu 6.000.000
Sumarfrístund 20.000.000
Nýtt stöðugildi eignasjóður 14.000.000
Sétæk verkefni umhverfissvið, mávar og vötn 7.000.000
Stöðugildi fjármála- og stjórnsýslusvið 13.500.000
Hagræðingarkrafa fjölskyldusviðs -23.000.000
Hagræðingarkrafa fræðslu- og menningarsvið -104.000.000
Hagræðingarkrafa umhverfissvið -17.000.000
Hagræðingarkrafa fjármála- og stjórnsýslusvið -6.000.000
Hækkun samninga við félög 20.000.000
Rekstrarframlög til Strætó 19.000.000
Móttaka flóttamanna, fjárhagsaðstoð 40.000.000
Móttaka flóttamanna, fjárhagsaðstoð endurgr. ríkis -40.000.000
Hvatapeningar 14.000.000
Opnunartími sundlauga, tilraunaverkefni 20.000.000
Þróunarsjóður skapandi greina 3.000.000
Vinna og virkni eldri borgarar 3.000.000
Forvarnir og fræðsla félagsmiðstöðvar 5.000.000
Kirkjugarðar 2.000.000
Byggðasamlög A-hluti v.br. á bókhaldsreglum 135.000

Niðurstaða skv. fyrri umræðu 270.000.000
Breytingar á tekjum -468.000.000
Breytingar á útgjöldum 146.446.000
Jákvæð afkoma A- sjóðs skv. seinni umræðu - 51.554.000

B sjóður
Lækkun holræsa og vatnsgjalds 214.000.000
Nýtt stöðugildi Samveitna 14.000.000
Byggðasamlög B-hluti v. br. á bókhaldsreglum 2.173.000

Niðurstaða A og B skv. fyrri umræðu -498.000.000
Breytingar á tekjum -254.000.000
Breytingar á útgjöldum 162.568.000
Jákvæð afkoma A og B sjóðs skv. seinni umræðu -589.432.000

Tillögur um breytingar við framkvæmdayfirlit.

2023
Garðabær miðbær 20.000.000
Félagsaðstaða eldri borgara / Jónshús -25.000.000
Urriðaholtsskóli 2. áfangi 50.000.000
Leikskóli tímabundin ráðstöfun 75.000.000
Miðgarður 20.000.000
Loftgæðabúnaður 19.000.000
Búnaður / endurnýjun tölva og áhalda 30.000.000

Samtals skv. fyrri umræðu 5.800.000.000
Samtals skv. síðari umræðu 5.989.000.000
Byggaðsamlög 164.898.000
Samtals með byggðasamlögum 6.153.898.000

2024
Búnaður / endurnýjun tölva og áhalda 30.000.000

Samtals skv. fyrri umræðu 4.900.000.000
Samtals skv. síðari umræðu 4.930.000.000
Byggðasamlög 115.191.000
Samtals með byggðasamlögum 5.045.191.000

2025
Mannlífsmiðstöð á Álftanesi 20.000.000
Fráveita, verkframkvæmdir -50.000.000
Búnaður / endurnýjun tölva og áhalda 30.000.000

Samtals skv. fyrri umræðu 5.100.000.000
Samtals skv. síðari umræðu 5.100.000.000
Byggðasamlög 43.349.000
Samtals með byggðasamlögum 5.143.349.000

2026
Mannlífsmiðstöð á Álftanesi 300.000.000
Búnaður / endurnýjun tölva og áhalda 30.000.000

Samtals skv. fyrri umræðu 4.600.000.000
Samtals skv. síðari umræðu 4.930.000.000
Byggðasamlög 55.134.000
Samtals með byggðasamlögum 4.985.134.000


Til máls tóku.

Sara Dögg Svanhildardóttir, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun.

„Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2023 einkennist af skynsemi og ábyrgð. Ábyrgð gagnvart íbúum og þeirri lögbundnu þjónustu sem okkur ber að veita, með áherslu á aukna velferð í allri þjónustu. Skynsemi vegna þess hvernig fjármunum er fyrst og fremst varið til uppbyggingar innviða sem tryggja lögbundna þjónustu.
Við í Viðreisn samþykkjum fjárhagsáætlun Garðabæjar sem einkennist af mennsku, velferð og ábyrgri rekstrarniðurstöðu þar sem hverjum rekstrarlið hefur verið velt við og rýndur.
,,Vinstri velferð, hægri hagstjórn“, gamalt slagorð Viðreisnar, á sérstaklega vel við hér við afgreiðslu þessarar fjárhagsáætlunar.“

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.

„Við vinnu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 komum við bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans til samtals á milli meiri- og minnihluta með það að markmiði að geta mögulega samþykkt fyrirliggjandi fjárhagsáætlun þrátt fyrir ólíka pólitíska sýn. Þau samtöl hafa gengið vel og skilningur verið á mismunandi áherslum. Við þökkum meirihlutanum kærlega fyrir þessa fundi og vonumst til þess að þetta vinnulag sé komið til að vera. Það er þó ekkert launungamál að í þessari áætlun hefðum við viljað sjá frekari aðgerðir til að koma fjárhagslega til móts við lágtekjuhópa og barnafjölskyldur.
Á sama tíma og fasteignagjöld eru lækkuð og útsvarinu áfram haldið í lægstu lægðum, sem hvort tveggja gagnast hlutfallslega efnaðasta fólkinu hér í bænum mest, horfum við fram á aukna skuldsetningu sveitarfélagsins vegna framkvæmda og innviðauppbyggingar sem ráðast þarf í. Kostnaður við lántöku mun til lengri tíma skila sér í minna svigrúmi til þess að sinna grunnþjónustu. Þessi forgangsröðun eykur að okkar mati ójöfnuð í samfélaginu okkar og því teljum við mikilvægt að grípa til aðgerða fyrir þá hópa sem falla milli skips og bryggju.
Við í Garðabæjarlistanum höfum lagt fram nokkrar tillögur frá síðustu kosningum og hafa þær flestallar fengið góðan hljómgrunn, bæði meðal bæjarbúa og þvert á flokka í bæjarstjórn. Sem dæmi má nefna tillögu um hækkun hvatapeninga í 75 þúsund, um tekjutengdan afslátt á matarkostnað í leikskólum, um grænmetis- og ávaxtastund í grunnskólum, um samstarf við Samtökin ’78, um örugg hjólaskýli, hjólreiðaáætlun o.fl. Þá höfum við í haust lagt áherslu á að haldið verði aftur af gjaldskrárhækkunum, t.d. á leikskólagjöld og gjöld fyrir frístund, enda eru þjónustugjöld almennt afar há í Garðabæ og prósentuhækkanir koma því verr við lágtekjuhópa og barnafjölskyldur hér en annarsstaðar, þrátt fyrir að hækkunin fylgi ekki verðlagi að fullu. Við sátum þess vegna hjá við afgreiðslu þessara gjaldskráa, sem táknræna andstöðu við há gjöld hér í bæ.
Garðabæjarlistinn hefði viljað fá tækifæri til þess að setja skýrara mark á þessa fjárhagsáætlun. Við gerum okkur þó grein fyrir því að við breytum ekki stóru myndinni á meðan við erum í minnihluta, en tillögur okkar sem hafa miðað að því að létta undir með fólki hafa margar hlotið brautargengi, hvort sem það er í hluta eða heild eða enn til skoðunar. Mörg önnur mál, t.a.m. vísir að sumarfrístund, viðhald á mannvirkjum, innviðauppbygging, uppbygging Garðatorgs og aukin fjárfesting í félagslegu húsnæði á næstu árum eru síðan mál sem voru hluti af okkar kosningaáherslum.
Við samþykkjum því fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 með von um enn meira og betra samráð á komandi ári.“

Bjarni Th. Bjarnason, tók til máls

Gunnar Valur Gíslason, tók til máls.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, tók til máls.

Margrét Bjarnadóttir, tók til máls.

Björg Fenger, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun.

„Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2023 er í samræmi við áherslur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins undanfarin ár um gott mannlíf með vellíðan og lífsgæði bæjarbúa að leiðarljósi.
Áhersla er lögð á að viðhalda festu við stjórn fjármála og skilvirkni í rekstri bæjarins. Álögum verður stillt í hóf þar sem útsvar verður áfram 13,70%, álagningarhlutfall fasteignagjalda lækkar til mótvægis við mikla hækkun fasteignamats og gjaldskrár munu ekki hækka til samræmis við almennar kostnaðarhækkanir á yfirstandandi ári. Í áætluninni er jafnframt gerð krafa á stofnanir bæjarins um hagræðingu í rekstri enda mikilvægt að þjónustan sé reglulega rýnd og verkefnum forgangsraðað.
Fjárhagsáætlunin var unnin í opnu og gagnsæju ferli og tóku fjölmargir Garðbæingar virkan þátt með því að senda inn greinargóðar ábendingar í samráðsgátt bæjarins.
Í áætluninni er lögð mikil áhersla á farsæld, virkni og vellíðan íbúa, forvarnir, sjálfbærni og umhverfismál en þau mál rýma vel við þær ábendingar sem íbúar sendu inn.
Garðabær er barnvænt samfélag sem leggur áherslu á öryggi og farsæld barna í þjónustu sem er veitt í þeirra þágu í skólastarfi og tómstundum. Þessar áherslur koma vel fram í framlagðri áætlun þar sem vegleg viðbótarframlög er að finna ásamt mikilvægum nýframkvæmdum og endurbótum. Sömu sögu er að segja um áherslu á heilsutengdar forvarnir, virkni og einstaklingsmiðaða þjónustu fyrir eldra fólk. Í þeim mikilvæga málaflokki eru stigin mikilvæg skref í fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2023.
Samkvæmt framkvæmdaáætlun ársins 2023 eru miklar fjárfestingar áformaðar í innviðum enda er Garðabær í örum vexti. Markmiðið er að byggja undir vöxt sveitarfélagsins og velferð íbúa á komandi árum. Uppbyggingin snýr að stærstum hluta að skólahúsnæði, leikskólum, nýjum búsetukjarna fyrir fatlað fólk, gatnagerð, stígakerfum og úthlutun lóða þar sem fjölbreyttir húsnæðiskostir séu í boði. Aukinn kraftur er settur í viðhald og endurbætur mannvirkja auk þess sem fjárfest er í eflingu miðbæjar Garðabæjar, auknu umferðaröryggi, umhverfi og sjálfbærni þar sem vatns- og fráveitukerfi sveitarfélagsins eru fyrirferðamest.“

Hrannar Bragi Eyjólfsson, tók til máls.

Almar Guðmundsson, tók til máls.

Tillaga um breytingar á frumvarpi að fjárhagsáætlun er samþykkt með samhljóða.

Bæjarstjórn samþykkir framkvæmdayfirlit fjárhagsáætlunar með framkomnum breytingum.

Bæjarstjórn samþykkir frumvarp að fjárhagsáætlun með framkomnum breytingartillögum sem fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2023-2026 með

Niðurstöður rekstrarreiknings fyrir A og B hluta samkvæmt fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2023- 2026 eru:

2023 2024 2025 2026
Tekjur: 25.850.800 26.581.257 27.584.241 28.688.264
Gjöld: 22.256.589 22.866.638 23.728.001 24.622.741
Rekstrarniðurstaða f. afskriftir: 3.594.212 3.714.619 3.856.240 4.065.523

Afskriftir (1.621.137) (1.816.990) (1.991.116) (2.154.690)

Rekstrarniðurst. án fjárm.tekna/gjalda (1.973.075) 1.897.629 1.865.125 1.910.833

Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (1.383.643) (1.100.272) (1.214.877) (1.318.725)

Rekstrarniðurstaða 589.432 797.357 650.247 592.108


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).