Fundargerðir

Til baka Prenta
afgreiðslufundir skipulagsstjóra
6. fundur
01.06.2023 kl. 11.00 kom afgreiðslufundir skipulagsstjóra saman til fundar í turnherbergi 3. hæð á bæjarskrifstofunum við Garðatorg.
Fundinn sátu: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri. Anna María Guðmundsdóttir . Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari. Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi. Hrönn Hafliðadóttir verkefnastjóri skipulagsmála.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2305337 - Sveinskot (Víðiholt 1-3) - Umsókn um byggingarleyfi
Framlagðir aðaluppdrættir eru í samræmi við gildandi deiliskipulag íbúðarbyggðar við Víðiholt. Sækja þarf sérstaklega um byggingarleyfi fyrir djúpgáma sem verða staðsettir á sameignarlóða meðfram götu.
2. 2304299 - Vesturtún 39 - Tilkynning um framkvæmdir
Lögð fram fyrirspurn um girðingar í kringum lóð Vesturtún 39. Hæð girðingar að opnu svæði og aðliggjandi stíg er 1,5 m og er því í samræmi við samþykkt Garðabæjar um veggi og girðingar. Uppbrot vantar þó eins og bent er á í samþykkt Garðabæjar. Ekki er fallist á að girðing á lóðarmörkum meðfram götu sé hærri en 1,2 m eins og kveðið er á um í fyrrgreindri samþykkt. Einnig þarf að brjóta upp hornið sem myndast við horn girðingar að göngustígs svo ekki skyggi á sjónlínu.
3. 2305276 - Klukkuholt 4 og 6 - samkomulag um frágang á lóðamörkum
Lagt fram undirritað samkomulag eigenda lóðanna um frágang og útfærslu girðingar á lóðamörkum og smáhýsa á báðum lóðum. Samkvæmt samkomulagi er girðing um 1,6 m að hæð en hluti hennar allt að 1,85 m. Samkomulag gerir ráð fyrir að á lóðinni Klukkuholt 6 sé útigeymsla 8,5 m2 að grunnfleti og 2,4 m að hæð (þegar reist) og á lóðinni KLukkuholt 4 sé útigeymsla um 10,5 m2 að grunnfleti og 2,3 m að hæð.
Hæð girðingar og flatarmál smáhýsis víkur lítillega frá gildandi deiliskipulagi; Breiðamýri og norðanvert Sviðholt.
Skipulagsstjóri metur samkomulagið sem óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi í samræmi við 2.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
Í samræmi við 2.ml. 3.mgr. 44.gr. sömu laga er grenndarkynning felld niður þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en viðkomandi lóðarhafa og Garðabæjar.

Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022.

4. 2305443 - Steinprýði 13 - Umsókn um byggingarleyfi
Lagðir fram aðaluppdrættir íbúðarhúss á lóðinni Steinprýði 13. Uppdrættir eru í samræmi við deiliskipulag Garðahrauns. Þess skal gætt við útfærslu palls í inngarði að hann lagi sig að þeim hraunmyndunum sem þar er að finna eins og deiliskipulag kveður á um.
5. 2305285 - Furuás 3 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn eigenda Furuáss 3 um útfærslu stoðveggja við lóðarmörk að götu. Fyrirspurn fylgir lóðarteikning. Samþykki nágranna liggur fyrir.
Með vísan í samþykkt Garðabæjar og veggi og girðingar gerir skipulagsstjóri, fyrir hönd Garðabæjer, ekki athugasemd við útfærslu stoðveggjar en þar sem stoðveggur er hærri en 80 cm skal þess gætt að runnagróður ofan veggjar tryggi fallvörn.
6. 2305266 - Sunnuflöt 13 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn um útfærslu á bílastæði við Sunnuflöt 13. Lóðin er á horni Sunnuflatar og Brúarflatar. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við útfærslu bílastæðis en eins og fram kemur í samþykkt Garðabæjar um veggi og girðingar þá skal gæta að sjónlínum við innkeyrslu og horn og er það gert með því að gæta þess að hæð girðinga og gróðurs dragi ekki úr öryggi vegfarenda. Athygli er vakin á útloftunartúðum hitaveitu og ljósastaur sem liggja munu nærri innkeyrslu samkvæmt útfærslu.
Fjölgun bílastæða á lóð um eitt bílastæði er metin sem óveruleg breyting á deiliskipulagi Flata í samræmi við 2.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
Í samræmi við 2.ml. 3.mgr. 44.gr. sömu laga er grenndarkynning felld niður þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og Garðabæjar.

Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022.
7. 2211471 - Þórsgrund - Ægisgrund - óveruleg deiliskipulagsbreyting
Lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir því að götuheiti breytist. Gert er ráð fyrir því að gatan frá hringtorgi við Vífilsstaðaveg að gatnamótum Stóráss, Marargrundar og Njarðargrundar heiti Þórsgrund.
Skipulagsstjóri metur samkomulagið sem óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi í samræmi við 2.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
Í samræmi við 2.ml. 3.mgr. 44.gr. sömu laga er grenndarkynning felld niður þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en Garðabæjar.

Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022.
8. 2303388 - Ásbúð 49 skjólveggir - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn um útfærslu lóðar og fylgir henni lóðaruppdráttur. Þar koma m.a. fram hæðir skjólveggja og girðinga.
Með vísan í samþykkt Garðabæjar um veggi og girðingar gerir skipulagsstjóri, fyrir hönd Garðabæjar, ekki athugsemd við hæðir skjólveggja á lóð sem snúa að götu. Varðandi kvaðir um lagnir á lóð og gerð palla gerir skipulagsstjóri ekki athugasemd við útfærsluna enda hefur Vatnsveitu Garðabæjar verið kynnt hugmyndin og var ekki gerð athugasemd við útfærsluna.

9. 2304055 - Fífumýri 15 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi um bílageymslu á lóð. Samanlagður botnflötur íbúðarhúss og bílageymslu er 190 m2 en samkvæmt því deiliskipulagi sem íbúðarbyggð í Hofstaðamýri byggir á skal samanlagður botnflötur íbúðarhúss og bílageymslu ekki vera meiri en 150 m2. Deiliskipulagið gerði einnig ráð fyrir tvöfaldri bílageymslu en umsókn gerir ráð fyrir einfaldri bílageymslu sem verður tengd íbúðarhúsi með anddyrisbyggingu.
Þar sem að deiliskipulag Hofstaðamýrar telst ekki í gildi þar sem það var samþykkt í bæjarstjórn áður en að fyrsta aðalskipulag Garðabæjar hafði tekið gildi hlýtur umsókn um byggingarleyfi ferli í samræmi við 44.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Skipulagsstjóri vísar umsókninni til grenndarkynningar samkvæmt ofangreindri lagagrein. Grenndarkynna skal eigendum Fífumýrar 12, 13 og 14, Krókamýrar 13,16 18 og 20 sem og Ljósamýrar 1 og 3.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022.
10. 2304054 - Brekkubyggð 50 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn eigenda raðhússins að Brekkubyggð 50 um hugsanlega viðbyggingu.
Í gildi er breyting deiliskipulags Brekkubyggðar frá árinu 2003 sem gerir ráð fyrir því að hægt sé að reisa allt að 25 m2 viðbyggingu á vesturhluta lóðar innan skilgreinds byggingarreits. Sækja þarf um byggingarleyfi fyrir slíkri framkvæmd og samþykki annarra húseigenda í sömu raðhúslengju. Ekki er þörf að deiliskipulagsferli á meðan að byggingarleyfisumsókn er innan ákvæða deiliskipulagsbreytingar frá 2003.
11. 2304174 - Haustakur 1 - Umsókn um byggingarleyfi
Með vísan í samþykki Garðabæjar og veggi og girðingar gerir skipulagsstjóri ekki athugasemd við að skjólveggir á lóð séu allt að 1,8 m ef þeir eru 30 cm eða lengra frá lóðarmörkum að Miðökrum þannig og gróðursett í bil á milli skjólveggjar og gangstéttar .t.d. runnagróður. Skjólveggir sem snúa að Haustakri skulu þó vera í a.m.k. 60 cm frá lóðarmörkum ef þeir eru 1,8 m háir en æskilegra væri að þeir séu lægri vegna götumyndar.
12. 2304306 - Mávanes 17 - Gróðurhús
Lögð fram umsókn lóðareiganda Mávaness 17 um breytingu deiliskipulags sem gerir ráð fyrir smáhýsi (gróðurhús) sem er 15 fermetrar að grunnfleti eða 9 fermetrum meira en deiliskipulag Arnarness gerir ráð fyrir, 2,7 m að hæð sem er 50 cm hærra en deiliskipulag gerir ráð fyrir og nær lóðarmörkum en 3 metrar eins og deiliskipulag gerir ráð fyrir.
Skipulagsstjóri metur breytinguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Arnarness í samræmi við 2.mgr.43.greinar skipulagslaga nr.123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr.sömu laga.
Þar sem að undirritað samþykki þeirra sem grenndarkynning nær til liggur fyrir (hús við Mávanes nr. 15,16,18,19 og 20) er tími hennar styttur sem því nemur sbr. 2.ml.3.mgr. sömu greinar.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022.
13. 2303517 - Þorraholt 1 - Umsókn um byggingarleyfi
Lagðir fram aðaluppdrættir frá Nordic-arkitektum af fjölbýlishúsinu Þorraholt 1, matshlutar 1, 2 og 3. Umsögn deiliskipulagshöfundar íbúðarbyggðar í Þorraholti liggur fyrir og þar kemur fram að byggingin samræmist ákvæðum gildandi deiliskipulags.
Í byggingarlýsingu er ekki tekið fram sérstaklega hvort matshlutar séu í mismundandi litum en skipulagsstjóri lýtur svo á að það sé markmið deiliskipulags að stuðla að yfirbragði fjölbreytileika í íbúðarbyggð við Þorraholt í litavali. Því skulu matshlutar vera í mismunandi litum.
Skipulagsstjóri gerir að öðru leyti ekki athugasemd við að byggingarleyfi verði veitt hvað skipulagsþátt byggingarinnar varðar.
14. 2303319 - Urriðaholtsstræti 48 - Skjólveggur og pallur
Fyrirspurn um skjólvegg vísað til umsagnar deiliskipulagshöfundar og Urriðaholts ehf.
15. 2303054 - Kinnargata 33 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi þar sem sótt er um að breyta notkun bílgeymslu þannig að hluti bílgeymslu verði geymsla með beinu aðgengi frá íbúð en fremsti hluti bílgeymslu verði tækjarými. Lögð fram umsögn deiliskipulagshöfundar þar sem svar er að ekki er heimilt að breyta bílgeymslu með þeim hætti að ekki sé hægt að koma fyrir bifreið.
Byggð í Urriðaholti er þétt og fjöldi bílastæða er takmarkaður. Skipulagsstjóri gerir því athugasemd við að byggingarleyfi sé veitt fyrir uppskiptingu bílageymslu sem minnkar pláss fyrir bifreiðar á lóðinni. Fordæmisgildi veitingar byggingarleyfisins gæti haft mikil áhrif á deiliskipulag í Urriðaholti.
16. 2305255 - Keldugata 12 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn hönnuðar um að breyta yfirborðsefni á bílastæðum samkvæmt lóðarskilmálum úr grassteini í malbik.
Fyrirspurn vísað til umsagnar deiliskipulagshöfundar.
17. 2305173 - Keldugata 5 - Umsókn um byggingarleyfi
Umsókn um lóðarstækkun vísað til umsagnar deiliskipulagshöfundar.
18. 2304122 - Súlunes 21 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi þar sem að gert er ráð fyrir tveimur íbúðum í einbýlishúsinu að Súlunesi 21.
Deiliskipulag kveður á um að íbúðir einbýlishúsa skulu ávallt vera óskiptar eignir. Í deiliskipulagi er ekki kveðið sérstaklega á um aukaíbúðir en ekki er almennt gerð athugasemd við þó að hluti húss sé leigður út, annaðhvort sem herbergi eða íbúð.
Umsóknin sýnir hinsvegar tvær aðskildar íbúðir í húsinu og stangast það því á við ákvæði deiliskipulag. Því þarf að gera ráð fyrir að innangengt sé á milli hæða. Að öðrum kosti þarf að sækja um deiliskipulagsbreytingu þar sem óskað eru eftir að skipta einbýlishúsinu upp í tvær íbúðir. Þannig umsóknum hefur yfirleitt verið hafnað.
19. 2302114 - Sunnuvellir 8B - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lögð fram byggingaleyfisumsókn um hesthús á lóðinni Sunnuvellir 8B. Með vísan í framlagða umsögn deiliskipulagshöfundar gerir skipulagsstjóri ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis. Tryggja þarf að taðþrær á lóðum séu lokaðar.
20. 2302108 - Sunnuvellir 8A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lögð fram byggingaleyfisumsókn um hesthús á lóðinni Sunnuvellir 8A. Með vísan í framlagða umsögn deiliskipulagshöfundar gerir skipulagsstjóri ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis. Tryggja þarf að taðþrær á lóðum séu lokaðar.
21. 2303393 - Æsuvellir 11- Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram byggingaleyfisumsókn um hesthús að Æsuvöllum 11. Með vísan í framlagða umsögn deiliskipulagshöfundar gerir skipulagsstjóri ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis.
22. 2303055 - Sunnuvellir 4-6 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram byggingaleyfisumsókn um hesthús að Sunnuvöllum 4-6. Með vísan í framlagða umsögn deiliskipulagshöfundar gerir skipulagsstjóri ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11.15. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).