Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfisnefnd Garðabæjar
18. fundur
13.11.2019 kl. 08:00 kom umhverfisnefnd Garðabæjar saman til fundar í Búrfelli í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Jóna Sæmundsdóttir aðalmaður, Guðfinnur Sigurvinsson aðalmaður, Hrönn K. Sch. Hallgrímsdóttir aðalmaður, Páll Magnús Pálsson aðalmaður, Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Linda Björk Jóhannsdóttir garðyrkjufræðingur, Guðbjörg Brá Gísladóttir verkefnastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðbjörg Brá Gísladóttir verkefnastjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1903374 - Skipulag - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting 3. Norðurnes
Umhverfisnefnd leggur áherslu á að umhverfisrask verði sem minnst og að farið verði eftir ábendingum fuglafræðinga um mótvægisaðgerðir vegna golfvallar, þ.e. tjarnir, hólmar og áframhaldandi endurheimt votlendis við Kasthúsatjörn ásamt því að fyllt verði í skurði á golfvallarsvæðinu. Hugað verði að því að rask milli golfbrauta verði sem minnst ásamt raski á framkvæmdatíma. Umhverfisnefnd telur jákvætt að á Seylunni verði fallið frá aðstöðu fyrir siglingar í tengslum við smábátahöfn og möguleika á aðstöðu fyrir hestamenn.
2. 1906091 - Mengunarmælingar 2019
Lagt fram. Gerð grein fyrir vinnu við útbætur.
3. 1911082 - Drög að breytingum á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi.
Lagt fram.
4. 1910322 - Styrkumsókn vegna hleðslubúnaðar fyrir rafbíla
Umhverfisnefnd mælir með að svo stöddu, að tryggt verði að íbúar hafi jafnt aðgengi að hleðslustöðvum í bæjarlandinu. Lagt er til að unnið verði að kortlagningu og uppbyggingaráætlun slíkra stöðva og það kynnt bæjarbúum. Vísað til nánari vinnslu hjá Tækni- og umhverfissvið.
5. 1910400 - Veiðikortið 2020
Umhverfisnefnd leggur til að samstarfi við Veiðikortið verði haldið áfram árið 2020.
6. 1911044 - Ársskýrsla - Skógræktarfélags Reykjarvíkur 2018
Lagt fram.
ársskýrsla_2018_web-3.pdf
7. 1911081 - Ársskýrsla loftgæða
Lagt fram.
8. 1910408 - Umsóknir í framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2020
Lagt fram.
9. 1911043 - Heiðmörk - samningur - Skógræktarfélag Reykjarvíkur
Umhverfisnefnd samþykkir efnisleg drög af samningi.
10. 1911209 - Tillaga Garðabæjarlistans um að veita fyrirtækjum eða stofnunum í Garðabæ viðurkenningu sem ná góðum árangri í að minnka plastnotkun, flokka, endurnýta og sporna við matarsóun.
Umhverfisnefnd tekur jákvætt í tillöguna og að tillagan verði hluti af verkefninu Garðabær gegn sóun.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).