Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
35. (1993). fundur
21.09.2021 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Gunnar Valur Gíslason aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Jóna Sæmundsdóttir varamaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2108710 - Árshlutauppgjör Garðabæjar - janúar - júní 2021.
Á fund bæjarráð mætti Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri og gerði grein fyrir árshlutauppgjöri Garðabæjar fyrir tímabilið janúar - júní 2021.

Niðurstaða A og B - hluta fyrir tímabilið í þkr:

Rekstrartekjur 9.247.098
Rekstrargjöld 8.398.869
Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir 848.229
Afskriftir (558.799)
Rekstrarniðurstaða án fjármunat. og gjöld 289.430
Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld (464.656)
Rekstrarniðurstaða (neikvæð) (175.226)
2. 2006130 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar árið 2021 - Viðaukar nr. 2 og nr. 3.
Fjármálastjóri gerði grein fyrir viðaukum nr. 2 og 3 við fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2021. Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi viðauka nr. 2 og 3 við fjárhagsáætlun 2021 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Viðauki 2 - Fjölskyldusvið

Kostnaðarauki vegna breytinga á vinnutíma vaktavinnufólks á fjölskyldusviði skv. kjarasamningum
með gildistíma frá 1. maí 2021.

Heimili fatlaðra:
Miðskógar 5.900.000 02564-
Krókamýri 5.600.000 2563-
Ægisgrund 6.500.000 2561-
Heimili ungmenna:
Sigurhæð 9.900.000 02562-
Skammtímavistun
Móaflöt 19.300.000 02571-

Annað:
Stoðþjónusta 7.900.000 02530-
NPA samningar 12.200.000 02530-4993
Búsetukjarni Unnargrund 30.000.000 02565-
Samtals fjölskyldusvið aukins kostnaðar vegna
vinnutímastyttingar vaktavinnufólks 97.300.000

Viðbætur vegna aukinnar þjónustu á fjölskyldusviði:
Stuðningaþjónusta (frekari liðveisla) 16.000.000 02530-
Stuðningsþjónusta 6.000.000 02550-
Stuðningsfjölsk. og annar stuðn. utan heimilis 6.000.000 02560-
Lengd viðvera fatlaðra ungmenna 15.000.000 02582-4369
Samtals annað 43.000.000

Samtals útgjaldaauki 140.300.000

Fjármögnun

Útgjaldaauka er mætt með gatnagerðatekjum

Gatnagerðartekjur -140.300.000

Viðauki 3 - Æskulýðs- og íþróttamál

Kostnaðarauki vegna breytinga á vinnutíma vaktavinnufólks í íþróttahúsum skv. kjarasamningum
með gildistíma frá 1. maí 2021.

Ásgarður 7.400.000 06511-
Íþróttamavirki Álftanesi 5.700.000 06514-
Mýrin 1.600.000 06512-
Samtals 14.700.000

Annað á æskulýðs- og íþróttasviði:
Vinnuskóli fleiri börn en áætlað var 41.000.000 06271-
Skólagarðar hæðahverfi endurbætur 5.000.000 06299-
Stjörnuvöllur nýr samningur 7.300.000 06610-4990
Skátafélagið Vífill:
Útilífsmiðstöð búnaður 15.000.000 06810-9990
Útilífsmiðstöð verðbætur skv. samningi 4.000.000 06810-9990

Félagsmiðstöðvar hækkun launaliða
(Covid -tæknimál - meiri fjöldi í ferðum - langtímaveikindi)
Garðalundur 5.000.000 06311-
Félagsmiðstöð Sjálandsskóla 1.500.000 06312-
Félagsmiðstöð Álftanesskóla 1.500.000 06313-
Samtals annað 80.300.000

Alls 95.000.000

Fjármögnun - útgjaldaauka mætt með gatnagerðartekjum
Gatnagerðartekjur -95.000.000

3. 2107003 - Bakkaflöt 5 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Pálma Jónssyni, kt. 050479-4049, leyfi til að rífa bílgeymslu og byggja við núverandi einbýlishús á lóðinni við Bakkaflöt 5.

4. 2106434 - Bakkaflöt 12 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Elísabetu Björnsdóttur, kt. 161265-8299, leyfi til að byggja nýtt einbýlishús í stað þess sem hefur verið rifið á lóðinni við Bakkaflöt 12.

5. 2108504 - Lambamýri 1-3 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Húsbygg ehf., kt. 630210-1430, leyfi til að hefja framkvæmdir við byggingu bílageymslu á lóðinni við Lambamýri 1-3.
6. 2104375 - Miðhraun 20 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Dráttarbílum ? vélaleigu ehf., kt. 560301-3160, leyfi fyrir breytingu á innra skipulagi atvinnuhúsnæðis við Miðhraun 20.
7. 2012302 - Sveinskotsvör 1 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Arnari Stefánssyni, kt. 190783-7159, leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni við Sveinskotsvör 1.
8. 2105133 - Opnun tilboða í framkvæmdir við gatnagerð í Þórsgrund.
Eftirfarandi tilboð bárust í í framkvæmdir við gatnagerð við Þórsgrund.

Gleipnir ehf. kr. 141.000.000
Klapparverk ehf. kr. 126.733.549
Loftorka Reykjavík ehf. kr. 114.527.350
Snókur ehf. kr. 112.924.599
Ljósaþing ehf og Stálborg ehf kr. 139.700.108
Stéttafélagið ehf. kr. 160.795.001

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Snóks ehf. Samþykktin er með fyrirvara um að um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er bæjarverkfræðingi falin afgreiðsla málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.
9. 2109350 - Bréf Minjastofnunar Íslands varðandi undirbúning að friðlýsingu íbúðarhússins að Litlabæjarvör 4, dags. 10.09.21.
Í bréfinu er Garðabæ gefinn kostur á að koma á framfæri formlegum og efnislegum athugasemdum við tillögu að friðlýsingu hússins að Litlabæjarvör 4 og frestur veittur til 15. október nk.

Bæjarráð vísar bréfinu til umfjöllunar skipulagsnefndar.
Litlabæjarvör 4, undirbúningur friðlýsingar.pdf
10. 2109394 - Bréf Sorpu bs. varðandi sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 á Suðvesturlandi, dags. 17.09.21.
Í bréfinu kemur fram að lögð hafi verið fram tillaga að nýrri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 sem tekur til starfssvæða fjögurra sorpsamlaga og 32 sveitarfélaga á suðvesturhluta landsins. Frestur til athugasemda er til 29. október nk.

Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar skipulagsnefndar og umhverfisnefndar.
Fylgibréf til gardabæ.pdf
11. 2106495 - Afgreiðsla stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi ályktun aðalfundar Landverndar um notkun nagladekkja.
Lögð fram.
RE: 2106495 - Ályktun Landverndar.pdf
12. 2109353 - Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi rekstraráætlun almenningssamgangna, dags. 06.09.21.
Lögð fram til kynningar áfangaskýrsla um drög að rekstraráætlun nýs leiðanets þ.m.t. Borgarlínu.

Áfangaskýrsla um drög að rekstraráætlun Nýs leiðanets þmt Borgarlínu.pdf
Fylgibréf -rekstraáætlun almenningssamgangna GBR.pdf
13. 2107143 - Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi sex mánaða skýrslu um stöðu verkefna samkvæmt Samgöngusáttmálanum, dags. 13.09.21.
Lögð fram til kynningar sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf., um stöðu og framgang verkefna samkvæmt Samgöngusáttmálunum.
Betri samgöngur_Staða og framgangur verkefna júní 2021.pdf
Fylgibréf - samgöngusáttmálinn sex mánaða skýrsla BS GBR.pdf
14. 2109331 - Bréf Garðálfa, kórs eldri borgara á Álftanesi varðandi styrk, dags. 09.09.21.
Bæjarráð samþykkir að veita Garðálfum, kórs eldri borgara á Álftanesi styrk að fjárhæð kr. 450.000.
Styrkbeiðni.pdf
15. 2109354 - Umsókn um styrk til verkefnisins "Samvera og súpa".
Bæjarráð vísar umsókninni til afgreiðslu bæjarstjóra.
Umsókn um styrk til Garðabæ 2021.pdf
16. 2109367 - Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi úthlutun úr Námsgagnasjóði 2021, dags. 16.09.21.
Lagt fram og vísað til kynningar í skólanefnd.

Í fylgiskjali með bréfinu kemur fram að samtals fá bæjarreknir skólar úthlutað kr. 3.114.730 og sjálfstætt starfandi skólar kr. 288.807.
Bréf til skólastjóra og rekstraraðila grunnskóla.pdf
Námsgagnasjóður 2021 - fylgiskjal.pdf
17. 2109369 - Tilkynning frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um ársfund 2021.
Í tilkynningunni kemur fram að ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaganna verður haldinn 6. október nk. kl. 16:00, Til fundarins eru boðaðir framkvæmdastjórar sveitarfélaga eða staðgenglar þeirra.
18. 2109391 - Bréf Samband íslenskra sveitarfélaga varðandi fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2022, dags. 15.09.21.
Í bréfinu kemur fram að fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2021 verður haldinn fimmtudaginn 7. október og föstudaginn 8. október nk.
19. 2109393 - Bréf Ísland Panorama Center varðandi möguleika á húsnæði fyrir starfsemina, dags. 13.09.21.
Gerð var grein fyrir viðræðum við bréfritara. Bæjarráð vísar bréfinu til nánari skoðunar bæjarstjóra.
Húsnæðismál.pdf
20. 2109397 - Fyrirspurn Garðabæjarlistans um almenningssamgöngur í Urriðaholti.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurninni.
Fyirspurn Garðabæjarlistans varðandi erindi íbúa Urriðaholts um bættar almenningssamgöngur.pdf
21. 2101001 - Leiðrétting á kjörskrá vegna kosninga til Alþingis 25.09.2021.
Bæjarráð samþykkir að gera leiðréttingar á kjörskrá samkvæmt tilkynningum Þjóðskrár Íslands, dags. 20. september 2021 um andlát tveggja einstaklinga eftir viðmiðunardag kjörskrár sem var 21. ágúst 2021 og vísast um heimild til 4. mgr. 27. gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).