Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
20. (2027). fundur
07.06.2022 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Gunnar Valur Gíslason aðalmaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson varamaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri, Guðbjörg Brá Gísladóttir deildarstjóri umhverfis og framkvæmda.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2205413 - Ráðningarsamningur bæjarstjóra.
Lagður fram ráðningarsamningur bæjarstjóra.

Ingvar Arnarson, lagði fram eftirfarandi bókun.

„Hérna höfum við samning sem er gerður af Sjálfstæðisflokknum við oddvita þeirra og það án allrar aðkomu minnihlutans. Við í Garðabæjarlistanum viljum hafa laun bæjarstjóra lægri en þau sem eru í þessum samningi. Við teljum þetta of há laun fyrir þau störf sem bæjarstjóri í 18.000 manna sveitarfélagi á að fá.

Sara Dögg Svanhildardóttir, lagði fram eftirfarandi bókun og viðaukatillögu.

„Laun bæjarstjóra Garðabæjar eru í engu samræmi við almenna launaþróun í landinu og með engu móti hægt að styðja við þau launakjör sem hér um ræðir sé tekið mið af umfangi sveitarfélagsins Garðabæjar.
Þá er ráðningarsamningur við bæjarstjórann efnislega ófullnægjandi þegar horft er til þeirra réttinda og skyldna sem tilgreind eru í ráðningarsamningum í dag. Þannig er hvergi tilgreint hvernig greiðslum skuli háttað í séreignarsjóð, orlofssjóð, sjúkrasjóð, aðild í stéttarfélag o.þ.h. Ennfremur ávinnslu orlofs, veikindadaga, réttinda úr sjúkrasjóði o.fl. Gildir þar einu hvort um almenn eða sérákvæði sé að ræða, ákvæðin þurfa að vera skýr gagnvart bæði launagreiðanda og launþega. Þá er hvergi minnst á hvernig greiðslum skuli háttað varðandi síma, net og annan aðbúnað eins og kveðið er á um í öllum ráðningarsamningum í dag.
Hér er um hagsmunagæslu fyrir bæði launþega og launagreiðanda að ræða. Þetta varðar réttindi og skyldur beggja og samningurinn þarf að vera skýr hvað þetta varðar.
Hér er tækifæri til að sýna gott fordæmi fyrir þá gagnsæju stjórnsýslu sem starfandi bæjarstjórn hét bæjarbúum. Vöndum til verka og látum ráðningarsamning við bæjarstjórann vera fyrstu afurðina í þeim efnum hjá þessari bæjarstjórn.“

„Viðreisn leggur til við bæjarráð að gerð verði starfslýsing fyrir starf bæjarstjóra í þágu gagnsæis, nútímalegri og faglegri vinnubragða.“

Viðaukatillaga Söru Daggar við ráðningarsamning bæjarstjóra er felld með atkvæðum Bjargar Fenger, Gunnars Vals Gíslasonar og Hrannars Braga Eyjólfssonar. Ingvar Arnason og Sara Dögg Svanhildardóttir greiða atkvæði með tillögunni.

Ráðningarsamningur við bæjarstjóra er samþykktur með atkvæðum Bjargar Fenger, Gunnars Vals Gíslasonar og Hrannars Braga Eyjólfssonar. Ingvar Arnarson, greiðir atkvæði gegn samþykkt samningsins. Sara Dögg Svanhildardóttir, situr hjá.

Björg Fenger lagði fram eftirfarandi bókun.

„Við gerð ráðningarsamnings um starfskjör bæjarstjóra Garðabæjar var horft til starfskjara bæjarstjóra í sveitarfélögunum í kring. Starfskjör bæjarstjóra Garðabæjar voru því bæði einfölduð og lækkuð frá því sem áður var. Þess má geta að í ráðningarsamningnum er nú kveðið á um bifreiðastyrk vegna afnota bæjarstjóra á eigin bíl í stað þess að bæjarstjóra sé látið í té bifreið vegna starfsins.
Fullyrðingu um að Garðabær sé á einhvern hátt að taka sér stöðu gegn almennri launaþróun í landinu er hafnað.“

Samningurinn verður lagður fram í bæjarstjórn til staðfestingar.
Ráðningarsamningur bæjarstjóra, dags. 7. júní 2022 - undirritaður.pdf
2. 2202139 - Aratún 7 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Anítu Gísladóttur, kt. 290573-3009, leyfi fyrir viðbyggingu við núverandi einbýlishúsi að Aratúni 7.

3. 2007640 - Frjóakur 9 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Margréti Írisi Ármann Baldursdóttur, kt. 060174-4079, leyfi fyrir breytingum á tæknirými og ísetningu glugga á austurhlið í kjallara einbýlishússins að Frjóakri 9.

Björg Fenger vék sæti við umræðu og afgreiðslu málsins.
4. 2203099 - Grímsgata 6 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Mannvirki ehf., kt. 431014-1060, leyfi til að byggja fjölbýlishús með 19 íbúðum að Grímsgötu 6.
5. 2110307 - Hraungata 26 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita RK bygg ehf., kt. 560916-1830, leyfi til að byggja einbýlishús að Hraungötu 26.
6. 2205309 - Miðskógar 4 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Ásthildi Sveinsdóttur, kt. 051242-3009, leyfi fyrir innri breytingum á núverandi einbýlishúsi að Miðskógum 4.
7. 2204277 - Lambamýri 1-3 - hús nr. 3 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Húsbygg ehf., kt. 630210-1430, leyfi til að byggja fjölbýlishús með 16 íbúðum að Lambamýri 1-3 (hús nr. 3).
8. 2202330 - Reglur um greiðslur til foreldra barna eldri en 12 mánaða sem ekki hafa fengið úthlutað leikskólavist.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna að gerð reglna um heimagreiðslur til foreldra sem koma til afgreiðslu í bæjarstjórn.
9. 2108229 - Útboðslýsing vegna framkvæmda við gatnagerð á Kjóavöllum.
Deildarstjóri umhverfis- og framkvæmda gerði grein fyrir útboðslýsingu vegna framkvæmda við gatnagerð í nýju hesthúsahverfi á Kjóavöllum en úthlutun á hluta lóðanna hefur þegar farið fram. Farið var yfir áætlaðan kostnað við gatnagerð og tekjur af gatnagerðargjöldum og byggingarréttargjöldum.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að auglýsa útboð á framkvæmdum við gatnagerð í nýju hesthúsahverfi á Kjóavöllum.

10. 2110240 - Opnun tilboða í útvegun og lagningu gervigrass á knattspyrnuvöll í Urriðaholti.
Eftirfarandi tilboð bárust í útvegun og lagningu gervigrass á nýjan knattspyrnuvöll í Urriðaholti.

Metratron ehf., tilboð 1 kr. 28.924.968
Metratron ehf., tilboð 2 kr. 30.785.992
Metratron ehf., tilboð 3 kr. 32.835.512
Altis ehf., tilboð 1 kr. 31.220.000
Altis ehf., tilboð 2 kr. 34.651.824

Kostnaðaráætlun kr. 28.700.000

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Metatron um lægsta tilboð. (tilboð nr. 1). Samþykktin er með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er bæjarverkfræðingi falin afgreiðsla málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.
11. 2205471 - Tilkynning frá kærunefnd útboðsmála varðandi kæru Þarfaþings hf. á útboði vegna framkvæmda við byggingu leikskóla í Urriðaholti, dags. 30.05.22.
Bæjarráð felur Juris lögmannsstofu að gæta hagsmuna bæjarins í málinu.
12. 2205454 - Tilkynning frá mennta- og barnamálaráðuneytinu varðandi breytingar á barnaverndarlögum sem koma til framkvæmda 1. janúar 2023 - umboð barnaverndarnefnda framlengt, dags. 27.05.22.
Bæjarráð vísar tilkynningunni til upplýsingar í fjölskylduráði.
13. 2205118 - Bréf reikningsskila- og upplýsinganefndar varðandi skil á viðauka vegna reikningskila á hlutdeild byggðasamlaga í ársreikningi, dags. 05.05.22.
Á fundinum var upplýst að KPMG er að vinna að gerð viðauka vegna málsins í samráði reikningsskila- og upplýsinganefnd. Viðauki verður lagður fram í bæjarráði 14. júní nk. og í bæjarstjórn 16. júní nk.
Bréf til svf vegna reglugerðarbreytingar 1212 2015 undirritað.pdf
14. 2205414 - Tilkynning frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi fundargerðir stefnuráðs byggðasamlaganna, dags. 24.05.22.
Lagðar fram fundargerðir stefnuráðs byggðasamlaganna frá 22.11.2021, 11.02.2022 og 27.04.2022.
15. 2205435 - Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi beiðni um tilnefningar á fulltrúm í stjórnir, ráð og nefndir, dags. 24.05.22.
Lagt fram.
16. 2205452 - Ákall kennara til sveitarstjórna um allt land - MENNTUN TIL SJÁLFBÆRNI, dags. 27.05.22
Bæjarráð vísar ákalli kennara um að grípa strax til aðgerða í loftlagsmálum til umfjöllunar í skólanefnd grunnskóla, leikskólanefnd og umhverfisnefnd.
Akall-til-sveitarstjorna-um-allt-land-Menntun-til-sjalfbaerni.pdf
17. 2205362 - Undirskriftarlisti nemenda í Flataskóla varðandi áskorun um stóra rennibraut í Ásgarðslaug.
Bæjarráð vísar undirskriftalistanum til bæjarstjóra.
Undirskriftarlistar nemenda.pdf
Undirskriftarlisti.pdf
18. 2205481 - Tilkynning frá landskjörstjórn varðandi birtingu áforma um breytingar á kosningalögum í samráðsgátt stjórnvalda, dags. 30.05.22.
Lögð fram.
19. 2205480 - Erindi Snorrasjóðs varðandi beiðni um stuðning við Snorraverkefnið 2022, dags. 30.05.22.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra.
Erindi frá Snorraqsjóði, dags. 30.05.2022.pdf
20. 2206034 - Bréf Egils Grétars Andrasonar varða beiðni um styrk vegna þátttöku á Ólympíuleikum í eðlisfræði, dags. 31.05.22.
Bæjarráð samþykkir að verða við erindi Egils Grétars Andrasonar, kt. 261203-2430 um greiðslu sumarlauna 2022 vegna undirbúnings fyrir þátttöku á ólympíuleikjunum í eðlisfræði.
21. 2206033 - Bréf Félags atvinnurekenda varðandi ályktun til sveitarfélaga vegna fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði, dags. 31.05.22.
Bæjarráð vísar erindinu til nánari skoðunar við ákvörðun á gjaldstigi fasteignagjalda og undirbúnings fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.
Sveitarfe´lo¨g a´skorun vegna fasteignaskatts 310522 (002).pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).