Fundargerðir

Til baka Prenta
Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar
42. fundur
16.05.2022 kl. 16:15 kom Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar saman til fundar í Búrfelli í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger aðalmaður, Þorri Geir Rúnarsson aðalmaður, Stefanía Magnúsdóttir aðalmaður, Guðrún Jónsdóttir aðalmaður, Hannes Ingi Geirsson aðalmaður, Kári Jónsson íþrótta-,tómstunda- og forvarnarfulltrúi, Gunnar Richardson tómstundafulltrúi, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Fundargerð ritaði: Kári Jónsson íþrótta-, tómstunda- og forvarnarfulltrúi.
Lokafundur ÍTG á yfirstandandi kjörtímabili.
Gestur fundarins var Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2201561 - Mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og rétt barna til þátttöku og áhrifa
Erindið lagt fram. Umræður um verkefnið barnvænt sveitarfélag sem Garðabær er aðili að og vinnur að innleiðingu á. En þar er rík áhersla lögð á að meta áhrif ákvarðana sveitarfélaga á börn og rétt barna til þátttöku og áhrifa.
Mat-á-áhrifum-á-börn-bréf-ub-til-sveitarfélaga.pdf
2. 2109165 - Beiðni um styrk vegna Evrópumóts stúlknalandsliða 2022.
ÍTG leggur til að styrkja GO um kr. 1.500.000,- vegna Evrópumóts stúlknalandsliða sem haldið er á Urriðavelli Odds í sumar. GO mun í tengslum við Evrópumótið skipuleggja viðburði til að hvetja enn fleiri stúlkur til golfiðkunar.
3. 2204281 - Umsókn um styrk til forvarnarverkefnis
Forvarnarfulltrúa falið að ræða við umsækjendur um stöðu verkefnisins og hvernig aðkomu Garðabæjar að verkefninu gæti verið háttað.
4. 2204048 - Útboð frístundaaksturs 2022
Akstur frístundabíls hefur nú verið auglýstur í opnu útboði til fjögurra ára með möguleika á framlengingu. Útboðsgögn eru á vef Garðabæjar og hafa verið auglýst á EES svæðinu. Gengið er út frá akstursleiðum og tímatöflu vorannar 2022.
Frístundaasktur timalina fyrir tilbodstíma - Gardabae.pdf
5. 2204344 - Niðurstörður 2022 - Rannsóknir og greining
Kynning hefur farið fram á niðurstöðum R&G vegna 8.-10 bekk fyrir árin 2018 - 2020 - 2022.
Áherslur sem huga þarf að í forvarnarstarfi er að minnka orkudrykkjaneyslu, koma á samræmdum skjátímaviðmiðum, auka svefntíma og virkja foreldrastarf með "bekkjarsáttmálum".
1045_Garðabær.pdf
Önnur mál:
a) umræða um ásókn íþróttafélaga í aðstöðu í Garðabæ. Íþróttafulltrúa falið að semja drög af reglum er varða úthlutun tíma til íþróttafélaga í íþróttamannvirkjum bæjarins í samræmi við umræður á fundinum.
b) farið yfir starf ráðsins sl. 4 ár (myndasyrpa)
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).