Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
2. (1911). fundur
14.01.2020 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarráðs í Ráðhúsi Garðabæjar við Garðatorg.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Gunnar Valur Gíslason aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1805129 - Þjónustulýsing vegna útboðs akstursþjónustu fatlaðs fólks.
Á fund bæjarráðs mætti Björg Fenger, bæjarfulltrúi og kynnti nánar reglur um akstursþjónustu fatlaðs fólks og þjónustulýsingu vegna útboðs. Um er að ræða sameiginlegt útboð Reykjavíkurborgar, Garðabæjar, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar á akstursþjónustu fyrir íbúa sveitarfélaganna sem uppfylla það skilyrði að fötlun þeirra falli að skilgreiningu 2.gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018, og að þeir eigi ekki rétt á niðurgreiddri akstursþjónustu frá öðrum aðilum eða rétt á akstri samkvæmt öðrum lögum, reglugerðum eða reglum.

Bæjarráð vísar málinu til kynningar í fjölskylduráði og samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks.
2. 1911407 - Dýjagata 8 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Stefáni Pálmasyni, kt. 221181-3609, leyfi fyrir byggingu einbýlishúss að Dýjagötu 8.
3. 1910065 - Hraungata 28 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Sævari Óla Ólafssyni, kt. 230267-3089, leyfi fyrir byggingu parhúss að Hraungötu 28.
4. 1910064 - Hraungata 30 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Ragnari Smára Ragnarssyni, kt. 260385-3139, leyfi fyrir byggingu parhúss að Hraungötu 30.
5. 1805133 - Sjónarvegur 2 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita H.S.H. byggingameisturum ehf., kt. 681096-2059, leyfi til breytinga á parhúsi í byggingu að Sjónarvegi 2.
6. 1805132 - Sjónarvegur 4 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita H.S.H. byggingameisturum ehf., kt. 681096-2059, leyfi til breytinga á parhúsi í byggingu að Sjónarvegi 4.
7. 1912245 - Sveinskotsvör 5 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Eyrúnu Sigurjónsdóttur, kt. 090568-2999, leyfi fyrir byggingu einbýlishúss að Sveinskotsvör 5.
8. 2001058 - Bréf Landskerfa bókasafna varðandi breytingar á gjaldskrá á árinu 2020.
Lagt fram.
Breytingar á gjaldskrá.pdf
9. 1702065 - Ákvörðun Hæstaréttar varðandi leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli Garðabæjar gegn íslenska ríkinu, dags. 09.01.20.
Lögð fram ákvörðun Hæstaréttar Íslands þar sem fram kemur að umsókn Garðabæjar um áfrýjunarleyfi er tekin til greina.
20200109131334951.pdf
10. 2001122 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi á þorrablóti Stjörnunnar.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
11. 2001164 - Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi málefni skíðasvæðanna, dags. 10.01.20.
Í bréfinu koma fram upplýsingar um að Veitur ohf. hafa afturkallað kæru vegna matsskyldu framkvæmda á skíðasvæðunum.

Lagður fram og kynntur viðauki við samkomulag um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 7. maí 2018.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Björg Fenger, bæjarfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum dagskrárlið.
Málefni skíðasvæðanna -Gb.pdf
12. 2001163 - Tilkynning frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi málefni Sundabrautar, dags. 10.01.20.
Lögð fram.
SRN_Sundabraut-skyrsla.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:30. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).