Fundargerðir

Til baka Prenta
afgreiðslufundir skipulagsstjóra
11. fundur
14.11.2019 kl. 14:00 kom afgreiðslufundir skipulagsstjóra saman til fundar í turnherbergi 3. hæð á bæjarskrifstofunum við Garðatorg.
Fundinn sátu: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri. Anna María Guðmundsdóttir . Sólveig Helga Jóhannsdóttir . Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1908136 - Hörgslundur 5 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókna um viðbyggingu við íbúðarhús að lokinni grenndarkynnningu í samræmi við 44.gr. Skipulagslaga nr.123/2010. Tillagan er innan marka ákvæða tillögu að deiliskipulagi sem enn hefur ekki tekið gildi en byggir á eldri deiliskiplagsákvæðum.
Grenndarkynnt var eigendum Hörgslundar 3, 4, 6, 7 og 8 sem og Reynilundar 4,6 og 8.
Engar athugsemdir bárust.
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við að byggingarleyfi verði veitt sem er í samræmi við grenndarkynnt gögn.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
2. 1911057 - Víkurgata 2 - Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
Lögð fram fyrirspurn hönnuðar fyrir hönd Verkþing ehf. Spurt er: Vegna lokaúttektar á Víkurgötu 2, 10 íbúða fjölbýli, þá er óskað eftir því að fá samþykkta undanþágu frá deiliskipulagi er varðar hellulögn og viðarpalla ofaná bílageymslu hússins í stað grasþekju. Hér er annarsvegar um leiksvæði barna að ræða fyrir íbúa hússins og hinsvegar útisvæði (sérafnotrétt)íbúða að ræða.
Skipulagsstjóri vísar fyrirspurn til umsagnar deiliskipulagshöfundar og Urriðaholts ehf.
3. 1908042 - Vesturtún 55a - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Vesturtúns sem gerir ráð fyrir því að heimilað verði gerð þaksvala ofan á bílageymslu. Tillagan hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 2.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Grenndarkynnt var eigendum Vesturtúns 34, 36, 38, 40, 42, 53a, 53b, 56 og 57.
Engar athugasemdir bárust. Breytingin skoðast því samþykkt sbr.3.ml.3.mgr.41.gr.sömu laga.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:11. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).