Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Garðabæjar
1. (860). fundur
16.01.2020 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Sigurður Guðmundsson . Áslaug Hulda Jónsdóttir . Sigríður Hulda Jónsdóttir . Gunnar Valur Gíslason . Jóna Sæmundsdóttir . Almar Guðmundsson . Björg Fenger . Gunnar Einarsson . Sara Dögg Svanhildardóttir . Ingvar Arnarson . Harpa Þorsteinsdóttir .

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Fundurinn er hljóðritaður.

Sigurður Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar, setti fund og stjórnaði.

Fundargerð bæjarstjórnar frá 19. desember 2019 er lögð fram.

Almar Guðmundsson, ræddi fjárhagsáætlun og fjárhagsstöðu Garðabæjar.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi fjárhagsáætlun og fjárhagsstöðu Garðabæjar.

Almar Guðmundsson, tók til máls að nýju.

Ingvar Arnarson, ræddi fjárhagsáætlun og fjárhagsstöðu Garðabæjar.

Gunnar Einarsson, ræddi fjárhagsáætlun og fjárhagsstöðu Garðabæjar.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2001001F - Fundargerð bæjarráðs frá 7/1 ´20.
Sara Dögg Svanhildardóttir ræddi 13. tl., áskorun Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda í leikskólum varðandi bættar aðstæður og bætt starfskjör leikskólakennara og lagði fram eftirfarandi bókun:

„Garðabæjarlistinn hvetur bæjaryfirvöld til þess að rýna stöðuna og leita leiða til að jafna starfsumhverfi þvert á skólastig. Ekki síst til þess að draga úr þeirri hættu sem getur skapast á að leikskólakennarar velji starfsumhverfi grunnskólans fremur en leikskólans. Enn fremur að tillaga Garðabæjarlistans um bættan aðbúnað starfsfólks leikskóla með tilraun á styttingu vinnuvikunnar verði samhliða tekin upp til skoðunar.“

Björg Fenger, ræddi 20. tl., tillögur varðandi útfærslu verkefnisins Heilsueflandi samfélag.

Jóna Sæmundsdóttir, ræddi 18. tl., bréf Umhverfisstofnunar varðandi tillögu að friðlýsingu Búrfells, Búrfellsgjár og Selgjár og 17. tl., tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu varðandi kynningu á drögum að frumvarpi að breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs.

Harpa Þorsteinsdóttir, ræddi 20. tl., tillögur varðandi útfærslu verkefnisins Heilsueflandi samfélag og 13. tl., áskorun Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda í leikskólum varðandi bættar aðstæður og bætt starfskjör leikskólakennara. Harpa lagði fram eftirfarandi fyrirspurn.

"Í ljósi umræðna í samfélaginu undanfarið er varða starfsumhverfi og rekstur leikskóla þá langar mig að ítreka þá fyrirspurn Garðabæjarlistans sem liggur fyrir í leikskólanefnd síðan í janúar 2019 varðandi að fá fram kostnaðargreiningu á rekstri leikskólans og kynningu á því þar inn. Þar að auki ætla ég að fylgja eftir þeirri beiðni að fá gagnsæja greiningu á rekstrinum út frá barngildum og vistun barna. Þá legg ég fram fyrirspurn um nýtingu á leikskólavistun barna frá 16:30-17:00 í Garðabæ."

Fundargerðin sem er 31 tl., er samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla mála.
 
1912277 - Afgreiðsla skipulagsstjóra varðandi fyrirspurn um heimild fyrir atvinnustarfsemi í íbúðarhúsi.
 
Bæjarstjórn samþykkir að veita leyfi fyrir starfsemi fótaaðgerðarstofu í íbúðarhúsnæði að Þrastanesi 14, sbr. heimild í deiliskipulagi grein 4.16.

 
2. 2001013F - Fundargerð bæjarráðs frá 14/1 ´20.
Björg Fenger, ræddi 1. tl., þjónustulýsingu vegna útboðs akstursþjónustu fatlaðs fólks.

Gunnar Valur Gíslason, ræddi 1. tl., þjónustulýsingu vegna útboðs akstursþjónustu fatlaðs fólks.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 1. tl., þjónustulýsingu vegna útboðs akstursþjónustu fatlaðs fólks og 11. tl., bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi málefni skíðasvæðanna.

Björg Fenger, ræddi 11. tl., bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi málefni skíðasvæðanna.

Fundargerðin sem er 12 tl., er samþykkt samhljóða.
3. 1912026F - Fundargerð fjölskylduráðs frá 18/12 ´19.
Fundargerðin lögð fram.
4. 1912035F - Fundargerð fjölskylduráðs frá 20/12 ´19.
Fundargerðin lögð fram.
5. 1912028F - Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 16/12 ´19.
Björg Fenger ræddi 8. tl., íþróttahátíð Garðabæjar og þakkaði starfsmönnum bæjarins fyrir þeirra framlag við undirbúning og framkvæmd hátíðarinnar.

Þá ræddi Björg Fenger ræddi 10. tl., forvarnarmál í Garðabæ.

Bæjarstjórn óskar Kolbrúnu Þöll Þorradóttur, íþróttakonu Garðabæjar og Hilmari Snæ Örvarssyni, íþróttakarli Garðabæjar til hamingju með viðurkenningarnar.

Fundargerðin lögð fram.
6. 1912012F - Fundargerð umhverfisnefndar frá 18/12 ´19.
Jóna Sæmundsdóttir, ræddi 5. tl., ársfund náttúruverndarnefnda og 8. tl., loftlagsstefnu Garðabæjar

Ingvar Arnarson, ræddi 8. tl., loftslagsstefnu Garðabæjar.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, ræddi 8. tl., loftslagsstefnu Garðabæjar og 9. tl., tillögu um skipun starfshóps til að vinna að framgangi stafrænnar þróunar og þjónustu Garðabæjar.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 9. tl. tillögu um skipun starfshóps til að vinna að framgangi stafrænnar þróunar og þjónustu Garðabæjar.

Gunnar Einarsson, ræddi 8. tl., loftslagsstefnu Garðabæjar.

Áslaug Hulda Jónsdóttir ræddi að nýju 8. tl., loftslagsstefnu Garðabæjar.

Fundargerðin lögð fram.
7. 2001007F - Fundargerð öldungaráðs frá 8/1 ´20.
Almar Guðmundsson, ræddi 1.-5. tl., afgreiðslu starfsleyfa, 8. tl., aðgerðaráætlun í tengslum við stefnu í málefnum eldri borgara, 9. tl., tillögu um skipun starfshóps til að vinna að framgangi stafrænnar þróunar og þjónustu Garðabæjar og 10. tl., reglur um akstursþjónustu aldraðra í Garðabæ. Almar sagði frá heimsókn Péturs Magnússonar, forstjóra Hrafnistu og Hrannar Ljótsdóttur, forstöðumanns Ísafoldar á fund nefndarinnar.

Fundargerðin lögð fram.
8. 1908019F - Fundargerð stjórnar Hönnunarsafns Íslands frá 27/8 ´19.
Fundargerðin lögð fram.
9. 1904035 - Fundargerð svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 29/11 ´19.
Fundargerðin lögð fram.
10. 2001161 - Fundargerð stjórnar SSH frá 6/1 ´20.
Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 1. tl., sóknaráætlun og 5. tl., stjórnsýslu byggðasamlaganna.

Gunnar Valur Gíslason, ræddi 1. tl., sóknaráætlun, 3. tl., skilavegi - yfirfærslu vega til sveitarfélaga og 7. tl., viðræður ríkisins og SSH um Sundabraut.

Gunnar Einarsson, ræddi 7. tl., viðræður ríkisins og SSH um Sundabraut, 5. tl., stjórnsýslu byggðasamlaganna 3. tl., skilavegi - yfirfærslu vega til sveitarfélaga og 1. tl., sóknaráætlun.

Fundargerðin lögð fram.
11. 1901407 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 13/12 ´19.
Björg Fenger, ræddi 1. tl., skýrslu um leiðanet og næstu skref, 3. tl., útboð á vögnum og 7. tl., nýtt greiðslukerfi.

Sigurður Guðmundsson ræddi 7. tl., nýtt greiðslukerfi.

Björg Fenger, ræddi að nýju 7. tl., nýtt greiðslukerfi.

Ingvar Arnarson, ræddi 7. tl., nýtt greiðslukerfi og 9. tl., tillögu um öryggisbelti í strætó.

Björg Fenger, ræddi 9. tl., tillögu um öryggisbelti í strætó.

Fundargerðin lögð fram.
12. 1902158 - Fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsv. frá 16/12 ´19.
Fundargerðin lögð fram.
13. 2001164 - Viðauki við samkomulag um endurnýjun á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 7. maí 2018.
Gunnar Einarsson, gerði nánari grein fyrir tillögu að viðauka við áður gert samkomulag um endurnýjun mannvirkja á skíðasvæðunum

Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti viðauka við samkomulag aðildarsveitarfélaga um endurnýjun á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 7. maí 2018.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).