Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
43. (2050). fundur
29.11.2022 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Margrét Bjarnadóttir aðalmaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir varamaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2106536 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2022 - Viðauki nr. 5.
Á fund bæjarráðs kom Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri og gerði grein fyrir eftirfarandi viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2022.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun 2022 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Viðauki 5
Fjölskyldusvið
Vegna aukningar á þjónustu til fatlaðra einstaklinga sem m.a. þarfnast sólarhringsþjónustu þarf að bæta við fjárhagsáætlun ársins 95 m.kr.

Auknar tekjur frá Jöfnunarsjóði að fjárhæð 71 m.kr. koma til móts við þessa kostnaðaraukningu.

Stuðnings og stoðþjónusta fatlaðra 95.000.000 ýmsir bókhaldslyklar

Umferðar og samgöngumál
Erindi Strætó bs. sem lagt var fram í bæjarráði 4. október sl. um aukið rekstrarframlag vegna slæmrar fjárhagsstöðu Strætó bs. var samþykkt í bæjarstjórn 6. október sl.

Rekstrarframlag til Strætó bs. 39.000.000 10720-9195

Fræðslusvið
Vegna kjarasamninga við kennarafélögin þarf að bæta eftirfarandi við rekstrarframlög til einkaskóla. Bæjarreknum grunn- og leikskólum var bætt kjarasamningshækkun kennarafélaganna með viðauka 3. Nemendum hefur fjölgað umfram áætlun í Urriðaholtsskóla voru 149 í október 2021 en eru 219 í október 2022.

Rekstrarframlög til einkaskóla 65.000.000 ýmsir bókhaldslyklar
Urriðaholtsskóli 50.000.000 ýmsir bókhaldslyklar

Fjármagnsliðir
Verðbólga á árinu 2022 hefur verið umtalsvert meiri en opinberar áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Gert var ráð fyrir 3% hækkun í áætlun ársins eins og opinberar hagspár gerðu ráð fyrir en verðbólgan er um 9%. Í framlögðu 6 mánaða uppgjöri Garðabæjar voru fjármagnsgjöld 597 m.kr. umfram áætlun. Sambærileg þróun hefur verið á síðari hluta ársins.

Fjármagnsliðir 1.106.000.000 ýmsir bókhaldslyklar
Samtals aukin útgjöld 1.355.000.000
Fjármögnun:
Jöfnunarsjóður málefni fatlaðs fólks -71.000.000 00100-0148
Samþættingarframlag Jöfnunarsjóðs -40.000.000 00100-0152
Staðgreiðsla útsvars -200.000.000 00010-0021
Samtals auknar tekjur -311.000.000

Mismunur lækkun rekstrarafgangs 1.044.000.000

Rekstrarafgangur a.t.t. til viðauka 1-5 1.482.872.000

2. 2206112 - Fjárhagsáætlun 2023 (2023-2026).
Bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögum um álagningu fasteignaskatta og þjónustugjalda sem verða til afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar 1. desember nk. ásamt tillögum um breytingar milli umræðna. Lagt fram yfirlit yfir mál sem vísað hefur verið til afgreiðslu fjárhagsáætlunar.

Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum dagskrárlið.
3. 2211254 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Molduhrauns vegna lóðarinnar við Austurhraun 9.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um breytingu á deiliskipulagi Molduhrauns vegna stækkunar byggingarreits á lóðinni við Austurhraun 9. Tillagan skal auglýst samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.
4. 2206114 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um breytingu á deiliskipulagi Akrahverfis vegna lóðarinnar við Jafnakur 7.
Á fundinum komu fram nánari upplýsingar og áform lóðarhafa varðandi hellulagt svæði meðfram húshlið en það mun ekki verða nýtt sem bifreiðastæði.

Bæjarráð vísar málinu að nýju til umfjöllunar skipulagsnefndar.
5. 2211035 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi óverulega breytingu á deiliskipulagi Kjóavalla vegna lóðanna við Tinnuvelli 8-10.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 44. gr. sömu laga vegna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi hesthúsahverfis við Kjóavelli í tilefni umsóknar um að sameina byggingarreiti lóðanna við Tinnuvelli 8 og 10. Grenndarkynna skal tillöguna lóðarhöfum í hesthúsahverfinu, stjórn Hestamannafélagsins Spretts og skipulagsyfirvöldum í Kópavogi en um er að ræða sameiginlegt deiliskipulag Garðabæjar og Kópavogs.

6. 2211042 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um skiptingu einbýlishússins við Eikarás 1 í tvíbýlishús.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögum skipulagsnefndar að hafna umsókn húseigenda að Eikarási 1 um skiptingu eignarinnar í tvær óskiptar eignir.
7. 2211372 - Bréf Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum, 46. mál., dags. 18.11.22.
Lagt fram.
8. 2201384 - Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi tillögu að loftlagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið, dags. 18.11.22.
Bæjarráð vísar tillögu að loftlagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið til umfjöllunar umhverfisnefndar og skipulagsnefndar.
Gbæ - Fylgibréf - Tillaga að loftslagsstefnu höfuðborgarsvæðisins.pdf
Loftslagsstefna höfuðborgarsvæðisins_stefna og verkfærakista_sept 2022.pdf
Loftslagsstefna minnisblað til stjórnar SSH sept 2022.pdf
9. 2211436 - Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi umdæmisráð barnaverndar, dags. 23.11.22.
Bæjarráð samþykkir að vísa samningi Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kjósarhrepps, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar um rekstur sameignlegs umdæmisráðs barnaverndar til afgreiðslu bæjarstjórnar og til umfjöllunar í fjölskylduráði.
Drög að samningi um rekstur umdæmisráðs barnaverndar.pdf
GBRFylgibréf til sveitarfélaga_stjorn ssh_546 fundur_umdæmisrad barnaverndar.pdf
10. 2208429 - Minnisblað um úttekt á stöðu frístunda- og tómstundastarfs fyrir börn á gunnskólaaldri í Garðabæ.
Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði nánari grein fyrir efnisinntaki minnisblaðsins og mögulegum sviðsmyndum til að mæta helstu áskorunum í tómstunda- og frístundastarfi nemenda í Garðabæ.

Bæjarráð vísaði minnisblaðinu til fræðslu- og menningarsviðs, skólanefndar og íþrótta- og tómstundaráði til frekari greiningar og umfjöllunar.
Minnisblað frístunda og tómstundastarf 2022 lokaskjal.pdf
11. 2211475 - Tilkynning frá innviðaráðuneytinu varðandi birtingu grænbókar í sveitarstjórnarmálum í samráðsgátt, dags. 25.11.22.
Lögð fram.
12. 2106306 - Drög að samstarfssamningi við Sjómannadagsráð um starfsemi Ísafoldar.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
13. 2108168 - Bréf Land lögmanna varðandi landskika í landi Selskarðs, dags. 09.11.22.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfinu.
14. 2211473 - Ráðning í starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.
Á fundinn mætti Inga Þóra Þórisdóttir, mannauðsstjóri og gerði grein fyrir úrvinnslu umsókna um starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs. Fram kom að alls bárust 41 umsókn um starfið en tveir umsækjendur hafa dregið umsókn sína til baka. Farið var yfir allar umsóknir og lagt mat á umsækjendur út frá þeim menntunar- og hæfniskröfum sem tilgreindar voru í auglýsingu. Sjö umsækjendur voru boðaðir í viðtöl og fjórir af þeim voru boðaðir í annað viðtal þar sem þeir kynntu verkefni sem fyrir þá var lagt og sátu fyrir svörum í framhaldi.
Embættismenn aðrir en bæjarritari og bæjarstjóri véku af fundi undir þessum dagskrárlið.

Margrét Bjarnadóttir, vék sæti við umræðu og afgreiðslu málsins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).